Fleiri fréttir Stjórnarflokkar skipta með sér formannsembættum í fastanefndum Þingflokkar Sjálfstæðisflokk og Samfylkingarinnar hafa komið sér saman formenn fastanefnda Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við formannsembætti í allsherjarnefnd af Bjarna Benediktssyni en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun verða fyrsta varaforseti Alþingis. 31.5.2007 15:58 Sturla kjörinn forseti þingsins Sturla Böðvarsson var kjörinn forseti Alþingis í atkvæðagreiðslu á þingfundi sem hófst klukkan hálffjögur. Var hann kjörinn með 54 akvæðum en fjórir þingmenn sátu hjá. 31.5.2007 15:55 Mannekla í hjúkrun verulegt áhyggjuefni Mikilvægt er að yfirvöld grípi strax til ráðstafana til að taka á alvarlegum húsnæðisvanda Landspítalans háskólasjúkrahúss og koma þannig í veg fyrir gangainnlagnir. Þetta kemur fram í ályktunum aðalfundar læknaráðs Landspítalans háskólasjúkrahúss. Ráðið telur manneklu í hjúkrun verulegt áhyggjuefni og skorar á heilbrigðisyfirvöld að leysa þann vanda sem allra fyrst. 31.5.2007 15:45 Bretar samþykkja lyf gegn tóbaksfíkn Einum mánuði áður en tóbaksbann tekur gildi í Bretlandi hefur nýtt lyf gegn tóbaksfíkn verið samþykkt og er nú fáanlegt í gegnum heilbrigðisyfirvöld. Pillan Champix er tekin tvisvar á dag. Rannsóknir sýna að eftir 12 vikur reynist lyfið tvöfalt áhrifaríkara gegn fíkninni en nikótíntyggjó og lyfið Zyban sem fæst meðal annars á Íslandi. 31.5.2007 15:42 Nærri helmingur lýkur stúdentsprófi eftir tvítugt Nærri helmingur þeirra sem ljúka stúdentsprófi hér á landi er eldri en tvítugur þegar hann nær þeim áfanga. Á þetta er bent í vefriti mennatamálaráðuneytisins og vísað í tölur Hagstofunnar. 31.5.2007 15:42 Nýr ritstjóri hjá Iceland Review og Atlanticu Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á Stöð 2, hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Review og Atlanticu, flugblaðs Icelandair. Sveinn tekur við ritstjórn á morgun en forveri hans Krista Mahr lét nýverið af störfum. 31.5.2007 15:08 Alltaf eru Danir ráðagóðir Í lögum um reykingabann á dönskum veitingahúsum segir að ef veitingastaðurinn sé yfir 40 fermetrar, séu reykingar bannaðar. Þó er heimilt að útbúa þar sérstakt reykherbergi. Þetta gladdi mjög veitingamann á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hann á veitingastað sem er 200 fermetrar. Hann er nú að innrétta 50 fermetra matsal og 150 fermetra reykherbergi. 31.5.2007 14:55 Almannavarnarnefndir sameinaðar Almannavarnarnefndir Rangárvallasýslur og Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið sameinaðar í eina nefnd. Sameiningin er liður í endurskoðun á viðbragðsáætlunum á svæðinu. 31.5.2007 14:53 Þriggja ára drengur slapp með skrekkinn Betur fór en á horfðist í gær þegar bíll sem í var þriggja ára gamall drengur hafnaði á verslunarhúsi eftir að hafa runnið stjórnlaust yfir tvær götu og tvo grasbala. Talið er að drengurinn hafi óvart losað handbremsuna með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum þar sem smábarn kemur við sögu í umferðaróhappi á höfuðborgarsvæðinu. 31.5.2007 14:38 Mikill fjöldi Íslendinga starfandi í Danmörku Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar störfuðu í Danmörku um síðustu áramót en landið er sem fyrr vinsælasti búsetustaður Íslendinga erlendis. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Flestir starfa við þjónustu við atvinnurekstur en þá starfa einnig margir Íslendingar við félagsþjónustu í Danmörku. 31.5.2007 14:20 Lofaði fjölmiðla fyrir framgöngu þeirra í aðdraganda kosninga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði nýafstaðnar kosningar vitnisburð um að lýðræðishefð væri hér sterk og lauk lofsorði á fjölmiðlaflóruna í aðdraganda kosninga þegar hann setti 134. löggjafarþing þjóðarinnar nú á þriðja tímanum. 31.5.2007 14:19 Ítalskir fangar vilja dauðadóma Hundruðir fanga sem sitja lífstíðardóma í ítölskum fangelsum hafa farið fram á það við stjórnvöld að þau taki aftur upp dauðadóma. Bréf fanganna þess efnis var sent forsetanum Giorgio Napolitano og birt í dagblaðinu La Republica. Næstum 1.300 fangar með lífstíðardóma sitja nú í ítölskum fangelsum. Rúmlega 200 þeirra hafa setið inni í meira en tvo áratugi. 31.5.2007 14:11 Sungu inn hátíðina Bjarta daga Nemendur í fjórða bekk allra grunnskólanna í Hafnarfirði sungu í dag inn hátíðina Bjarta daga í bænum. Um 400 börn komu saman á Thorsplani, skörtuðu heimagerðum og litríkum höttum og sungu fjögur lög sem þau hafa æft, þar á meðal Þú hýri Hafnarfjörður. 31.5.2007 13:48 Pútin lýsir yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi Vladimir Putin forseti Rússlands lýsti í dag yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi sem hann sakar Bandaríkin um að hafa hrundið af stað. Putin sagði að tilraunaskot með langdrægri kjarnorkueldflaug í gær hafi verið svar við vígbúnaði Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að Rússar myndu mæta Bandaríkjamönnum eldflaug fyrir eldflaug, til þess að viðhalda hernaðarjafnvægi í heiminum. 31.5.2007 13:04 Anna Kristín verður aðstoðarkona Þórunnar Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra, hefur ráðið Önnu Kristínu Ólafsdóttur sem sinn aðstoðarkonu sína í ráðuneytinu. Frá þessu greindi Þórunn í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. 31.5.2007 13:04 Slysum fækkaði í umferðaröryggisvikunni Verulega dró úr tjónum vegna umferðaróhappa síðustu vikuna í apríl þegar alþjóðlega umferðaröryggisvikan var haldin hér á landi. Alls fækkaði tjónum um 22 prósent samanborið við sömu viku í fyrra. Þá slösuðust mun færri í umferðinni á tímabilinu. 31.5.2007 13:03 Dvergurinn og mannránið Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki. 31.5.2007 13:00 Tvöfalt fleiri teknir úr umferð ár fyrir lyfjaakstur Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Að minnsta kosti fjögurra efna lyfjakokteill fannst í ökumanni sem lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld á leið til bæjarins. 31.5.2007 13:00 Panda drapst eftir að hafa verið sleppt út í náttúruna Fyrsta risapandan sem alin var upp í dýragarði og síðan sleppt út í náttúruna er dauð. Xiang Xiang var karlkyns panda og fannst fyrr á árinu á verndarsvæðinu sem voru heimkynni hans í aðeins nokkra mánuði. 31.5.2007 12:45 Reykingabann tekur gildi á morgun Lög um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum á landinu tekur gildi á morgun. Ekki verður heimilt að reykja á sérstökum reyksvæðum innandyra en leyfilegt er að setja upp reykskýli utandyra. 31.5.2007 12:36 Sakaðir um að smita fólk vísvitandi af HIV Fjórir hollenskir karlar hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa vísvitandi smitað fjölda fólks af alnæmi. Svo virðist sem þeir hafi ítrekað skipulagt kynsvall þar sem þátttakendum var byrlað ólyfjan. Þrír gerendanna eru HIV-smitaðir. 31.5.2007 12:15 Kristín Guðmundsdóttir endurkjörin formaður Sjúkraliðafélagsins Kristín Á. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Sjúkraliðafélags Íslands í gær með 64 prósent greiddra atkvæða. Kristín hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess árið 1992. 31.5.2007 12:12 Varað við óveðri og sandfoki á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á kafla rétt vestan við Vík í Mýrdal og sömuleiðis sandfoki á Mýrdalssandi. Þetta er vegna hvassviðris syðst á landinu. 31.5.2007 12:05 Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn Írskir og bandarískir vísindamenn hafa sannað að karlkyns hákarl kom hvergi nærri getnaði hákarls í bandarískum dýragarði. Þróunarlegt neyðarrúrræði segir forstöðumaður rannsóknarseturs. 31.5.2007 12:00 Þingsetningu lokið Setning sumarþings hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30. Í morgun funduðu þingflokkar stjórnarflokkana . Kosið var í nefndir og rædd dagskrá sumarþingsins. 31.5.2007 12:00 Slökkvilið og leikskólar í samstarf um brunavarnir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hyggst ásamt fleiri slökkviliðum og Brunabótafélagi Íslands hefja samstarf við leikskóla um eldvarnaeftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barnanna á leikskólunum og fjölskyldna þeirra. 31.5.2007 11:43 Hargreaves kominn til Manchester United Manchester United staðfesti í dag að Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munich, muni ganga til liðs við þá þann 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið sagt frá því hversu hátt kaupverðið var en talið er að það sé í kringum 17 milljónir punda. 31.5.2007 11:41 Ólafur á að færa Blaðið í hæstu hæðir Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins frá og með næstu mánaðamótum. Fram kemur í tilkynningu frá Árvakri að ráðningin sé liður í sókn Blaðsins og því markmiði að gera það að mest lesna dagblaði á Íslandi. 31.5.2007 11:21 Fiskisaga kaupir Ostabúðina á Bitruhálsi og Mjólkurbúðina Fiskisaga, sem meðal annars á og rekur samnefndar fiskbúðir og kjötbúðirnar Gallerý kjöt, hefur samið við og Osta- og smjörsöluna og Mjólkursamsöluna um kaup á Ostabúðinni á Bitruhálsi og Mjólkurbúðinni á Selfossi. 31.5.2007 11:12 Hvað er hægt að leggjast lágt ? Breskir lögreglumenn eru öskureiðir út í innbrotsþjóf sem stal trúlofunarhring af hendi 103 ára gamallar konu. Þeir kalla framferði hans fyrirlitlegan heigulshátt. Þeir vona að jafnvel glæpalýð landsins þyki þarna of langt gengið, og komi kauða undir manna hendur. 31.5.2007 11:07 Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum. 31.5.2007 11:01 Mikil veðurblíða á höfuðborgarsvæðinu Blíðskaparveður er nú á höfuðborgarsvæðinu og mældist hitinn 16 gráður klukkan tíu í morgun. Gert er ráð fyrir því að hitinn fari allt upp í 18 gráður í hádeginu. 31.5.2007 10:51 Dauðdagi Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð. 31.5.2007 10:40 Róbert verður aðstoðarmaður samgönguráðherra Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, verður aðstoðarmaður Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra eftir því sem vefurinn Stokkseyri.is greinir frá. 31.5.2007 10:40 Endurhæfing fyrir einstaklinga með geðraskanir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert þriggja ára þjónustusamning við AE Starfsendurhæfingu um starfs- og atvinnulega endurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem misst hafa hlutverk í samfélaginu. Markmiðið er að efla virkni og þátttöku þessara einstaklinga í atvinnulífinu. 31.5.2007 10:22 Ísland tekur þátt í evrópsku MS verkefni Ísland er eitt af sex ríkjum sem hefur verið valið til þátttöku í sam-evrópsku rannóknarverkefni á MS sjúkdóminum. Markmiðið er að skapa samhæfðan meðferðar- og þjónustustaðal fyrir MS fólk um gjörvalla Evrópu en verkefnið hófst formlega í dag. 31.5.2007 10:10 Undir áhrifum eiturlyfjakokkteils Lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld karlmann á leið til bæjarins með nokkurt magn eiturlyfja og lyfja í fórum sínum. Lögreglan fékk tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum og ók því til móts við hann. 31.5.2007 10:10 Flaug í 9 tíma með slasaða farþega Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á því af hverju breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM var ekki snúið við eftir að níu farþegar slösuðust í mikilli ókyrrð. Fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir að vélin lenti í Osaka. 31.5.2007 10:02 Norskar konur drykkfelldari en aðrar Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar. 31.5.2007 09:51 Sakir bornar af Sadr Aðstoðarmaður shía klerksins Moqtada Sadr segir að menn hanns séu ekki viðriðnir rán á fimm Bretum í Sadr borg í gær. Utanríkisráðherra Íraks hafði áður sagt að hann teldi að Mehdi herinn hefði staðið á bakvið mannránin. 30.5.2007 23:53 Fimm hermenn létust þegar þyrla var skotin niður Fimm bandarískir hermenn létust í dag í Afganistan þegar þyrla sem þeir voru um borð í var skotin niður. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér. 30.5.2007 23:28 Heiligendamm breytt í fangelsi Gríðarleg öryggisgæsla er nú í þýska sumardvalarstaðnum Heiligendamm. Þar fer nú fram fundur átta helstu iðnríkja heims en mikil mótmæli hafa ávallt fylgt fundum sem þessum. 30.5.2007 22:51 Sérstakur dómstóll fjalli um morðið á Hariri Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld að settur verði á laggirnar alþjóðlegur dómstóll sem á að rétta yfir sakborningum vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 30.5.2007 22:16 Íslensku menntaverðlaunin afhent Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson veitti í kvöld Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík. 30.5.2007 21:55 Aðalfundur SÁÁ kaus nýja stjórn Á aðalfundi SÁÁ í kvöld var Þórarinn Tyrfingsson endurkjörinn stjórnarformaður samtakanna. Þórarinn gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. 30.5.2007 21:37 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnarflokkar skipta með sér formannsembættum í fastanefndum Þingflokkar Sjálfstæðisflokk og Samfylkingarinnar hafa komið sér saman formenn fastanefnda Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við formannsembætti í allsherjarnefnd af Bjarna Benediktssyni en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun verða fyrsta varaforseti Alþingis. 31.5.2007 15:58
Sturla kjörinn forseti þingsins Sturla Böðvarsson var kjörinn forseti Alþingis í atkvæðagreiðslu á þingfundi sem hófst klukkan hálffjögur. Var hann kjörinn með 54 akvæðum en fjórir þingmenn sátu hjá. 31.5.2007 15:55
Mannekla í hjúkrun verulegt áhyggjuefni Mikilvægt er að yfirvöld grípi strax til ráðstafana til að taka á alvarlegum húsnæðisvanda Landspítalans háskólasjúkrahúss og koma þannig í veg fyrir gangainnlagnir. Þetta kemur fram í ályktunum aðalfundar læknaráðs Landspítalans háskólasjúkrahúss. Ráðið telur manneklu í hjúkrun verulegt áhyggjuefni og skorar á heilbrigðisyfirvöld að leysa þann vanda sem allra fyrst. 31.5.2007 15:45
Bretar samþykkja lyf gegn tóbaksfíkn Einum mánuði áður en tóbaksbann tekur gildi í Bretlandi hefur nýtt lyf gegn tóbaksfíkn verið samþykkt og er nú fáanlegt í gegnum heilbrigðisyfirvöld. Pillan Champix er tekin tvisvar á dag. Rannsóknir sýna að eftir 12 vikur reynist lyfið tvöfalt áhrifaríkara gegn fíkninni en nikótíntyggjó og lyfið Zyban sem fæst meðal annars á Íslandi. 31.5.2007 15:42
Nærri helmingur lýkur stúdentsprófi eftir tvítugt Nærri helmingur þeirra sem ljúka stúdentsprófi hér á landi er eldri en tvítugur þegar hann nær þeim áfanga. Á þetta er bent í vefriti mennatamálaráðuneytisins og vísað í tölur Hagstofunnar. 31.5.2007 15:42
