Verið að festa í sessi núverandi stöðu í sjávarútvegsmálum 23. maí 2007 14:17 MYND/Sigurður Jökull Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að með nýrri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé verið að festa núverandi stöðu í sjávarútvegs- og byggðamálum í sessi. Þá segir hann yfirlýsinguna vera helling af fögrum orðum á blaði en hann viti ekki hvað standi mikið á bak við þau. Guðjón segir að sem landsbyggðarþingmaður hafi hann tekið eftir því að hvergi sé tekið á sjávarútvegskerfinu sem sé að rústa byggðir landsins. Talað sé um að tryggja stöðugleika í sjávarútvegi í stefnuyfirlýsingunni en það sé stöðugleiki fyrir LÍÚ en ekki byggðir landsins. Sjávarútvegsmálin séu nátengd byggðarmálum og miðað við yfirlýsinguna fái ríkisstjórnin falleinkunn í þeim málum hjá honum. Ríkisstjórnin segist í yfirlýsingunni munu leggja áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja og einfalda almannatryggingakerfið. Skoðað verði sérstaklega samspil skatta, bóta, lífeyrisgreiðslna og tekna til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar. Guðjón Arnar segir að frjálslyndir hafi lengi haft skoðanir á þessum málum og ef menn vilji draga úr tekjutengingum og skerðingum í kerfinu og ef orð ríkisstjórnarinnar þýði það séu frjálslyndir tilbúnir til samstarfs. Um stefnuyfirlýsinguna í heild segir Guðjón Arnar að hún sé hellingur af orðum á blaði en hann geti ekki sagt hvað standi mikið á bak við þau. Ef menn séu þó tilbúnir til að endurskoða skattkerfið þannig að láglaunafólk komist að í samfélaginu þá liggi þingmenn frjálslyndra ekki á liði sínu. Um ríkisstjórnina segir Guðjón Arnar að þetta sé allt hið ágætasta fólk en að það hafi komið honum á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki skipað konu í embætti heilbrigðisráðherra. Hann hefði fyrir fram búist við því. Þá segir hann aðspurður um brotthvarf Jóns Sigurðssonar úr stóli formanns Framsóknarflokksins að það hafi ekki komið honum á óvart í ljósi þess að Jón var ekki kjörinn á þing. Hann óski honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þingflokkur frjálslyndra kemur saman í dag til fundar og í næstu viku mun miðstjórn flokksins funda. Guðjón Arnar segir að þar verði niðurstöður kosninganna og staða flokksins eftir þær rædd ásamt stöðu landsbyggðarinnar. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að með nýrri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé verið að festa núverandi stöðu í sjávarútvegs- og byggðamálum í sessi. Þá segir hann yfirlýsinguna vera helling af fögrum orðum á blaði en hann viti ekki hvað standi mikið á bak við þau. Guðjón segir að sem landsbyggðarþingmaður hafi hann tekið eftir því að hvergi sé tekið á sjávarútvegskerfinu sem sé að rústa byggðir landsins. Talað sé um að tryggja stöðugleika í sjávarútvegi í stefnuyfirlýsingunni en það sé stöðugleiki fyrir LÍÚ en ekki byggðir landsins. Sjávarútvegsmálin séu nátengd byggðarmálum og miðað við yfirlýsinguna fái ríkisstjórnin falleinkunn í þeim málum hjá honum. Ríkisstjórnin segist í yfirlýsingunni munu leggja áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja og einfalda almannatryggingakerfið. Skoðað verði sérstaklega samspil skatta, bóta, lífeyrisgreiðslna og tekna til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar. Guðjón Arnar segir að frjálslyndir hafi lengi haft skoðanir á þessum málum og ef menn vilji draga úr tekjutengingum og skerðingum í kerfinu og ef orð ríkisstjórnarinnar þýði það séu frjálslyndir tilbúnir til samstarfs. Um stefnuyfirlýsinguna í heild segir Guðjón Arnar að hún sé hellingur af orðum á blaði en hann geti ekki sagt hvað standi mikið á bak við þau. Ef menn séu þó tilbúnir til að endurskoða skattkerfið þannig að láglaunafólk komist að í samfélaginu þá liggi þingmenn frjálslyndra ekki á liði sínu. Um ríkisstjórnina segir Guðjón Arnar að þetta sé allt hið ágætasta fólk en að það hafi komið honum á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki skipað konu í embætti heilbrigðisráðherra. Hann hefði fyrir fram búist við því. Þá segir hann aðspurður um brotthvarf Jóns Sigurðssonar úr stóli formanns Framsóknarflokksins að það hafi ekki komið honum á óvart í ljósi þess að Jón var ekki kjörinn á þing. Hann óski honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þingflokkur frjálslyndra kemur saman í dag til fundar og í næstu viku mun miðstjórn flokksins funda. Guðjón Arnar segir að þar verði niðurstöður kosninganna og staða flokksins eftir þær rædd ásamt stöðu landsbyggðarinnar.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira