Fleiri fréttir „Falleg og flott fæðing“ „Þetta var falleg og flott fæðing,“ sagði Friðrik, danski krónprinsinn og nýsleginn faðir í annað sinn á blaðamannfundi í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Eiginkona hans Mary fæddi í dag stúlkubarn og heilsast mægðunum vel. 21.4.2007 16:25 Auðkýfingur snýr aftur til jarðar Bandaríski auðkýfingurinn, Charles Simonyi, sneri aftur til jarðar í dag eftir að dvalið í tvær vikur um borð í ISS, alþjóðlegu geimstöðinni. Charles er fimmti ferðamaðurinn sem fer út í geim en fyrir túrinn greiddi hann rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 21.4.2007 16:00 Mary krónprinsessa búin að fæða Mary krónprinsessa Dana fæddi fyrir stundu stúlkubarn á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt talsmönnum dönsku konungsfjölskyldunnar heilsast mæðgunum vel. 21.4.2007 15:06 Jónína Bjartmarz nær ekki inn Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmi suður samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir bæta við sig þingmanni. 21.4.2007 14:57 Lögregla stöðvar ökuferð tveggja unglinga Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í morgun ökuferð tveggja unglingspilta í Breiðholtinu. Drengirnir, sem eru á 15. og 16. aldursári, voru að sögn lögreglunnar í annarlegu ástandi. 21.4.2007 14:19 Mary krónprinssessa í fæðingu Mary krónprinsessa Dana var lögð inn á spítala nú skömmu fyrir hádegi. Reiknað er með að nýr erfingi dönsku konungsfjölskyldunnar komi í heiminn seinna í dag. 21.4.2007 13:37 Vilja að sveitarfélögin leggi 100 milljónir í betra gólf Öll körfuboltalið landsins í efstu deild karla og kvenna skulu leika á parketgólfi en ekki dúk, frá og með keppnistímabilinu 2008 til 2009 samkvæmt tillögum sem liggja fyrir ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Talið er að heildarkostnaður vegna þessa sé um 100 milljónir króna og mun hann falla á sveitarfélögin. 21.4.2007 13:21 Mikil fjölgun farþega um Egilsstaðaflugvöll Farþegum sem fara um Egilsstaðaflugvöll hefur fjölgað um 150 prósent á undanförnum fjórum árum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fjölgunin verið 17 prósent. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á flugvellinum. 21.4.2007 13:11 Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð. 21.4.2007 13:00 Borgin vill kaupa húsin sem brunnu Borgaryfirvöld hafa ákveðið að hefja viðræður við eigendur húsanna tveggja sem brunnu síðastliðinn miðvikudag í miðbæ Reykjavíkur um kaup á lóðunum tveimur í þeim tilgangi að hefja uppbyggingu þar sem fyrst. Samningaviðræður hefjast í næstu viku. 21.4.2007 12:56 Fjölskyldan gjörsamlega miður sín Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkum ástvinar síns. 21.4.2007 12:30 Allt að tólf milljón króna tjón í bruna Talið er að það tjón sem varð þegar kviknaði í þjónustuhúsi Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti í nótt nemi allt að tólf milljónum króna. Að sögn framkvæmdastjóri klúbbsins var búið að leggja mikla fjármuni í húsið sem nú er talið nánast gjörónýtt. 21.4.2007 12:00 Gæsluþyrla sækir slasaðan bónda í Skáleyjar Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í Skáleyjar á Breiðafirði í gærkvöldi vegna 75 ára gamals manns sem hafði fallið í stórgrýti og slasast. 21.4.2007 11:50 20 milljóna bónus ef tekst að flýta Tröllatunguvegi Vegagerðin hefur gengið frá verksamningi við lægstbjóðanda, Ingileif Jónsson ehf., um Tröllatunguveg, sem styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fjörutíu kílómetra. Verktakanum býðst að fá tuttugu milljóna króna bónus, takist honum að koma bundnu slitlagi á veginn fyrir 1. september á næsta ári. 21.4.2007 11:46 Castro að hressast Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, átti í gær klukkustundarlangan fund með háttsettum kínverskum erindreka í Havana í gær. Castro hefur ekki sést opinberlega í níu mánuði og um tíma var óttast að hann væri við dauðans dyr. 21.4.2007 11:45 Þriðjungur borgarbúa flúinn Ekkert lát virðist á átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Undanfarna þrjá daga hafa á annað hundrað manns týnt lífi í bardögum íslamista og sómalska stjórnarhersins, studdum af eþíópískum hersveitum. 21.4.2007 11:30 Missti stjórn á bílnum og hafnaði út í sjó Ökumaður á Djúpavogi missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og hafnaði út í sjó. Þegar lögregluna bar að garði var ökumaðurinn á bak og burt. Grunur leikur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. 21.4.2007 11:06 Fjölskylda Cho harmar fjöldamorðin Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagðist slegin miklum harmi vegna voðaverkanna sem ástvinur þeirra vann. 21.4.2007 11:00 Pólskur hermaður lét lífið í Írak Pólskur hermaður lét lífið og fjórir særðust í sprengjuárás í gær nálægt bænum Diwaniya í Írak. Alls hafa því 3.585 hermenn úr liði bandamanna látið lífið í Írak frá því innrásin hófst fyrir fjórum árum. 21.4.2007 10:39 Skaut gísl og stytti sér svo aldur Umsátri lögreglunnar í Houston í Texas um Johnson-geimferðamiðstöð NASA lauk í nótt með að gíslatökumaðurinn sem þar var innandyra skaut annan gísl sinn til bana og stytti sér svo aldur. 21.4.2007 10:30 Landeigendur vilja svör frá ráðherra Landssamtök landeigenda hafa óskað eftir fundi með fjármálaráðherra til að ítreka kröfu sína að lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda verði breytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 21.4.2007 10:16 Kjörfundur hafinn í Nígeríu Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum. 21.4.2007 09:59 Grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna Tveir ökumenn voru handteknir í Keflavík í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefni. Tekið var blóðsýni úr þeim báðum. 21.4.2007 09:49 Skíðlogandi útikamar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að eldur kviknaði í útikamri Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Kamarinn er staðsettur á golfvellinum nánar tiltekið við teig númer tíu og stóð hann í ljósum logum þegar slökkviliðið bar að garði. 21.4.2007 09:46 Brotist út úr Menntaskólanum í Hamrahlíð Brotist var inn í nýbyggingu Menntaskólans í Hamrahlíð í gærkvöldi og komst þjófurinn undan með tölvuskjá. Talið er að þjófurinn hafi komið sér fyrir í byggingunni áður en henni var læst í gærkvöldi. 21.4.2007 09:28 Fórnarlambanna minnst með þögn Algjör þögn ríkti á háskólasvæði Virginíu Tækniháskólans á hádegi í dag við upphaf minningarathafnar sem þar fór fram. Hundruð stúdenta af svæðinu og íbúar í kring, söfnuðust saman við skólann, til að minnast þeirra þrjátíu og tveggja sem létu lífið í skotárás í skólanum á mánudaginn. 20.4.2007 20:53 Rice opin fyrir beinum viðræðum við Írana Condoleezza Rice, varnarmálaherra Bandaríkjanna, er opin fyrir beinum viðræðum við Írana. Rice ætlar að funda með nágrönnum Írana, Egyptum, í næsta mánuði. Opinber heimsókn Rice til Egyptalands verður dagana 1. til 4. maí. 20.4.2007 20:43 Margir vilja leika í Óvitunum Hvorki fleiri né færri en 450 ungmenni freistuðu gæfunnar í dag í von um að fá barnahlutverk Í Óvitum hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikhússtjórinn er agndofa yfir áhuganum. 20.4.2007 20:30 Nýtt hverfi rís í Garðabæ Nýtt hverfi mun á næstu árum rísa í Urriðaholti í Garðabæ. Alls er gert ráð fyrir rúmlega sextán hundruð íbúðum á svæðinu og auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfismál á svæðinu. 20.4.2007 20:15 Verksmiðjan ekki tilbúin að fullu fyrr en um áramótin Þótt framleiðsla sé hafin í Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði, er enn verið að byggja verksmiðjuna, sem verður ekki fulllokið fyrr en um áramótin. Mikill meirihluti af landsvæði Fjarðaáls verður gróið land. 20.4.2007 20:00 Hollusta pensíms verður stöðugt ljósari Niðurstöður nýrra rannsókna á pensími, íslensku efni sem unnið er úr þorskensímum, benda til að það geti unnið á flensustofnum sem herja á menn, jafnvel kvefi. Áður hefur verið sýnt fram á að pensím drepur fuglaflensuveirur. 20.4.2007 19:30 Afleiðingar höfuðhöggs Jónasar metnar Lögmaður Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, óskaði eftir því að dómkvaddir matsmenn legðu mat á hvort Jónas hafi verið fær um að taka meðvitaðar rökréttar ákvarðanir eftir slysið á Viðeyjarsundi sökum höfuðhöggs sem hann hlaut. Mál Jónasar var tekið fyrir í Hæstarétti í morgun. 20.4.2007 19:30 Óákveðnir gætu ráðið úrslitum Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. 20.4.2007 19:15 Sjá helst sóknarfæri í virkjunarlóni sem nú telst umhverfisslys Frambjóðendur þeirra tveggja flokka sem helst kenna sig við umhverfisvernd hafa, spurðir um sóknarfærin í atvinnumálum, sérstaklega nefnt Bláa lónið. Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja segir að samkvæmt gildandi lögum sé Bláa lónið umhverfisslys, sem yrði ekki leyft í dag. 20.4.2007 19:06 Ekki innlend mengunarheimild fyrir olíuhreinsistöð Ekki er svigrúm er fyrir mikla mengun gróðurhúsalofttegunda frá olíuhreinsistöð miðað við núgildandi lög og alþjóðasamninga. Slík stöð yrði að leggja með sér mengunarkvóta frá öðru ríki eða kaupa hann á markaði. 20.4.2007 18:35 Byggt upp í sömu mynd Hreinsun á brunarústunum við Lækjartorg hafa verið stöðvaðar á meðan ákveðið er hvernig verður staðið að enduruppbyggingu á svæðinu. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að byggt verði upp í sem næst upprunalegri mynd og munu beita skipulagsvaldi, ef með þarf, til að fylgja þeirri stefnu eftir. Rannsókn á stórbrunanum stendur yfir og er íkveikja nú ekki útilokuð frekar en aðrar orsakir. 20.4.2007 18:32 Voru eldsupptökin ekki í Fröken Reykjavík? Myndir sem birtar hafa verið á netinu gefa til kynna að eldurinn í húsasamstæðunni á horni Austurstrætis og Lækjargötu hafi hugsanlega ekki átt upptök sín í söluturninum Fröken Reykjavík eins og gefið hefur verið til kynna í fréttum. Myndirnar sýna að klukkan sex mínútur fyrir tvö, um það leyti sem tilkynnt var um eldinn, voru menn komnir upp á þak veitingahússins Pravda. Þeir virðast vera að huga að eldinum. 20.4.2007 18:26 Hátt í 100 manns án atvinnu Hátt í eitt hundrað manns misstu vinnuna eftir brunann í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag. Tveir stærstu veitingastaðirnir sem brunnu höfðu hátt í 70 starfsmenn. Þeir eru báðir með tryggingu sem tryggir starfsmönnum laun á meðan þeir eru í atvinnuleit. 20.4.2007 18:21 Meintur þjófur á lyfjum ekur í gin ljónsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn fyrir lyfjaakstur síðdegis í gær. Það sem gerir mál hans fremur sérstakt er vettvangur brotsins en maðurinn var stöðvaður í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Þangað hafði hann komið til að hitta kunningja sinn að máli en sá var í haldi lögreglu sem hafði stöðvað hann nokkru áður fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Ekkert varð af fundum félaganna en sá fyrrnefndi sneri þá frá en birtist svo skömmu síðar undir stýri bifreiðar sem hann hafði ekið inn í port lögreglustöðvarinnar. Akstur hans var umsvifalaust stöðvaður og maðurinn handtekinn en hann var í annarlegu ástandi. Af kunningjanum er það að segja að í bíl hans fannst allnokkuð af munum sem taldir eru vera þýfi úr innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Munirnir voru haldlagðir. 20.4.2007 18:11 Nýsjálendingur tjaldaði á einkalóð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í austurborgina í gærmorgun en þar hafði karlmaður reist tjald og lét fara vel um sig. Maðurinn, sem reyndist vera ferðamaður frá Nýja-Sjálandi, var að elda sér morgunverð þegar lögreglumenn komu á vettvang. Honum var leyft að klára árbítinn en gert grein fyrir að þarna gæti hann ekki dvalist. Hann hafði tjaldað á einkalóð. Ekki er vitað hvar hann gisti í nótt en tjaldsvæði eru almennt ekki opnuð fyrr en um miðjan maí. Ferðamaðurinn er ekki fyrsti tjaldbúinn sem lögregla hefur afskipti af þetta vorið. Á dögunum bárust fréttir af tjaldi í útjaðri borgarinnar en þar var smá gleðskapur í gangi þegar að var komið. Allt fór friðsamlega fram og ekki þótti ástæða til frekari afskipta en þeir tjaldbúar höfðu í önnur hús að venda yfir nóttina. 20.4.2007 18:03 Olíuhreinsað um helgina á strandstað Muuga Engin bráðahætta stafar af olíunni sem kom í ljós á strandstað Wilson Muuga þegar hann náðist á flot. Starfsmaður frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja kannaði aðstæður við strandstað á miðvikudaginn. Samkvæmt mati hans var ekki um bráðahættu að ræða. Í dag fóru fulltrúar frá Umhverfisstofnun ásamt starfsmanni Heilbrigðiseftilitsins á vettvang til að meta umfang nauðsynlegra hreinsunaraðgerða. Hreinsa þarf olíu úr fjörunni og fjarlæga nokkuð af þangi/þara á takmörkuðu svæði fyrir sunnan Gerðakotstjörn. Hreinsun verður framkvæmd um helgina. 20.4.2007 17:56 Gleymdi hverjum hann lánaði bílinn - Kærði þjófnað Karlmaður á miðjum aldri kom á lögreglustöð í gær til að kæra þjófnað á bíl. Þegar betur var að gáð reyndist maðurinn hafa lánað bílinn sinn fyrir hálfum mánuði. Þá var maðurinn við drykkju og mundi nú öll málsatvik að því undanskildu hver fékk bílinn að láni. Með hjálp lögreglu tókst að finna bílinn sem er nú væntanlega kominn aftur í réttar hendur. Í gær var sömuleiðis tilkynnt um skemmdir á innanstokksmunum í íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Húsráðandi hafði brugðið sér frá í sólarhring en á meðan dundu ósköpin yfir. Við rannsókn kom hinsvegar í ljós að ekki var um innbrot að ræða. Annar heimilismaður hafði drukkið ótæpilega og reyndist sá sekur í málinu. Tjónvaldurinn viðurkenndi verknaðinn en gat engar skýringar gefið aðrar en þær að um ölæði hefði verið að ræða. 20.4.2007 17:41 Óheppileg þýðingarvilla Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; "Nigger brown." 20.4.2007 16:33 Bráðasveit landamæravarða Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í dag að stofna 450 manna bráðasveit landamæravarða. Sveitina verður hægt að senda til landa eins og Spánar, ef fyrirsjáanlegt að mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda sé að hellast yfir landið. Á síðasta ári komu 31.000 ólöglegir innflytjendur til Spánar. 20.4.2007 16:27 Rúmlega 450 börn skráðu sig í áheyrnarprufu hjá LA Rúmlega 450 ungmenni skráðu sig í áheyrnarprufu hjá Leikfélagi Akureyrar í dag vegna þátttöku í leiksýningunni Óvitar. Löng biðröð myndaðist fyrir framan hús leikfélagsins áður en skráningar hófust. 20.4.2007 16:05 Sjá næstu 50 fréttir
„Falleg og flott fæðing“ „Þetta var falleg og flott fæðing,“ sagði Friðrik, danski krónprinsinn og nýsleginn faðir í annað sinn á blaðamannfundi í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Eiginkona hans Mary fæddi í dag stúlkubarn og heilsast mægðunum vel. 21.4.2007 16:25
Auðkýfingur snýr aftur til jarðar Bandaríski auðkýfingurinn, Charles Simonyi, sneri aftur til jarðar í dag eftir að dvalið í tvær vikur um borð í ISS, alþjóðlegu geimstöðinni. Charles er fimmti ferðamaðurinn sem fer út í geim en fyrir túrinn greiddi hann rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 21.4.2007 16:00
Mary krónprinsessa búin að fæða Mary krónprinsessa Dana fæddi fyrir stundu stúlkubarn á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt talsmönnum dönsku konungsfjölskyldunnar heilsast mæðgunum vel. 21.4.2007 15:06
Jónína Bjartmarz nær ekki inn Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmi suður samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir bæta við sig þingmanni. 21.4.2007 14:57
Lögregla stöðvar ökuferð tveggja unglinga Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í morgun ökuferð tveggja unglingspilta í Breiðholtinu. Drengirnir, sem eru á 15. og 16. aldursári, voru að sögn lögreglunnar í annarlegu ástandi. 21.4.2007 14:19
Mary krónprinssessa í fæðingu Mary krónprinsessa Dana var lögð inn á spítala nú skömmu fyrir hádegi. Reiknað er með að nýr erfingi dönsku konungsfjölskyldunnar komi í heiminn seinna í dag. 21.4.2007 13:37
Vilja að sveitarfélögin leggi 100 milljónir í betra gólf Öll körfuboltalið landsins í efstu deild karla og kvenna skulu leika á parketgólfi en ekki dúk, frá og með keppnistímabilinu 2008 til 2009 samkvæmt tillögum sem liggja fyrir ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Talið er að heildarkostnaður vegna þessa sé um 100 milljónir króna og mun hann falla á sveitarfélögin. 21.4.2007 13:21
Mikil fjölgun farþega um Egilsstaðaflugvöll Farþegum sem fara um Egilsstaðaflugvöll hefur fjölgað um 150 prósent á undanförnum fjórum árum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fjölgunin verið 17 prósent. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á flugvellinum. 21.4.2007 13:11
Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð. 21.4.2007 13:00
Borgin vill kaupa húsin sem brunnu Borgaryfirvöld hafa ákveðið að hefja viðræður við eigendur húsanna tveggja sem brunnu síðastliðinn miðvikudag í miðbæ Reykjavíkur um kaup á lóðunum tveimur í þeim tilgangi að hefja uppbyggingu þar sem fyrst. Samningaviðræður hefjast í næstu viku. 21.4.2007 12:56
Fjölskyldan gjörsamlega miður sín Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkum ástvinar síns. 21.4.2007 12:30
Allt að tólf milljón króna tjón í bruna Talið er að það tjón sem varð þegar kviknaði í þjónustuhúsi Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti í nótt nemi allt að tólf milljónum króna. Að sögn framkvæmdastjóri klúbbsins var búið að leggja mikla fjármuni í húsið sem nú er talið nánast gjörónýtt. 21.4.2007 12:00
Gæsluþyrla sækir slasaðan bónda í Skáleyjar Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í Skáleyjar á Breiðafirði í gærkvöldi vegna 75 ára gamals manns sem hafði fallið í stórgrýti og slasast. 21.4.2007 11:50
20 milljóna bónus ef tekst að flýta Tröllatunguvegi Vegagerðin hefur gengið frá verksamningi við lægstbjóðanda, Ingileif Jónsson ehf., um Tröllatunguveg, sem styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fjörutíu kílómetra. Verktakanum býðst að fá tuttugu milljóna króna bónus, takist honum að koma bundnu slitlagi á veginn fyrir 1. september á næsta ári. 21.4.2007 11:46
Castro að hressast Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, átti í gær klukkustundarlangan fund með háttsettum kínverskum erindreka í Havana í gær. Castro hefur ekki sést opinberlega í níu mánuði og um tíma var óttast að hann væri við dauðans dyr. 21.4.2007 11:45
Þriðjungur borgarbúa flúinn Ekkert lát virðist á átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Undanfarna þrjá daga hafa á annað hundrað manns týnt lífi í bardögum íslamista og sómalska stjórnarhersins, studdum af eþíópískum hersveitum. 21.4.2007 11:30
Missti stjórn á bílnum og hafnaði út í sjó Ökumaður á Djúpavogi missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og hafnaði út í sjó. Þegar lögregluna bar að garði var ökumaðurinn á bak og burt. Grunur leikur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. 21.4.2007 11:06
Fjölskylda Cho harmar fjöldamorðin Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagðist slegin miklum harmi vegna voðaverkanna sem ástvinur þeirra vann. 21.4.2007 11:00
Pólskur hermaður lét lífið í Írak Pólskur hermaður lét lífið og fjórir særðust í sprengjuárás í gær nálægt bænum Diwaniya í Írak. Alls hafa því 3.585 hermenn úr liði bandamanna látið lífið í Írak frá því innrásin hófst fyrir fjórum árum. 21.4.2007 10:39
Skaut gísl og stytti sér svo aldur Umsátri lögreglunnar í Houston í Texas um Johnson-geimferðamiðstöð NASA lauk í nótt með að gíslatökumaðurinn sem þar var innandyra skaut annan gísl sinn til bana og stytti sér svo aldur. 21.4.2007 10:30
Landeigendur vilja svör frá ráðherra Landssamtök landeigenda hafa óskað eftir fundi með fjármálaráðherra til að ítreka kröfu sína að lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda verði breytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 21.4.2007 10:16
Kjörfundur hafinn í Nígeríu Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum. 21.4.2007 09:59
Grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna Tveir ökumenn voru handteknir í Keflavík í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefni. Tekið var blóðsýni úr þeim báðum. 21.4.2007 09:49
Skíðlogandi útikamar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að eldur kviknaði í útikamri Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Kamarinn er staðsettur á golfvellinum nánar tiltekið við teig númer tíu og stóð hann í ljósum logum þegar slökkviliðið bar að garði. 21.4.2007 09:46
Brotist út úr Menntaskólanum í Hamrahlíð Brotist var inn í nýbyggingu Menntaskólans í Hamrahlíð í gærkvöldi og komst þjófurinn undan með tölvuskjá. Talið er að þjófurinn hafi komið sér fyrir í byggingunni áður en henni var læst í gærkvöldi. 21.4.2007 09:28
Fórnarlambanna minnst með þögn Algjör þögn ríkti á háskólasvæði Virginíu Tækniháskólans á hádegi í dag við upphaf minningarathafnar sem þar fór fram. Hundruð stúdenta af svæðinu og íbúar í kring, söfnuðust saman við skólann, til að minnast þeirra þrjátíu og tveggja sem létu lífið í skotárás í skólanum á mánudaginn. 20.4.2007 20:53
Rice opin fyrir beinum viðræðum við Írana Condoleezza Rice, varnarmálaherra Bandaríkjanna, er opin fyrir beinum viðræðum við Írana. Rice ætlar að funda með nágrönnum Írana, Egyptum, í næsta mánuði. Opinber heimsókn Rice til Egyptalands verður dagana 1. til 4. maí. 20.4.2007 20:43
Margir vilja leika í Óvitunum Hvorki fleiri né færri en 450 ungmenni freistuðu gæfunnar í dag í von um að fá barnahlutverk Í Óvitum hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikhússtjórinn er agndofa yfir áhuganum. 20.4.2007 20:30
Nýtt hverfi rís í Garðabæ Nýtt hverfi mun á næstu árum rísa í Urriðaholti í Garðabæ. Alls er gert ráð fyrir rúmlega sextán hundruð íbúðum á svæðinu og auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfismál á svæðinu. 20.4.2007 20:15
Verksmiðjan ekki tilbúin að fullu fyrr en um áramótin Þótt framleiðsla sé hafin í Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði, er enn verið að byggja verksmiðjuna, sem verður ekki fulllokið fyrr en um áramótin. Mikill meirihluti af landsvæði Fjarðaáls verður gróið land. 20.4.2007 20:00
Hollusta pensíms verður stöðugt ljósari Niðurstöður nýrra rannsókna á pensími, íslensku efni sem unnið er úr þorskensímum, benda til að það geti unnið á flensustofnum sem herja á menn, jafnvel kvefi. Áður hefur verið sýnt fram á að pensím drepur fuglaflensuveirur. 20.4.2007 19:30
Afleiðingar höfuðhöggs Jónasar metnar Lögmaður Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, óskaði eftir því að dómkvaddir matsmenn legðu mat á hvort Jónas hafi verið fær um að taka meðvitaðar rökréttar ákvarðanir eftir slysið á Viðeyjarsundi sökum höfuðhöggs sem hann hlaut. Mál Jónasar var tekið fyrir í Hæstarétti í morgun. 20.4.2007 19:30
Óákveðnir gætu ráðið úrslitum Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. 20.4.2007 19:15
Sjá helst sóknarfæri í virkjunarlóni sem nú telst umhverfisslys Frambjóðendur þeirra tveggja flokka sem helst kenna sig við umhverfisvernd hafa, spurðir um sóknarfærin í atvinnumálum, sérstaklega nefnt Bláa lónið. Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja segir að samkvæmt gildandi lögum sé Bláa lónið umhverfisslys, sem yrði ekki leyft í dag. 20.4.2007 19:06
Ekki innlend mengunarheimild fyrir olíuhreinsistöð Ekki er svigrúm er fyrir mikla mengun gróðurhúsalofttegunda frá olíuhreinsistöð miðað við núgildandi lög og alþjóðasamninga. Slík stöð yrði að leggja með sér mengunarkvóta frá öðru ríki eða kaupa hann á markaði. 20.4.2007 18:35
Byggt upp í sömu mynd Hreinsun á brunarústunum við Lækjartorg hafa verið stöðvaðar á meðan ákveðið er hvernig verður staðið að enduruppbyggingu á svæðinu. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að byggt verði upp í sem næst upprunalegri mynd og munu beita skipulagsvaldi, ef með þarf, til að fylgja þeirri stefnu eftir. Rannsókn á stórbrunanum stendur yfir og er íkveikja nú ekki útilokuð frekar en aðrar orsakir. 20.4.2007 18:32
Voru eldsupptökin ekki í Fröken Reykjavík? Myndir sem birtar hafa verið á netinu gefa til kynna að eldurinn í húsasamstæðunni á horni Austurstrætis og Lækjargötu hafi hugsanlega ekki átt upptök sín í söluturninum Fröken Reykjavík eins og gefið hefur verið til kynna í fréttum. Myndirnar sýna að klukkan sex mínútur fyrir tvö, um það leyti sem tilkynnt var um eldinn, voru menn komnir upp á þak veitingahússins Pravda. Þeir virðast vera að huga að eldinum. 20.4.2007 18:26
Hátt í 100 manns án atvinnu Hátt í eitt hundrað manns misstu vinnuna eftir brunann í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag. Tveir stærstu veitingastaðirnir sem brunnu höfðu hátt í 70 starfsmenn. Þeir eru báðir með tryggingu sem tryggir starfsmönnum laun á meðan þeir eru í atvinnuleit. 20.4.2007 18:21
Meintur þjófur á lyfjum ekur í gin ljónsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn fyrir lyfjaakstur síðdegis í gær. Það sem gerir mál hans fremur sérstakt er vettvangur brotsins en maðurinn var stöðvaður í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Þangað hafði hann komið til að hitta kunningja sinn að máli en sá var í haldi lögreglu sem hafði stöðvað hann nokkru áður fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Ekkert varð af fundum félaganna en sá fyrrnefndi sneri þá frá en birtist svo skömmu síðar undir stýri bifreiðar sem hann hafði ekið inn í port lögreglustöðvarinnar. Akstur hans var umsvifalaust stöðvaður og maðurinn handtekinn en hann var í annarlegu ástandi. Af kunningjanum er það að segja að í bíl hans fannst allnokkuð af munum sem taldir eru vera þýfi úr innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Munirnir voru haldlagðir. 20.4.2007 18:11
Nýsjálendingur tjaldaði á einkalóð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í austurborgina í gærmorgun en þar hafði karlmaður reist tjald og lét fara vel um sig. Maðurinn, sem reyndist vera ferðamaður frá Nýja-Sjálandi, var að elda sér morgunverð þegar lögreglumenn komu á vettvang. Honum var leyft að klára árbítinn en gert grein fyrir að þarna gæti hann ekki dvalist. Hann hafði tjaldað á einkalóð. Ekki er vitað hvar hann gisti í nótt en tjaldsvæði eru almennt ekki opnuð fyrr en um miðjan maí. Ferðamaðurinn er ekki fyrsti tjaldbúinn sem lögregla hefur afskipti af þetta vorið. Á dögunum bárust fréttir af tjaldi í útjaðri borgarinnar en þar var smá gleðskapur í gangi þegar að var komið. Allt fór friðsamlega fram og ekki þótti ástæða til frekari afskipta en þeir tjaldbúar höfðu í önnur hús að venda yfir nóttina. 20.4.2007 18:03
Olíuhreinsað um helgina á strandstað Muuga Engin bráðahætta stafar af olíunni sem kom í ljós á strandstað Wilson Muuga þegar hann náðist á flot. Starfsmaður frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja kannaði aðstæður við strandstað á miðvikudaginn. Samkvæmt mati hans var ekki um bráðahættu að ræða. Í dag fóru fulltrúar frá Umhverfisstofnun ásamt starfsmanni Heilbrigðiseftilitsins á vettvang til að meta umfang nauðsynlegra hreinsunaraðgerða. Hreinsa þarf olíu úr fjörunni og fjarlæga nokkuð af þangi/þara á takmörkuðu svæði fyrir sunnan Gerðakotstjörn. Hreinsun verður framkvæmd um helgina. 20.4.2007 17:56
Gleymdi hverjum hann lánaði bílinn - Kærði þjófnað Karlmaður á miðjum aldri kom á lögreglustöð í gær til að kæra þjófnað á bíl. Þegar betur var að gáð reyndist maðurinn hafa lánað bílinn sinn fyrir hálfum mánuði. Þá var maðurinn við drykkju og mundi nú öll málsatvik að því undanskildu hver fékk bílinn að láni. Með hjálp lögreglu tókst að finna bílinn sem er nú væntanlega kominn aftur í réttar hendur. Í gær var sömuleiðis tilkynnt um skemmdir á innanstokksmunum í íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Húsráðandi hafði brugðið sér frá í sólarhring en á meðan dundu ósköpin yfir. Við rannsókn kom hinsvegar í ljós að ekki var um innbrot að ræða. Annar heimilismaður hafði drukkið ótæpilega og reyndist sá sekur í málinu. Tjónvaldurinn viðurkenndi verknaðinn en gat engar skýringar gefið aðrar en þær að um ölæði hefði verið að ræða. 20.4.2007 17:41
Óheppileg þýðingarvilla Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; "Nigger brown." 20.4.2007 16:33
Bráðasveit landamæravarða Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í dag að stofna 450 manna bráðasveit landamæravarða. Sveitina verður hægt að senda til landa eins og Spánar, ef fyrirsjáanlegt að mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda sé að hellast yfir landið. Á síðasta ári komu 31.000 ólöglegir innflytjendur til Spánar. 20.4.2007 16:27
Rúmlega 450 börn skráðu sig í áheyrnarprufu hjá LA Rúmlega 450 ungmenni skráðu sig í áheyrnarprufu hjá Leikfélagi Akureyrar í dag vegna þátttöku í leiksýningunni Óvitar. Löng biðröð myndaðist fyrir framan hús leikfélagsins áður en skráningar hófust. 20.4.2007 16:05