Innlent

Gæsluþyrla sækir slasaðan bónda í Skáleyjar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í Skáleyjar á Breiðafirði í gærkvöldi vegna 75 ára gamals manns sem hafði fallið í stórgrýti og slasast.

Maðurinn, sem er annar ábúanda eyjanna, var á leið um borð í bát þegar hann hrasaði í stórgrýti í fjöru. Þótti ekki annað óhætt en að kalla til þyrlu og lenti hún skammt frá íbúðarhúsinu um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Flaug hún um fimmtán mínútum síðar með sjúklinginn áleiðis til Reykjavíkur og kom með hann á Borgarspítalann laust fyrir klukkan hálftólf. Samkvæmt upplýsingum úr Skáleyjum virtist hann vera með innvortis meiðsl og hafa tognað illa en að sögn læknis er hann beinbrotinn og á batavegi. Hann var í Skáleyjum að undirbúa vorverkin, og hugðist huga að æðarvarpi og setja niður kartöflur. Heilsársbúskap var hætt í Skáleyjum fyrir fjórum árum og er Flatey nú eina eyja Breiðafjarðar sem er byggð allt árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×