Nýr ritstjóri hjá Iceland Review og Atlanticu Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á Stöð 2, hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Review og Atlanticu, flugblaðs Icelandair. Sveinn tekur við ritstjórn á morgun en forveri hans Krista Mahr lét nýverið af störfum. 31.5.2007 15:08
Alltaf eru Danir ráðagóðir Í lögum um reykingabann á dönskum veitingahúsum segir að ef veitingastaðurinn sé yfir 40 fermetrar, séu reykingar bannaðar. Þó er heimilt að útbúa þar sérstakt reykherbergi. Þetta gladdi mjög veitingamann á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hann á veitingastað sem er 200 fermetrar. Hann er nú að innrétta 50 fermetra matsal og 150 fermetra reykherbergi. 31.5.2007 14:55
Almannavarnarnefndir sameinaðar Almannavarnarnefndir Rangárvallasýslur og Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið sameinaðar í eina nefnd. Sameiningin er liður í endurskoðun á viðbragðsáætlunum á svæðinu. 31.5.2007 14:53
Þriggja ára drengur slapp með skrekkinn Betur fór en á horfðist í gær þegar bíll sem í var þriggja ára gamall drengur hafnaði á verslunarhúsi eftir að hafa runnið stjórnlaust yfir tvær götu og tvo grasbala. Talið er að drengurinn hafi óvart losað handbremsuna með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum þar sem smábarn kemur við sögu í umferðaróhappi á höfuðborgarsvæðinu. 31.5.2007 14:38
Mikill fjöldi Íslendinga starfandi í Danmörku Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar störfuðu í Danmörku um síðustu áramót en landið er sem fyrr vinsælasti búsetustaður Íslendinga erlendis. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Flestir starfa við þjónustu við atvinnurekstur en þá starfa einnig margir Íslendingar við félagsþjónustu í Danmörku. 31.5.2007 14:20
Lofaði fjölmiðla fyrir framgöngu þeirra í aðdraganda kosninga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði nýafstaðnar kosningar vitnisburð um að lýðræðishefð væri hér sterk og lauk lofsorði á fjölmiðlaflóruna í aðdraganda kosninga þegar hann setti 134. löggjafarþing þjóðarinnar nú á þriðja tímanum. 31.5.2007 14:19
Ítalskir fangar vilja dauðadóma Hundruðir fanga sem sitja lífstíðardóma í ítölskum fangelsum hafa farið fram á það við stjórnvöld að þau taki aftur upp dauðadóma. Bréf fanganna þess efnis var sent forsetanum Giorgio Napolitano og birt í dagblaðinu La Republica. Næstum 1.300 fangar með lífstíðardóma sitja nú í ítölskum fangelsum. Rúmlega 200 þeirra hafa setið inni í meira en tvo áratugi. 31.5.2007 14:11
Sungu inn hátíðina Bjarta daga Nemendur í fjórða bekk allra grunnskólanna í Hafnarfirði sungu í dag inn hátíðina Bjarta daga í bænum. Um 400 börn komu saman á Thorsplani, skörtuðu heimagerðum og litríkum höttum og sungu fjögur lög sem þau hafa æft, þar á meðal Þú hýri Hafnarfjörður. 31.5.2007 13:48
Pútin lýsir yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi Vladimir Putin forseti Rússlands lýsti í dag yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi sem hann sakar Bandaríkin um að hafa hrundið af stað. Putin sagði að tilraunaskot með langdrægri kjarnorkueldflaug í gær hafi verið svar við vígbúnaði Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að Rússar myndu mæta Bandaríkjamönnum eldflaug fyrir eldflaug, til þess að viðhalda hernaðarjafnvægi í heiminum. 31.5.2007 13:04
Anna Kristín verður aðstoðarkona Þórunnar Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra, hefur ráðið Önnu Kristínu Ólafsdóttur sem sinn aðstoðarkonu sína í ráðuneytinu. Frá þessu greindi Þórunn í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. 31.5.2007 13:04
Slysum fækkaði í umferðaröryggisvikunni Verulega dró úr tjónum vegna umferðaróhappa síðustu vikuna í apríl þegar alþjóðlega umferðaröryggisvikan var haldin hér á landi. Alls fækkaði tjónum um 22 prósent samanborið við sömu viku í fyrra. Þá slösuðust mun færri í umferðinni á tímabilinu. 31.5.2007 13:03
Dvergurinn og mannránið Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki. 31.5.2007 13:00
Tvöfalt fleiri teknir úr umferð ár fyrir lyfjaakstur Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Að minnsta kosti fjögurra efna lyfjakokteill fannst í ökumanni sem lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld á leið til bæjarins. 31.5.2007 13:00
Panda drapst eftir að hafa verið sleppt út í náttúruna Fyrsta risapandan sem alin var upp í dýragarði og síðan sleppt út í náttúruna er dauð. Xiang Xiang var karlkyns panda og fannst fyrr á árinu á verndarsvæðinu sem voru heimkynni hans í aðeins nokkra mánuði. 31.5.2007 12:45
Reykingabann tekur gildi á morgun Lög um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum á landinu tekur gildi á morgun. Ekki verður heimilt að reykja á sérstökum reyksvæðum innandyra en leyfilegt er að setja upp reykskýli utandyra. 31.5.2007 12:36
Sakaðir um að smita fólk vísvitandi af HIV Fjórir hollenskir karlar hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa vísvitandi smitað fjölda fólks af alnæmi. Svo virðist sem þeir hafi ítrekað skipulagt kynsvall þar sem þátttakendum var byrlað ólyfjan. Þrír gerendanna eru HIV-smitaðir. 31.5.2007 12:15
Kristín Guðmundsdóttir endurkjörin formaður Sjúkraliðafélagsins Kristín Á. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Sjúkraliðafélags Íslands í gær með 64 prósent greiddra atkvæða. Kristín hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess árið 1992. 31.5.2007 12:12
Varað við óveðri og sandfoki á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á kafla rétt vestan við Vík í Mýrdal og sömuleiðis sandfoki á Mýrdalssandi. Þetta er vegna hvassviðris syðst á landinu. 31.5.2007 12:05
Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn Írskir og bandarískir vísindamenn hafa sannað að karlkyns hákarl kom hvergi nærri getnaði hákarls í bandarískum dýragarði. Þróunarlegt neyðarrúrræði segir forstöðumaður rannsóknarseturs. 31.5.2007 12:00
Þingsetningu lokið Setning sumarþings hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30. Í morgun funduðu þingflokkar stjórnarflokkana . Kosið var í nefndir og rædd dagskrá sumarþingsins. 31.5.2007 12:00
Slökkvilið og leikskólar í samstarf um brunavarnir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hyggst ásamt fleiri slökkviliðum og Brunabótafélagi Íslands hefja samstarf við leikskóla um eldvarnaeftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barnanna á leikskólunum og fjölskyldna þeirra. 31.5.2007 11:43
Hargreaves kominn til Manchester United Manchester United staðfesti í dag að Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munich, muni ganga til liðs við þá þann 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið sagt frá því hversu hátt kaupverðið var en talið er að það sé í kringum 17 milljónir punda. 31.5.2007 11:41
Ólafur á að færa Blaðið í hæstu hæðir Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins frá og með næstu mánaðamótum. Fram kemur í tilkynningu frá Árvakri að ráðningin sé liður í sókn Blaðsins og því markmiði að gera það að mest lesna dagblaði á Íslandi. 31.5.2007 11:21
Fiskisaga kaupir Ostabúðina á Bitruhálsi og Mjólkurbúðina Fiskisaga, sem meðal annars á og rekur samnefndar fiskbúðir og kjötbúðirnar Gallerý kjöt, hefur samið við og Osta- og smjörsöluna og Mjólkursamsöluna um kaup á Ostabúðinni á Bitruhálsi og Mjólkurbúðinni á Selfossi. 31.5.2007 11:12
Hvað er hægt að leggjast lágt ? Breskir lögreglumenn eru öskureiðir út í innbrotsþjóf sem stal trúlofunarhring af hendi 103 ára gamallar konu. Þeir kalla framferði hans fyrirlitlegan heigulshátt. Þeir vona að jafnvel glæpalýð landsins þyki þarna of langt gengið, og komi kauða undir manna hendur. 31.5.2007 11:07
Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum. 31.5.2007 11:01
Mikil veðurblíða á höfuðborgarsvæðinu Blíðskaparveður er nú á höfuðborgarsvæðinu og mældist hitinn 16 gráður klukkan tíu í morgun. Gert er ráð fyrir því að hitinn fari allt upp í 18 gráður í hádeginu. 31.5.2007 10:51
Dauðdagi Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð. 31.5.2007 10:40
Róbert verður aðstoðarmaður samgönguráðherra Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, verður aðstoðarmaður Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra eftir því sem vefurinn Stokkseyri.is greinir frá. 31.5.2007 10:40
Endurhæfing fyrir einstaklinga með geðraskanir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert þriggja ára þjónustusamning við AE Starfsendurhæfingu um starfs- og atvinnulega endurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem misst hafa hlutverk í samfélaginu. Markmiðið er að efla virkni og þátttöku þessara einstaklinga í atvinnulífinu. 31.5.2007 10:22
Ísland tekur þátt í evrópsku MS verkefni Ísland er eitt af sex ríkjum sem hefur verið valið til þátttöku í sam-evrópsku rannóknarverkefni á MS sjúkdóminum. Markmiðið er að skapa samhæfðan meðferðar- og þjónustustaðal fyrir MS fólk um gjörvalla Evrópu en verkefnið hófst formlega í dag. 31.5.2007 10:10
Undir áhrifum eiturlyfjakokkteils Lögreglan á Akranesi stöðvaði í gærkvöld karlmann á leið til bæjarins með nokkurt magn eiturlyfja og lyfja í fórum sínum. Lögreglan fékk tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum og ók því til móts við hann. 31.5.2007 10:10
Flaug í 9 tíma með slasaða farþega Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á því af hverju breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM var ekki snúið við eftir að níu farþegar slösuðust í mikilli ókyrrð. Fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir að vélin lenti í Osaka. 31.5.2007 10:02
Norskar konur drykkfelldari en aðrar Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar. 31.5.2007 09:51
Sakir bornar af Sadr Aðstoðarmaður shía klerksins Moqtada Sadr segir að menn hanns séu ekki viðriðnir rán á fimm Bretum í Sadr borg í gær. Utanríkisráðherra Íraks hafði áður sagt að hann teldi að Mehdi herinn hefði staðið á bakvið mannránin. 30.5.2007 23:53
Fimm hermenn létust þegar þyrla var skotin niður Fimm bandarískir hermenn létust í dag í Afganistan þegar þyrla sem þeir voru um borð í var skotin niður. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér. 30.5.2007 23:28
Heiligendamm breytt í fangelsi Gríðarleg öryggisgæsla er nú í þýska sumardvalarstaðnum Heiligendamm. Þar fer nú fram fundur átta helstu iðnríkja heims en mikil mótmæli hafa ávallt fylgt fundum sem þessum. 30.5.2007 22:51
Sérstakur dómstóll fjalli um morðið á Hariri Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld að settur verði á laggirnar alþjóðlegur dómstóll sem á að rétta yfir sakborningum vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 30.5.2007 22:16
Íslensku menntaverðlaunin afhent Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson veitti í kvöld Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík. 30.5.2007 21:55
Aðalfundur SÁÁ kaus nýja stjórn Á aðalfundi SÁÁ í kvöld var Þórarinn Tyrfingsson endurkjörinn stjórnarformaður samtakanna. Þórarinn gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. 30.5.2007 21:37