Innlent

Þingsetningu lokið

Setning sumarþings hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30. Í morgun funduðu þingflokkar stjórnarflokkana . Kosið var í nefndir og rædd dagskrá sumarþingsins.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslalands, setti 134. löggjafarþing þjóðarinnar að lokinni guðsþjónustunni, þar sem biskup Íslands, Hr Karl Sigurbjörnssonar þjónaði fyrir altari.

Þingfundi var síðan frestað þar til síðdegis. Þá verður farið yfir kjörbréf þingmanna og þeir undirrita drengskapareiða auk þess sem og skipað er í sæti í þingsal. Þá er kosið í fastanefndir. Þar er um formgjörning að ræða því frágengið er hverjir setjast í nefndir og hvernig formennska í þeim skiptist milli stjórnarflokkana. Á þingflokksfundum flokkana sem hófust nú fyrir hádegi er verið að skipa í þær stöður.

Starfsaldursforseti, Jóhanna Sigurðardóttir, stýrir fundi í upphafi en forseti þingsins er síðan kosinn. Samkomulag er um að Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, gegni því embætti næstu tvö árin.

Fundi er slitið síðdegis en í kvöld klukkan tíu mínútur fyrir átta flytur Geir H Haarde stefnuræðu sína. Í kjölfarið verða umræður um hana og er þeim útvarpað og sjónvarpað.

Hægt er að fylgjast með þingsetningunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×