Innlent

Mikil veðurblíða á höfuðborgarsvæðinu

Ungt fólk nýtur veðurblíðunnar á Austurvelli síðasta sumar.
Ungt fólk nýtur veðurblíðunnar á Austurvelli síðasta sumar. MYND/365

Blíðskaparveður er nú á höfuðborgarsvæðinu og mældist hitinn 16 gráður klukkan tíu í morgun. Gert er ráð fyrir því að hitinn fari allt upp í 18 gráður í hádeginu.

Mestur hiti sem mælst hefur í höfuðborginni í maímánuði var 20,6 gráður árið 1960. Ekki er útlit fyrir að það met verði slegið í dag en engu að síður er hitinn með mesta móti miðað við árstíma.

Gert er ráð fyrir að það þykkni upp seinna í dag en haldist þurrt. Á morgun er útlit fyrir að það verði skýjað á höfuðborgarsvæðinu og fari rigna um eða eftir hádegi. Hiti verður á bilinu 12 til 14 gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×