Fleiri fréttir Hjón ákærð fyrir þrælahald í New York Vellauðugt par var á þriðjudag ákært fyrir að hafa um árabil haldið tveimur indónesískum konum í þrælkun á heimili sínu í New York. 24.5.2007 10:37 Bretland: Þrír grunaðir hryðjuverkamenn strjúka Breska lögreglan tilkynnti í gærkvöldi að þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem hafa verið í nokkurs konar stofufangelsi hafi strokið. Ákvörðun Scotland Yard um að létta nafnleynd yfir mönnunum þykir benda til hversu alvarlegum augum hvarf mannanna er litið. Tveir þeirra eru bræður manns sem var fangelsaður í síðasta mánuði fyrir að skipuleggja sprengjuárásir í Bretlandi. 24.5.2007 10:37 Rekstur Konukots tryggður til áramóta Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands um áframhaldandi rekstur Konukots næstu sex mánuði. Konukot hefur verið starfandi síðan árið 2004 en þar geta heimilislausar konur leitað athvarfs. 24.5.2007 10:18 Elsti Vestfirðingurinn 103 ára í dag Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði og elsti Vestfirðingurinn, er 103 ára í dag. Fram kemur á vef Bæjarins besta að Torfhildur sem jafnframt fjórði elsti Íslendingurinn. 24.5.2007 10:15 Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. 24.5.2007 10:11 Rannsaka hugsanlegt fuglaflensusmit í Wales Verið er að rannsaka hvort fuglaflensa hafi brotist út í Norður-Wales. Dauðir fuglar fundust Denbighshire-héraði sem er landsbyggðarhérað en breskir miðlar segja lítið annað vitað um málið. 24.5.2007 10:03 Fjórtán prósent dönsku þjóðarinnar glíma við offitu 750 þúsund Danir, eða um 14 prósent dönsku þjóðarinnar, þjást af offitu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Greint er frá niðurstöðunum á vef Jótlandspóstsins en skýrslan var unnin að beiðni heilbrigðisráðuneytis Danmerkur. 24.5.2007 09:55 60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang. 24.5.2007 09:54 Kúrdar sverja af sér sjálfsmorðsárásina í Ankara Aðskilnaðarsamtök Kúrda í Tyrklandi, PKK, sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem segir að samtökin hafi hvergi komið nærri sprengingunni í Ankara á þriðjudaginn var. 23.5.2007 23:27 Umdeild auglýsing frá danska lögregluskólanum Auglýsing frá lögregluskólanum í Danmörku hefur valdið úlfaþyt í Danmörku. Í auglýsingunni er reynt að lokka ungt fólk til náms í skólanum á þeirri forsendu að það fái að nota byssu. Birting auglýsingarinnar þykir koma á heldur slæmum tíma fyrir yfirvöld því lögreglumenn í Danmörku hafa sætt gagnrýni fyrir að vera snöggir til þegar kemur að notkun skotvopna. 23.5.2007 23:08 Ráðist á Íslending í Malaví Íslenskur starfsmaður Þróunarstofnunar Íslands var rændur í Malaví í bænum Monkey Bay við Malavívatn. Frá þessu var greint í seinni fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Allir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið fluttir frá svæðinu og skrifstofu stofnunarinnar hefur verið lokað uns öryggi starfsmanna hefur verið tryggt. 23.5.2007 22:12 Eldur í fjölbýlishúsi í Njarðvík Betur fór en á horfðist í Njarðvík í kvöld þegar eldur kom upp í stigagangi þriggja hæða fjölbýlishúss. Kveikt var í blaðastafla og töluverður reykur myndaðist í húsinu. Nokkuð víst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. 23.5.2007 21:48 Lögreglan engu nær um orsök þess að Cutty Sark brann Breska lögreglan, Scotland Yard, er enn engu nær um hvað olli því að hið sögufræga skip Cutty Sark skemmdist mikið í eldi á dögunum. 23.5.2007 21:18 Starfsmenn Coca-Cola dæmdir fyrir að reyna að selja viðskiptaleyndarmál til Pepsi Tveir fyrrum starfsmenn Coca-Cola voru í dag dæmdir til átta og fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að reyna að selja aðal samkeppnisaðilanum, Pepsi, viðskiptaleyndarmál. 23.5.2007 21:07 AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði nú rétt áðan sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:42 Reykurinn reyndist vera hitavatnsgufa Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var nú fyrir stundu kallað að bátaskýli í Hafnarfirði. Tilkynnt hafði verið um að reykur bærist frá skýlinu en þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um hitavatnsleka var að ræða. 23.5.2007 20:36 Strikað yfir fortíðina varðandi deilur um Írak Þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðandi utanríkisráðherra mættu í Ísland í dag fyrr í kvöld þar sem farið var um víðan völl. 23.5.2007 20:21 Óljóst orðalag í yfirlýsingu um Írak Ísland verður ekki tekið af lista hinna staðföstu þó það hafi verið skýr vilji verðandi utanríkisráðherra fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak en forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ yfirlýsinguna óljósa. 23.5.2007 19:54 Ráðuneytum ekki fækkað þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar Ekki fækkar ráðuneytum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þrátt fyrir að báðir flokkar hafi talað fyrir því. Hins vegar verða ráðneyti sameinuð og málaflokkar færðir til. 23.5.2007 19:32 Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. 23.5.2007 19:01 Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan. 23.5.2007 18:58 Íbúar Napólí í rusli Ítalska borgin Napólí er að fyllast af sorpi. Heilu fjöllin af rusli hafa myndast á götum borgarinnar og fara þau hækkandi með degi hverjum. Ástæðan fyrir þessu er ekki verkfall á meðal sorphirðumanna, heldur sú einfalda staðreynd að ruslahaugar borgarinnar eru fullir. 23.5.2007 18:21 Tónlist.is hefur staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu Útgáfufyrirtækið Sena hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta síðustu daga þess efnis að tónlistarveitan Tónlist.is hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart flytjendum, útgefendum og höfundum. Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu segir í tilkynningunni að Tónlist.is hafi að fullu staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu, og að það hafi fyrirtækið gert frá upphafi. 23.5.2007 17:52 Pilla sem stöðvar tíðarhring Fyrsta getnaðarvarnarpillan sem hönnuð er til að stöðva blæðingar kvenna hefur verið samþykkt til almennrar notkunar í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið studdi samfellda notkun pillunnar Lybrel sem framleidd er af Wyeth. Sé pillan tekin daglega getur hún stöðvað mánaðartíðir auk þess að koma í veg fyrir getnað. 23.5.2007 16:41 Fjöldi fíkniefnabrota fer hratt vaxandi Eignarspjöllum og ölvunarakstursbrotum fjölgaði í síðastliðnum aprílmánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð. Fjöldi fíkniefnabrota hefur farið vaxandi undanfarin tvö ár en 185 brot voru framin í apríl. 23.5.2007 16:36 Sportbarir að fyllast fyrir leik Liverpool og AC Milan Mikil stemning hefur myndast á ölstofum á höfuðborgarsvæðinu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu milli Liverpool og AC Milan. Fyrstu gestir á sportbarnum Players í Kópavogi voru mættir áður en staðurinn opnaði í morgun. Þar bíða nú um 200 manns eftir að leikurinn hefjist. 23.5.2007 16:16 Styttist í stóru stundina í Meistaradeildinni Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum Liverpool og AC Milan sem í kvöld leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. AC Milan hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en Liverpool fimm sinnum Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu. 23.5.2007 16:15 Tyrkneska konan með 12 kg af sprengiefni Kona sem tyrkneska lögreglan tók höndum í suðurhluta Tyrklands í dag áætlaði að gera sjálfsmorðsárás. Konan var handtekin í borginni Adana. Ilhan Atis ríkisstjóri borgarinnar sagði fréttastofunni Anatolian að konan hefði verið með rúmlega 12 kg af sprengiefni, þar af tvær handsprengjur og 12 hvellhettur. 23.5.2007 16:14 Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt. 23.5.2007 15:56 Kærður fyrir vatnsbyssuárás á sænska forsætisráðherrann Sænska leyniþjónustan hefur lagt fram kæru á hendur sjónvarpsmanni fyrir að sprauta úr vatnsbyssu á forsætisráðherra landsins, Fredrik Reinfeldt. 23.5.2007 15:42 Bjóða peningaverðlaun fyrir upplýsingar um innbrot Verktakafyrirtækið Húsbygg hefur heitið þeim sem getur gefið upplýsingar um stórfelld skemmdarverk sem unnin voru í nýbyggingu fyrirtækisins á Akranesi í síðustu viku 100 þúsund krónum í verðlaun. Talið er að tjón af völdum skemmdarvarganna nemi allt að fjórum milljónum króna. 