Aðalfundur SÁÁ kaus nýja stjórn 30. maí 2007 21:37 Höfuðstöðvar SÁÁ í Efstaleiti. MYND/GVA Aðalfundur SÁÁ var haldinn fyrr í kvöld. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður samtakanna segir fundinn hafa verið góðan og að margt góðra manna hafi komið inn í nýkjörna stjórn. Þórarinn var endurkjörinn formaður stjórnar en hann gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. Þórarinn segir fundinn hafa verið góðan. „Það var kosið í 48 manna stjórn samtakanna og þar er valinn maður í hverju rúmi." Hann segir nokkra nýliða hafa bæst í hópinn og nefnir þar Margréti Frímannsdóttur, Agnesi Bragadóttur og bræðurna Ásbjörn og Þorlák Morthens eða Bubba og Tolla. Þórarinn segir ekki hafa komið til álita að breyta því fyrirkomulagi að hann gegndi mörgum stöðum innan fyrirtækisins enda sé sú staða fullkomlega eðlileg. „Ég er kjörinn sem stjórnarformaður á hverju ári. Þá eru störf mín lögð fyrir þessa 48 manna stjórn og ég fæ fullt umboð til að framfylgja minni stefnu næsta árið." Hann segir sjónarmið Péturs Blöndals vera þröngsýn, Pétur sé vanari hlutafélögum en að hlutirnir horfi öðruvísi við í samtökum á borð við SÁÁ. Þórarinn er formður stjórnar samtakanna og þá einnig framkvæmdastjóri auk þess sem hann er yfirlæknir þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Þórarinn bendir á að stjórnarformennskan sé ólaunað starf. Pétur Blöndal, alþingismaður segist vera hissa á því að samtökin skuli ekki hafa breytt þessari stöðu á aðalfundinum. „Ég er dálítið hissa á þessu, að þeir hafi ekki getað fundið einhvern annan til að sitja í stjórninni," segir hann. Hann segir að um stílbrot í skipuriti sé að ræða þegar sami maður gegnir stöðu yfirlæknis en sé um leið formaður stjórnar. Hann bendir á að SÁÁ fái hluta af sínum tekjum frá ríkinu og því ættu menn að gera um það kröfu að skipuritið sé hreint. „Það þarf að vera á hreinu hver ber ábyrgðina og hver segir hverjum fyrir verkum hjá svona samtökum eins og í öðrum félögum og stofnunum," segir hann og bætir því við að eftirlitsgeta stjórnarinnar minnki mikið þegar starfsmaður sé í stjórninni hvað þá stjórnarformaður. Pétur segist alls ekki vera að setja út á persónu Þórarins sem slíka, hann sé einungis að benda á að stjórn samtaka á borð við SÁÁ eigi að sinna ákveðinni eftirlitsskyldu og sé ekki einungis upp á punt. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Aðalfundur SÁÁ var haldinn fyrr í kvöld. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður samtakanna segir fundinn hafa verið góðan og að margt góðra manna hafi komið inn í nýkjörna stjórn. Þórarinn var endurkjörinn formaður stjórnar en hann gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. Þórarinn segir fundinn hafa verið góðan. „Það var kosið í 48 manna stjórn samtakanna og þar er valinn maður í hverju rúmi." Hann segir nokkra nýliða hafa bæst í hópinn og nefnir þar Margréti Frímannsdóttur, Agnesi Bragadóttur og bræðurna Ásbjörn og Þorlák Morthens eða Bubba og Tolla. Þórarinn segir ekki hafa komið til álita að breyta því fyrirkomulagi að hann gegndi mörgum stöðum innan fyrirtækisins enda sé sú staða fullkomlega eðlileg. „Ég er kjörinn sem stjórnarformaður á hverju ári. Þá eru störf mín lögð fyrir þessa 48 manna stjórn og ég fæ fullt umboð til að framfylgja minni stefnu næsta árið." Hann segir sjónarmið Péturs Blöndals vera þröngsýn, Pétur sé vanari hlutafélögum en að hlutirnir horfi öðruvísi við í samtökum á borð við SÁÁ. Þórarinn er formður stjórnar samtakanna og þá einnig framkvæmdastjóri auk þess sem hann er yfirlæknir þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Þórarinn bendir á að stjórnarformennskan sé ólaunað starf. Pétur Blöndal, alþingismaður segist vera hissa á því að samtökin skuli ekki hafa breytt þessari stöðu á aðalfundinum. „Ég er dálítið hissa á þessu, að þeir hafi ekki getað fundið einhvern annan til að sitja í stjórninni," segir hann. Hann segir að um stílbrot í skipuriti sé að ræða þegar sami maður gegnir stöðu yfirlæknis en sé um leið formaður stjórnar. Hann bendir á að SÁÁ fái hluta af sínum tekjum frá ríkinu og því ættu menn að gera um það kröfu að skipuritið sé hreint. „Það þarf að vera á hreinu hver ber ábyrgðina og hver segir hverjum fyrir verkum hjá svona samtökum eins og í öðrum félögum og stofnunum," segir hann og bætir því við að eftirlitsgeta stjórnarinnar minnki mikið þegar starfsmaður sé í stjórninni hvað þá stjórnarformaður. Pétur segist alls ekki vera að setja út á persónu Þórarins sem slíka, hann sé einungis að benda á að stjórn samtaka á borð við SÁÁ eigi að sinna ákveðinni eftirlitsskyldu og sé ekki einungis upp á punt.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira