Innlent

Hive braut gegn fjarskiptalögum

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að símafyrirtækið Hive hafi brotið gegn fjarskiptalögum þegar það hringdi í bannmerkt símanúmer í tengslum við markaðsstarf sitt.

Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að kvörtun hafi borist frá eiganda númersins um að Hive hefði ítrekað hringt í sig þrátt fyrir að númerið væri bannmerkt í símaskrá.

Hive viðurkenndi að hafa hringt í viðkomandi og sagðist hafa fengið nafn hans á lista sem fyrirtækið hefði keypt af Lánstrausti en Lánstraust hafði ekki samkeyrt listann bannskrá Þjóðskrár.

Komst Póst- og fjarskiptastofnun að því að það leysti Hive ekki undan skyldu sinni að virða bannmerkingar og því hefði fyrirtækið brotið gegn fjarskiptalögum með því að hringja í númerið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×