23.5.2007 15:35 Ríkisstjórnarskipti á Bessastöðum á morgun Ákveðið hefur verið að ríkisráðsfundir fari fram á Bessastöðum á morgun klukkan hálfellefu og tvö. Á fyrri fundinum kemur gamla ríkisstjórnin saman, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og þá láta ráðherrar Framsóknarflokks og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins af embætti. Alþingi kemur saman í næstu viku. 23.5.2007 15:13 Fagna breytingum í heilbrigðis- og landbúnaðarmálum Samband ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þó sérstkalega það sem snýr að heilbrigðismálum og landbúnaði. 23.5.2007 14:59 Íranar vanvirða tímamörk SÞ Íranar hafa ekki einungis hunsað tímamörk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stoppa tilraunir með auðgun úrans. Þeir hafa aukið við kjarnorkuáætlun sína og ganga þannig þvert gegn ályktunum öryggisráðsins. 23.5.2007 14:57 Áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun úr sögunni Umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar þýðir að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúrverndarsamtaka Íslands. Hann segir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í umhverfismálum skref í rétta átt en þörf sé á frekari skilgreiningu varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. 23.5.2007 14:47 Hlakkar til að takast á við breytingar með stjórnvöldum Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, líst vel á þau atriði sem snúa að landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hlakka til að takast á við breytingar í samvinnu við stjórnvöld. 23.5.2007 14:45 Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. 23.5.2007 14:33 Verið að festa í sessi núverandi stöðu í sjávarútvegsmálum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að með nýrri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé verið að festa núverandi stöðu í sjávarútvegs- og byggðamálum í sessi. Þá segir hann yfirlýsinguna vera helling af fögrum orðum á blaði en hann viti ekki hvað standi mikið á bak við þau. 23.5.2007 14:17 Hive braut gegn fjarskiptalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að símafyrirtækið Hive hafi brotið gegn fjarskiptalögum þegar það hringdi í bannmerkt símanúmer í tengslum við markaðsstarf sitt. 23.5.2007 13:50 Ópíum gæti orðið stór útflutningsvara Íraka Bændur í suðurhluta Írak eru farnir að rækta ópíum í stað hrísgrjóna. Þetta hefur vakið ótta um að landið gæti orðið stór útflytjandi heróíns, líkt og gerðist í Afghanistan. Breska dagblaðið Independent segir að hrísgrjónabændur við borgina Diwaniya, suður af Bagdad, hafi snúið sér frá hrísgrjónarækt og rækti nú ópíum. 23.5.2007 13:29 Vilja fá svar áður en ráðist verður í umhverfismat Forsvarsmenn Íslensks hátækniiðnaðar þrýsta á um að sveitarfélög á Vestfjörðum svari á næstu mánuðum hvort vilji sé fyrir því að reisa olíuhreinsistöð í landshlutanum áður en fyrirtækið leggur út í umhverfismat. 23.5.2007 13:24 Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. 23.5.2007 13:15 Gleðitíðindi fyrir farsímanotendur í Evrópu Kostnaður við að hringja úr farsíma í Evrópu mun lækka verulega ef ný áætlun Evrópusambandsins gengur í gegn. Lögmenn ESB hafa ákveðið að styðja ákvörðun um að setja þak á rokkandi farsímagjöld. Sú upphæð sem farsímanotendur eru nú rukkaðir fyrir að nota farsímana í útlöndum, mun lækka um allt að 75 prósent. 23.5.2007 12:51 Glitnir telur nýja stjórn umbóta- og velferðarstjórn Greiningardeild Glitnis segir um nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að heilt á litið virðist á ferðinni áframhaldandi frjálslynd umbóta- og velferðarstjórn sem leggi áherslu á góð rekstrarskilyrði fyrirtækja ásamt jöfnuði og bættum hag heimilanna. 23.5.2007 12:35 Sjö bandarískir hermenn létust í Írak Sjö bandarískir hermenn létust í sprengjuárásum í Írak í gær. Flestir létust í vegasprengjum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. Í verstu árásinni létust þrír og tveir slösuðust þegar herdeildin lenti í margföldum sprengingum. Í yfirlýsingu frá hernum var staðsetning árásanna ekki gefin upp. 23.5.2007 12:26 Sjá næstu 50 fréttir
