Innlent

Voru eldsupptökin ekki í Fröken Reykjavík?

Myndin sýnir menn á þaki Pravda kl um kl. 13:54 og reyk virðist leggja frá því húsi.
Myndin sýnir menn á þaki Pravda kl um kl. 13:54 og reyk virðist leggja frá því húsi.

Myndir sem birtar hafa verið á netinu gefa til kynna að eldurinn í húsasamstæðunni á horni Austurstrætis og Lækjargötu hafi hugsanlega ekki átt upptök sín í söluturninum Fröken Reykjavík eins og gefið hefur verið til kynna í fréttum. Myndirnar, sem voru teknar nokkrum mínútum fyrir klukkan tvö, eða rétt um það leyti sem tilkynnt var um eldinn, sýna að klukkan sex mínútur fyrir tvö eru menn komnir upp á þak veitingahússins Pravda. Þeir virðast vera að huga að eldinum.

Fyrstu vísbendingar um upptök eldsins bentu til að hann hefði verið í loftljósi í Fröken Reykjavík. Tæknideild lögreglunnar rannsakaði brunastaðinn í gær og hefur verið að fara yfir gögn málsins í dag. Rannsókn stendur yfir og er íkveikja nú ekki útilokuð frekar en aðrar orsakir.

Myndin tekin um kl 13:54
Upplýsingar myndskrárinnar sjálfar sýna að myndin er tekin klukkan 13:53:57
Nokkrar myndir af brunanum, sem birtar eru á vefsvæðinu foo.is og virðast hafa verið teknar af Baldri Gíslasyni, sýna að eldurinn hefur magnast á nokkrum mínútum. Fyrsti slökkviliðsbíllinn er svo kominn á staðinn klukkan 14:03 samkvæmt myndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×