Innlent

Mikill fjöldi Íslendinga starfandi í Danmörku

Kaupmannahöfn var lengi höfuðborg Íslands.
Kaupmannahöfn var lengi höfuðborg Íslands. MYND/Team Event

Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar störfuðu í Danmörku um síðustu áramót en landið er sem fyrr vinsælasti búsetustaður Íslendinga erlendis. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Flestir starfa við þjónustu við atvinnurekstur en þá starfa einnig margir Íslendingar við félagsþjónustu í Danmörku.

Samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins bjuggu 7.800 Íslendingar í Danmörku um síðustu áramót. Af þeim töldust 3.200 hafa verið starfandi og eitt þúsund í námi. Ekki er vitað hversu margir töldust atvinnulausir.

Flestir starfandi Íslendingar í Danmörku eða 530 manns vinna við þjónustu við atvinnurekstur en innan hennar eru fyrirtæki á borð við bókhalds- og auglýsingastofur og arkitekta- og verkfræðistofur. Næst flestir unnu við félagsþjónustu eða 427 og þá störfuðu 243 við byggingarstarfsemi. Þá unnu 40 íslenskir ríkisborgarar í fjármála- og tryggingastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×