Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum 23. maí 2007 13:15 Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í viðtalinu sagði Guðni að honum þætti Samfylkingin hafa gefið undarlega mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega miðað við þá sterku stöðu sem Ingibjörg var í eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Segir hann augljóst að Samfylkingin hafi gefið eftir heilbrigðisráðuneytið og óttast að með því að færa Íbúðalánasjóð undir fjármálaráðuneytið sé verið að stefna að því að leggja sjóðinn niður. Guðni sagði hina nýju stjórn vera hreina hægri stjórn. Hann sagði einboðið að Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður heilbrigðisráðherra, muni hefja einkavæðing í heilbrigðisgeiranum og færa hann í átt til bandaríska kerfisins. Þá lýsti hann yfir áhyggjum vegna ætlunar ríkisstjórnarinnar að færa landgræðslu og skógrækt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins. Sagði hann þessi mál tilheyra bændum og að illa muni fara ef þau verði flutt. Þá sagði Guðni ennfremur að hinn nýi stjórnarsáttmáli væri óljós og dularfullur. Mörg mál væru enn óuppgerð milli stjórnarflokkanna og telur hann þar af leiðandi miklar líkur á átökum seinna á kjörtímabilinu. Að mati Guðna hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Evrópusambandinu og segir hann yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukna umræðu um þau mál gefa vísbendingu um breytta afstöðu flokksins. Guðni tók við embætti formanns Framsóknarflokksins í dag eftir að Jón Sigurðsson lét af embætti. Í viðtalinu sagðist Guðni vissulega hafa viljað taka við formannsembættinu undir öðrum kringumstæðum. Næstu skref hjá flokknum væri að velja nýjan varaformann og safna kröftum fyrir komandi kjörtímabil. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í viðtalinu sagði Guðni að honum þætti Samfylkingin hafa gefið undarlega mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega miðað við þá sterku stöðu sem Ingibjörg var í eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Segir hann augljóst að Samfylkingin hafi gefið eftir heilbrigðisráðuneytið og óttast að með því að færa Íbúðalánasjóð undir fjármálaráðuneytið sé verið að stefna að því að leggja sjóðinn niður. Guðni sagði hina nýju stjórn vera hreina hægri stjórn. Hann sagði einboðið að Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður heilbrigðisráðherra, muni hefja einkavæðing í heilbrigðisgeiranum og færa hann í átt til bandaríska kerfisins. Þá lýsti hann yfir áhyggjum vegna ætlunar ríkisstjórnarinnar að færa landgræðslu og skógrækt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins. Sagði hann þessi mál tilheyra bændum og að illa muni fara ef þau verði flutt. Þá sagði Guðni ennfremur að hinn nýi stjórnarsáttmáli væri óljós og dularfullur. Mörg mál væru enn óuppgerð milli stjórnarflokkanna og telur hann þar af leiðandi miklar líkur á átökum seinna á kjörtímabilinu. Að mati Guðna hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Evrópusambandinu og segir hann yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukna umræðu um þau mál gefa vísbendingu um breytta afstöðu flokksins. Guðni tók við embætti formanns Framsóknarflokksins í dag eftir að Jón Sigurðsson lét af embætti. Í viðtalinu sagðist Guðni vissulega hafa viljað taka við formannsembættinu undir öðrum kringumstæðum. Næstu skref hjá flokknum væri að velja nýjan varaformann og safna kröftum fyrir komandi kjörtímabil.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira