Innlent

Kristín Guðmundsdóttir endurkjörin formaður Sjúkraliðafélagsins

Sjúkraliðar í námi hjá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
Sjúkraliðar í námi hjá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. MYND/GVA

Kristín Á. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Sjúkraliðafélags Íslands í gær með 64 prósent greiddra atkvæða. Kristín hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess árið 1992.

Tveir voru í framboði til formanns en auk Kristínar bauð Helga Dögg Sverrisdóttir sig fram. Á kjörskrá í gær voru 2.204 en atkvæði greiddu 1.449. Helga hlaut 492 atkvæði eða 34 prósent en Kristín 928 atkvæði eða 64 prósent.

Formaður er kosinn til þriggja ára í senn.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×