Aðalfundur SÁÁ kaus nýja stjórn 30. maí 2007 21:37 Höfuðstöðvar SÁÁ í Efstaleiti. MYND/GVA Aðalfundur SÁÁ var haldinn fyrr í kvöld. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður samtakanna segir fundinn hafa verið góðan og að margt góðra manna hafi komið inn í nýkjörna stjórn. Þórarinn var endurkjörinn formaður stjórnar en hann gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. Þórarinn segir fundinn hafa verið góðan. „Það var kosið í 48 manna stjórn samtakanna og þar er valinn maður í hverju rúmi." Hann segir nokkra nýliða hafa bæst í hópinn og nefnir þar Margréti Frímannsdóttur, Agnesi Bragadóttur og bræðurna Ásbjörn og Þorlák Morthens eða Bubba og Tolla. Þórarinn segir ekki hafa komið til álita að breyta því fyrirkomulagi að hann gegndi mörgum stöðum innan fyrirtækisins enda sé sú staða fullkomlega eðlileg. „Ég er kjörinn sem stjórnarformaður á hverju ári. Þá eru störf mín lögð fyrir þessa 48 manna stjórn og ég fæ fullt umboð til að framfylgja minni stefnu næsta árið." Hann segir sjónarmið Péturs Blöndals vera þröngsýn, Pétur sé vanari hlutafélögum en að hlutirnir horfi öðruvísi við í samtökum á borð við SÁÁ. Þórarinn er formður stjórnar samtakanna og þá einnig framkvæmdastjóri auk þess sem hann er yfirlæknir þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Þórarinn bendir á að stjórnarformennskan sé ólaunað starf. Pétur Blöndal, alþingismaður segist vera hissa á því að samtökin skuli ekki hafa breytt þessari stöðu á aðalfundinum. „Ég er dálítið hissa á þessu, að þeir hafi ekki getað fundið einhvern annan til að sitja í stjórninni," segir hann. Hann segir að um stílbrot í skipuriti sé að ræða þegar sami maður gegnir stöðu yfirlæknis en sé um leið formaður stjórnar. Hann bendir á að SÁÁ fái hluta af sínum tekjum frá ríkinu og því ættu menn að gera um það kröfu að skipuritið sé hreint. „Það þarf að vera á hreinu hver ber ábyrgðina og hver segir hverjum fyrir verkum hjá svona samtökum eins og í öðrum félögum og stofnunum," segir hann og bætir því við að eftirlitsgeta stjórnarinnar minnki mikið þegar starfsmaður sé í stjórninni hvað þá stjórnarformaður. Pétur segist alls ekki vera að setja út á persónu Þórarins sem slíka, hann sé einungis að benda á að stjórn samtaka á borð við SÁÁ eigi að sinna ákveðinni eftirlitsskyldu og sé ekki einungis upp á punt. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Aðalfundur SÁÁ var haldinn fyrr í kvöld. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður samtakanna segir fundinn hafa verið góðan og að margt góðra manna hafi komið inn í nýkjörna stjórn. Þórarinn var endurkjörinn formaður stjórnar en hann gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. Þórarinn segir fundinn hafa verið góðan. „Það var kosið í 48 manna stjórn samtakanna og þar er valinn maður í hverju rúmi." Hann segir nokkra nýliða hafa bæst í hópinn og nefnir þar Margréti Frímannsdóttur, Agnesi Bragadóttur og bræðurna Ásbjörn og Þorlák Morthens eða Bubba og Tolla. Þórarinn segir ekki hafa komið til álita að breyta því fyrirkomulagi að hann gegndi mörgum stöðum innan fyrirtækisins enda sé sú staða fullkomlega eðlileg. „Ég er kjörinn sem stjórnarformaður á hverju ári. Þá eru störf mín lögð fyrir þessa 48 manna stjórn og ég fæ fullt umboð til að framfylgja minni stefnu næsta árið." Hann segir sjónarmið Péturs Blöndals vera þröngsýn, Pétur sé vanari hlutafélögum en að hlutirnir horfi öðruvísi við í samtökum á borð við SÁÁ. Þórarinn er formður stjórnar samtakanna og þá einnig framkvæmdastjóri auk þess sem hann er yfirlæknir þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Þórarinn bendir á að stjórnarformennskan sé ólaunað starf. Pétur Blöndal, alþingismaður segist vera hissa á því að samtökin skuli ekki hafa breytt þessari stöðu á aðalfundinum. „Ég er dálítið hissa á þessu, að þeir hafi ekki getað fundið einhvern annan til að sitja í stjórninni," segir hann. Hann segir að um stílbrot í skipuriti sé að ræða þegar sami maður gegnir stöðu yfirlæknis en sé um leið formaður stjórnar. Hann bendir á að SÁÁ fái hluta af sínum tekjum frá ríkinu og því ættu menn að gera um það kröfu að skipuritið sé hreint. „Það þarf að vera á hreinu hver ber ábyrgðina og hver segir hverjum fyrir verkum hjá svona samtökum eins og í öðrum félögum og stofnunum," segir hann og bætir því við að eftirlitsgeta stjórnarinnar minnki mikið þegar starfsmaður sé í stjórninni hvað þá stjórnarformaður. Pétur segist alls ekki vera að setja út á persónu Þórarins sem slíka, hann sé einungis að benda á að stjórn samtaka á borð við SÁÁ eigi að sinna ákveðinni eftirlitsskyldu og sé ekki einungis upp á punt.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira