Innlent

Slökkvilið og leikskólar í samstarf um brunavarnir

Samstarfið kynnt í morgun.
Samstarfið kynnt í morgun.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hyggst ásamt fleiri slökkviliðum og Brunabótafélagi Íslands hefja samstarf við leikskóla um eldvarnaeftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barnanna á leikskólunum og fjölskyldna þeirra. Verkefnið var kynnt í leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði í morgun en á höfuðborgarsvæðinu nær það til 150 leikskóla og um 2.500 barna ár hvert.

Markmið samstarfsins er þríþætt, að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið, að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað og að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×