Innlent

Endurhæfing fyrir einstaklinga með geðraskanir

Frá undirskrift þjónustusamningsins.
Frá undirskrift þjónustusamningsins. MYND/RVK

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert þriggja ára þjónustusamning við AE Starfsendurhæfingu um starfs- og atvinnulega endurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem misst hafa hlutverk í samfélaginu. Markmiðið er að efla virkni og þátttöku þessara einstaklinga í atvinnulífinu.

Samkvæmt tilkynningu frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar byggir starfsemin á hugmyndafræði um sjálfseflingu notenda en um er að ræða sameiginlegan vinnustað fagfólks og notenda. Sköpuð verða verkefni við hæfi hvers og eins og er hugmyndin meðal annars að reka kaffihús.

Starfsemin hefur fengið nafnið Hlutverkasetrið og verður þar ennfremur starfandi þekkingarbanki sem gerir fyrirækjum kleift að leita eftir starfskröftum þeirra einstaklinga sem um ræðir og bjóða þeim tímabundna verkefnavinnu.

Gert er ráð fyrir því í þjónustusamninginum að í Hlutverkasetrinu verði pláss fyrir sex Reykvíkinga á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×