Hjón ákærð fyrir þrælahald í New York Vellauðugt par var á þriðjudag ákært fyrir að hafa um árabil haldið tveimur indónesískum konum í þrælkun á heimili sínu í New York. 24.5.2007 10:37
Bretland: Þrír grunaðir hryðjuverkamenn strjúka Breska lögreglan tilkynnti í gærkvöldi að þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem hafa verið í nokkurs konar stofufangelsi hafi strokið. Ákvörðun Scotland Yard um að létta nafnleynd yfir mönnunum þykir benda til hversu alvarlegum augum hvarf mannanna er litið. Tveir þeirra eru bræður manns sem var fangelsaður í síðasta mánuði fyrir að skipuleggja sprengjuárásir í Bretlandi. 24.5.2007 10:37
Rekstur Konukots tryggður til áramóta Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands um áframhaldandi rekstur Konukots næstu sex mánuði. Konukot hefur verið starfandi síðan árið 2004 en þar geta heimilislausar konur leitað athvarfs. 24.5.2007 10:18
Elsti Vestfirðingurinn 103 ára í dag Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði og elsti Vestfirðingurinn, er 103 ára í dag. Fram kemur á vef Bæjarins besta að Torfhildur sem jafnframt fjórði elsti Íslendingurinn. 24.5.2007 10:15
Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. 24.5.2007 10:11
Rannsaka hugsanlegt fuglaflensusmit í Wales Verið er að rannsaka hvort fuglaflensa hafi brotist út í Norður-Wales. Dauðir fuglar fundust Denbighshire-héraði sem er landsbyggðarhérað en breskir miðlar segja lítið annað vitað um málið. 24.5.2007 10:03
Fjórtán prósent dönsku þjóðarinnar glíma við offitu 750 þúsund Danir, eða um 14 prósent dönsku þjóðarinnar, þjást af offitu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Greint er frá niðurstöðunum á vef Jótlandspóstsins en skýrslan var unnin að beiðni heilbrigðisráðuneytis Danmerkur. 24.5.2007 09:55
60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang. 24.5.2007 09:54
Kúrdar sverja af sér sjálfsmorðsárásina í Ankara Aðskilnaðarsamtök Kúrda í Tyrklandi, PKK, sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem segir að samtökin hafi hvergi komið nærri sprengingunni í Ankara á þriðjudaginn var. 23.5.2007 23:27
Umdeild auglýsing frá danska lögregluskólanum Auglýsing frá lögregluskólanum í Danmörku hefur valdið úlfaþyt í Danmörku. Í auglýsingunni er reynt að lokka ungt fólk til náms í skólanum á þeirri forsendu að það fái að nota byssu. Birting auglýsingarinnar þykir koma á heldur slæmum tíma fyrir yfirvöld því lögreglumenn í Danmörku hafa sætt gagnrýni fyrir að vera snöggir til þegar kemur að notkun skotvopna. 23.5.2007 23:08
Ráðist á Íslending í Malaví Íslenskur starfsmaður Þróunarstofnunar Íslands var rændur í Malaví í bænum Monkey Bay við Malavívatn. Frá þessu var greint í seinni fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Allir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið fluttir frá svæðinu og skrifstofu stofnunarinnar hefur verið lokað uns öryggi starfsmanna hefur verið tryggt. 23.5.2007 22:12
Eldur í fjölbýlishúsi í Njarðvík Betur fór en á horfðist í Njarðvík í kvöld þegar eldur kom upp í stigagangi þriggja hæða fjölbýlishúss. Kveikt var í blaðastafla og töluverður reykur myndaðist í húsinu. Nokkuð víst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. 23.5.2007 21:48
Lögreglan engu nær um orsök þess að Cutty Sark brann Breska lögreglan, Scotland Yard, er enn engu nær um hvað olli því að hið sögufræga skip Cutty Sark skemmdist mikið í eldi á dögunum. 23.5.2007 21:18
Starfsmenn Coca-Cola dæmdir fyrir að reyna að selja viðskiptaleyndarmál til Pepsi Tveir fyrrum starfsmenn Coca-Cola voru í dag dæmdir til átta og fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að reyna að selja aðal samkeppnisaðilanum, Pepsi, viðskiptaleyndarmál. 23.5.2007 21:07
AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði nú rétt áðan sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:42
Reykurinn reyndist vera hitavatnsgufa Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var nú fyrir stundu kallað að bátaskýli í Hafnarfirði. Tilkynnt hafði verið um að reykur bærist frá skýlinu en þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um hitavatnsleka var að ræða. 23.5.2007 20:36
Strikað yfir fortíðina varðandi deilur um Írak Þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðandi utanríkisráðherra mættu í Ísland í dag fyrr í kvöld þar sem farið var um víðan völl. 23.5.2007 20:21
Óljóst orðalag í yfirlýsingu um Írak Ísland verður ekki tekið af lista hinna staðföstu þó það hafi verið skýr vilji verðandi utanríkisráðherra fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak en forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ yfirlýsinguna óljósa. 23.5.2007 19:54
Ráðuneytum ekki fækkað þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar Ekki fækkar ráðuneytum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þrátt fyrir að báðir flokkar hafi talað fyrir því. Hins vegar verða ráðneyti sameinuð og málaflokkar færðir til. 23.5.2007 19:32
Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. 23.5.2007 19:01
Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan. 23.5.2007 18:58
Íbúar Napólí í rusli Ítalska borgin Napólí er að fyllast af sorpi. Heilu fjöllin af rusli hafa myndast á götum borgarinnar og fara þau hækkandi með degi hverjum. Ástæðan fyrir þessu er ekki verkfall á meðal sorphirðumanna, heldur sú einfalda staðreynd að ruslahaugar borgarinnar eru fullir. 23.5.2007 18:21
Tónlist.is hefur staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu Útgáfufyrirtækið Sena hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta síðustu daga þess efnis að tónlistarveitan Tónlist.is hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart flytjendum, útgefendum og höfundum. Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu segir í tilkynningunni að Tónlist.is hafi að fullu staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu, og að það hafi fyrirtækið gert frá upphafi. 23.5.2007 17:52
Pilla sem stöðvar tíðarhring Fyrsta getnaðarvarnarpillan sem hönnuð er til að stöðva blæðingar kvenna hefur verið samþykkt til almennrar notkunar í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið studdi samfellda notkun pillunnar Lybrel sem framleidd er af Wyeth. Sé pillan tekin daglega getur hún stöðvað mánaðartíðir auk þess að koma í veg fyrir getnað. 23.5.2007 16:41
Fjöldi fíkniefnabrota fer hratt vaxandi Eignarspjöllum og ölvunarakstursbrotum fjölgaði í síðastliðnum aprílmánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð. Fjöldi fíkniefnabrota hefur farið vaxandi undanfarin tvö ár en 185 brot voru framin í apríl. 23.5.2007 16:36
Sportbarir að fyllast fyrir leik Liverpool og AC Milan Mikil stemning hefur myndast á ölstofum á höfuðborgarsvæðinu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu milli Liverpool og AC Milan. Fyrstu gestir á sportbarnum Players í Kópavogi voru mættir áður en staðurinn opnaði í morgun. Þar bíða nú um 200 manns eftir að leikurinn hefjist. 23.5.2007 16:16
Styttist í stóru stundina í Meistaradeildinni Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum Liverpool og AC Milan sem í kvöld leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. AC Milan hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en Liverpool fimm sinnum Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld en upphitun fyrir leikinn hefst á Sýn klukkan 18:00. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá upphitun Stöðvar 2 í hádeginu. 23.5.2007 16:15
Tyrkneska konan með 12 kg af sprengiefni Kona sem tyrkneska lögreglan tók höndum í suðurhluta Tyrklands í dag áætlaði að gera sjálfsmorðsárás. Konan var handtekin í borginni Adana. Ilhan Atis ríkisstjóri borgarinnar sagði fréttastofunni Anatolian að konan hefði verið með rúmlega 12 kg af sprengiefni, þar af tvær handsprengjur og 12 hvellhettur. 23.5.2007 16:14
Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt. 23.5.2007 15:56
Kærður fyrir vatnsbyssuárás á sænska forsætisráðherrann Sænska leyniþjónustan hefur lagt fram kæru á hendur sjónvarpsmanni fyrir að sprauta úr vatnsbyssu á forsætisráðherra landsins, Fredrik Reinfeldt. 23.5.2007 15:42
Bjóða peningaverðlaun fyrir upplýsingar um innbrot Verktakafyrirtækið Húsbygg hefur heitið þeim sem getur gefið upplýsingar um stórfelld skemmdarverk sem unnin voru í nýbyggingu fyrirtækisins á Akranesi í síðustu viku 100 þúsund krónum í verðlaun. Talið er að tjón af völdum skemmdarvarganna nemi allt að fjórum milljónum króna. 23.5.2007 15:35
Ríkisstjórnarskipti á Bessastöðum á morgun Ákveðið hefur verið að ríkisráðsfundir fari fram á Bessastöðum á morgun klukkan hálfellefu og tvö. Á fyrri fundinum kemur gamla ríkisstjórnin saman, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og þá láta ráðherrar Framsóknarflokks og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins af embætti. Alþingi kemur saman í næstu viku. 23.5.2007 15:13
Fagna breytingum í heilbrigðis- og landbúnaðarmálum Samband ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þó sérstkalega það sem snýr að heilbrigðismálum og landbúnaði. 23.5.2007 14:59
Íranar vanvirða tímamörk SÞ Íranar hafa ekki einungis hunsað tímamörk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stoppa tilraunir með auðgun úrans. Þeir hafa aukið við kjarnorkuáætlun sína og ganga þannig þvert gegn ályktunum öryggisráðsins. 23.5.2007 14:57
Áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun úr sögunni Umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar þýðir að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúrverndarsamtaka Íslands. Hann segir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í umhverfismálum skref í rétta átt en þörf sé á frekari skilgreiningu varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. 23.5.2007 14:47
Hlakkar til að takast á við breytingar með stjórnvöldum Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, líst vel á þau atriði sem snúa að landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hlakka til að takast á við breytingar í samvinnu við stjórnvöld. 23.5.2007 14:45
Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. 23.5.2007 14:33
Verið að festa í sessi núverandi stöðu í sjávarútvegsmálum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að með nýrri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé verið að festa núverandi stöðu í sjávarútvegs- og byggðamálum í sessi. Þá segir hann yfirlýsinguna vera helling af fögrum orðum á blaði en hann viti ekki hvað standi mikið á bak við þau. 23.5.2007 14:17
Hive braut gegn fjarskiptalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að símafyrirtækið Hive hafi brotið gegn fjarskiptalögum þegar það hringdi í bannmerkt símanúmer í tengslum við markaðsstarf sitt. 23.5.2007 13:50
Ópíum gæti orðið stór útflutningsvara Íraka Bændur í suðurhluta Írak eru farnir að rækta ópíum í stað hrísgrjóna. Þetta hefur vakið ótta um að landið gæti orðið stór útflytjandi heróíns, líkt og gerðist í Afghanistan. Breska dagblaðið Independent segir að hrísgrjónabændur við borgina Diwaniya, suður af Bagdad, hafi snúið sér frá hrísgrjónarækt og rækti nú ópíum. 23.5.2007 13:29
Vilja fá svar áður en ráðist verður í umhverfismat Forsvarsmenn Íslensks hátækniiðnaðar þrýsta á um að sveitarfélög á Vestfjörðum svari á næstu mánuðum hvort vilji sé fyrir því að reisa olíuhreinsistöð í landshlutanum áður en fyrirtækið leggur út í umhverfismat. 23.5.2007 13:24
Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. 23.5.2007 13:15
Gleðitíðindi fyrir farsímanotendur í Evrópu Kostnaður við að hringja úr farsíma í Evrópu mun lækka verulega ef ný áætlun Evrópusambandsins gengur í gegn. Lögmenn ESB hafa ákveðið að styðja ákvörðun um að setja þak á rokkandi farsímagjöld. Sú upphæð sem farsímanotendur eru nú rukkaðir fyrir að nota farsímana í útlöndum, mun lækka um allt að 75 prósent. 23.5.2007 12:51
Glitnir telur nýja stjórn umbóta- og velferðarstjórn Greiningardeild Glitnis segir um nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að heilt á litið virðist á ferðinni áframhaldandi frjálslynd umbóta- og velferðarstjórn sem leggi áherslu á góð rekstrarskilyrði fyrirtækja ásamt jöfnuði og bættum hag heimilanna. 23.5.2007 12:35
Sjö bandarískir hermenn létust í Írak Sjö bandarískir hermenn létust í sprengjuárásum í Írak í gær. Flestir létust í vegasprengjum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. Í verstu árásinni létust þrír og tveir slösuðust þegar herdeildin lenti í margföldum sprengingum. Í yfirlýsingu frá hernum var staðsetning árásanna ekki gefin upp. 23.5.2007 12:26