Innlent

Róbert verður aðstoðarmaður samgönguráðherra

MYND/ÞÖK

Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, verður aðstoðarmaður Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra eftir því sem vefurinn Stokkseyri.is greinir frá.

Róbert og Kristján handsöluðu það í bíl ráðherra á Hellisheiði gærkvöld þar sem þeir voru á leið á fund Samfylkingarinnar í Inghól á Selfossi. Kristján mun svo hafa tilkynnt þetta á fundinum. Fram kemur á Stokkseyri.is að ráðherrann hafi á fundinum lýst miklum vilja til þess að gera tvöföldun Suðurlandsvegar að forgangsmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×