Innlent

Slysum fækkaði í umferðaröryggisvikunni

MYND/AB

Verulega dró úr tjónum vegna umferðaróhappa síðustu vikuna í apríl þegar alþjóðlega umferðaröryggisvikan var haldin hér á landi. Alls fækkaði tjónum um 22 prósent samanborið við sömu viku í fyrra. Þá slösuðust mun færri í umferðinni á tímabilinu.

Samkvæmt samantekt Sjóvá Forvarnarhúss fækkaði slysum á fólki í umferðinni um 82 prósent í alþjóðlegu umferðaröryggisvikunni miðað við sömu viku í fyrra. Miðað við vikuna á undan fækkaði slysum um 55 prósent og í vikunni eftir umferðaröryggisvikunni lauk voru 62 prósent færri skráðir slasaðir miðað við sömu viku í fyrra.

Þá dró verulega úr tjónum vegna umferðaróhappa á meðan á umferðaröryggisvikunni stóð. Skráðum tjónum fækkaði um 22 prósent miðað við sömu viku í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×