Innlent

Nýr ritstjóri hjá Iceland Review og Atlanticu

Sveinn H. Guðmarsson. Hann mun ekki láta af embætti sem formaður áhugaknattspyrnumannafélagsins Sheffield Tuesday.
Sveinn H. Guðmarsson. Hann mun ekki láta af embætti sem formaður áhugaknattspyrnumannafélagsins Sheffield Tuesday.

Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á Stöð 2, hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Review og Atlanticu, flugblaðs Icelandair. Sveinn tekur við ritstjórn á morgun en forveri hans Krista Mahr lét nýverið af störfum.

Haft er eftir Sveini H. Guðmarssyni í tilkynningu frá Heimi hf, útgáfufélagi Iceland Review og Atlanticu, að hann telji líklegt að bakgrunnur hans í fréttamennsku muni setja mark sitt á ritstjórnarstefnu blaðanna í framtíðinn.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Krista Mahr, fyrrverandi ritstjóri, hafi verið ráðin til fréttaritsins Time magazine.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×