Innlent

Glitnir telur nýja stjórn umbóta- og velferðarstjórn

MYND/Heiða

Greiningardeild Glitnis segir um nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að heilt á litið virðist á ferðinni áframhaldandi frjálslynd umbóta- og velferðarstjórn sem leggi áherslu á góð rekstrarskilyrði fyrirtækja ásamt jöfnuði og bættum hag heimilanna. Stjórnin sé sterk og líkleg til að halda áfram með svipaða stefnu og drifið hefur hagvöxt hér á síðustu árum.

Bent er á að stjórnarsáttmáli kveði á um að eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar sé að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Þá sé markmiðið að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs. Stórframkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verði tímasettar í ljósi þessara markmiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×