Innlent

Ísland tekur þátt í evrópsku MS verkefni

MYND/GVA

Ísland er eitt af sex ríkjum sem hefur verið valið til þátttöku í sam-evrópsku rannóknarverkefni á MS sjúkdóminum. Markmiðið er að skapa samhæfðan meðferðar- og þjónustustaðal fyrir MS fólk um gjörvalla Evrópu en verkefnið hófst formlega í dag.

Auk Íslands eru það Þýskaland, Bretland, Spánn, Pólland og Rúmenía sem taka þátt í verkefninu.

Talið er að allt 15 þúsund manns greinist með MS í Evrópu á hverju ári. Gríðarlegur munur er á milli landa þegar kemur að aðgengi að læknisþjónustu. Á Írlandi sinna 16 taugasjúkdómalæknar yfir 10 þúsund sjúklingum en á Íslandi starfa 18 taugasjúkdómalæknar fyrir um það bil 330 manns.

Verkefnið mun standa í þrjú ár og verður að stærstum hluta kostað af Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×