Innlent

Olíuhreinsað um helgina á strandstað Muuga

MYND/Víkurfréttir
Engin bráðahætta stafar af olíunni sem kom í ljós á strandstað Wilson Muuga þegar hann náðist á flot. Starfsmaður frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja kannaði aðstæður við strandstað á miðvikudaginn. Samkvæmt mati hans var ekki um bráðahættu að ræða. Í dag fóru fulltrúar frá Umhverfisstofnun ásamt starfsmanni Heilbrigðiseftilitsins á vettvang til að meta umfang nauðsynlegra hreinsunaraðgerða. Þá kom í ljós að hreinsa þarf olíu úr fjörunni og fjarlæga nokkuð af þangi/þara á takmörkuðu svæði fyrir sunnan Gerðakotstjörn. Það verður gert um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×