Áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun úr sögunni 23. maí 2007 14:47 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. MYND/365 Umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar þýðir að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúrverndarsamtaka Íslands. Hann segir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í umhverfismálum skref í rétta átt en þörf sé á frekari skilgreiningu varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. „Það er mjög gott að skýrt sé tekið fram í stefnu ríkisstjórnarinnar að ekki verði snert við Langasjó," sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Fari Langisjór inn í Vatnajökulsþjóðgarðinn og friðlandið í Þjórsárverum stækkað út yfir votlendið eins og stefnan gerir ráð fyrir þýðir það að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni." Árni segir það eitt og sér mikið fagnaðarefni og telur einboðið að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, muni leggja sem fyrst fram frumvarp til laga um að afturkalla virkjunarleyfi vegna Norðlingaölduvirkjunar. „Það verður að teljast sigur fyrir umhverfisvernd í landinu að ekki eigi að snerta við Langasjó og Þjórsárverum." Árni segir margt í umhverfisstefnu hinnar nýju ríkisstjórnar jákvætt en segir þörf á nánari skilgreiningum þegar kemur að markmiðum varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. Til dæmis vanti alveg tímaramma og hversu mikið nákvæmlega á að draga úr losun.„Það vantar inn ártal og magn varðandi gróðurhúsaloftegundir. Það er mikil áskorun fyrir nýjan umhverfisráðherra að setja þessar tölur inn sem fyrst." Árni fagnar ennfremur að ljúka eigi rannsóknum á verndargildi náttúrusvæða en setur spurningarmerki við að hefja eigi skógrækt í stórum stíl. „Skógrækt er líka háð mati á umhverfisáhrifum. Skógrækt í stórum stíl veldur umhverfisáhrifum." Þá telur Árni það gott að unnið verði að aukinni notkun vistvænna ökutækja hér á landi. Hann segir þó nauðsynlegt að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að auðvelda almenningi kaup á vistvænum bílum meðal annars með skattaívilnun af einhverju tagi. Á móti verði þeim refsað sem kaupa óvistvæna bíla. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar þýðir að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúrverndarsamtaka Íslands. Hann segir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í umhverfismálum skref í rétta átt en þörf sé á frekari skilgreiningu varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. „Það er mjög gott að skýrt sé tekið fram í stefnu ríkisstjórnarinnar að ekki verði snert við Langasjó," sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Fari Langisjór inn í Vatnajökulsþjóðgarðinn og friðlandið í Þjórsárverum stækkað út yfir votlendið eins og stefnan gerir ráð fyrir þýðir það að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni." Árni segir það eitt og sér mikið fagnaðarefni og telur einboðið að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, muni leggja sem fyrst fram frumvarp til laga um að afturkalla virkjunarleyfi vegna Norðlingaölduvirkjunar. „Það verður að teljast sigur fyrir umhverfisvernd í landinu að ekki eigi að snerta við Langasjó og Þjórsárverum." Árni segir margt í umhverfisstefnu hinnar nýju ríkisstjórnar jákvætt en segir þörf á nánari skilgreiningum þegar kemur að markmiðum varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. Til dæmis vanti alveg tímaramma og hversu mikið nákvæmlega á að draga úr losun.„Það vantar inn ártal og magn varðandi gróðurhúsaloftegundir. Það er mikil áskorun fyrir nýjan umhverfisráðherra að setja þessar tölur inn sem fyrst." Árni fagnar ennfremur að ljúka eigi rannsóknum á verndargildi náttúrusvæða en setur spurningarmerki við að hefja eigi skógrækt í stórum stíl. „Skógrækt er líka háð mati á umhverfisáhrifum. Skógrækt í stórum stíl veldur umhverfisáhrifum." Þá telur Árni það gott að unnið verði að aukinni notkun vistvænna ökutækja hér á landi. Hann segir þó nauðsynlegt að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að auðvelda almenningi kaup á vistvænum bílum meðal annars með skattaívilnun af einhverju tagi. Á móti verði þeim refsað sem kaupa óvistvæna bíla.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira