Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum 23. maí 2007 13:15 Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í viðtalinu sagði Guðni að honum þætti Samfylkingin hafa gefið undarlega mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega miðað við þá sterku stöðu sem Ingibjörg var í eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Segir hann augljóst að Samfylkingin hafi gefið eftir heilbrigðisráðuneytið og óttast að með því að færa Íbúðalánasjóð undir fjármálaráðuneytið sé verið að stefna að því að leggja sjóðinn niður. Guðni sagði hina nýju stjórn vera hreina hægri stjórn. Hann sagði einboðið að Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður heilbrigðisráðherra, muni hefja einkavæðing í heilbrigðisgeiranum og færa hann í átt til bandaríska kerfisins. Þá lýsti hann yfir áhyggjum vegna ætlunar ríkisstjórnarinnar að færa landgræðslu og skógrækt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins. Sagði hann þessi mál tilheyra bændum og að illa muni fara ef þau verði flutt. Þá sagði Guðni ennfremur að hinn nýi stjórnarsáttmáli væri óljós og dularfullur. Mörg mál væru enn óuppgerð milli stjórnarflokkanna og telur hann þar af leiðandi miklar líkur á átökum seinna á kjörtímabilinu. Að mati Guðna hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Evrópusambandinu og segir hann yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukna umræðu um þau mál gefa vísbendingu um breytta afstöðu flokksins. Guðni tók við embætti formanns Framsóknarflokksins í dag eftir að Jón Sigurðsson lét af embætti. Í viðtalinu sagðist Guðni vissulega hafa viljað taka við formannsembættinu undir öðrum kringumstæðum. Næstu skref hjá flokknum væri að velja nýjan varaformann og safna kröftum fyrir komandi kjörtímabil. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í viðtalinu sagði Guðni að honum þætti Samfylkingin hafa gefið undarlega mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega miðað við þá sterku stöðu sem Ingibjörg var í eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Segir hann augljóst að Samfylkingin hafi gefið eftir heilbrigðisráðuneytið og óttast að með því að færa Íbúðalánasjóð undir fjármálaráðuneytið sé verið að stefna að því að leggja sjóðinn niður. Guðni sagði hina nýju stjórn vera hreina hægri stjórn. Hann sagði einboðið að Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður heilbrigðisráðherra, muni hefja einkavæðing í heilbrigðisgeiranum og færa hann í átt til bandaríska kerfisins. Þá lýsti hann yfir áhyggjum vegna ætlunar ríkisstjórnarinnar að færa landgræðslu og skógrækt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins. Sagði hann þessi mál tilheyra bændum og að illa muni fara ef þau verði flutt. Þá sagði Guðni ennfremur að hinn nýi stjórnarsáttmáli væri óljós og dularfullur. Mörg mál væru enn óuppgerð milli stjórnarflokkanna og telur hann þar af leiðandi miklar líkur á átökum seinna á kjörtímabilinu. Að mati Guðna hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Evrópusambandinu og segir hann yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukna umræðu um þau mál gefa vísbendingu um breytta afstöðu flokksins. Guðni tók við embætti formanns Framsóknarflokksins í dag eftir að Jón Sigurðsson lét af embætti. Í viðtalinu sagðist Guðni vissulega hafa viljað taka við formannsembættinu undir öðrum kringumstæðum. Næstu skref hjá flokknum væri að velja nýjan varaformann og safna kröftum fyrir komandi kjörtímabil.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira