Innlent

Nýtt hverfi rís í Garðabæ

Nýtt hverfi mun á næstu árum rísa í Urriðaholti í Garðabæ. Alls er gert ráð fyrir rúmlega sextán hundruð íbúðum á svæðinu og auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfismál á svæðinu.

Í morgun var skrifað undir samstarfssamning Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um uppbyggingu í nýjum bæjarhluta í Garðabæ Urriðaholti. Gert er ráð fyrir að fjögur þúsund og fjögur hundruð íbúar muni búa í hverfinu. Íbúðabyggð verður í suðurhluta holtsins. Einnig er gert ráð fyrir um 150 þúsund fermetrum af atvinnu- og þjónustuhúsnæði, auk umhverfis- og menningartengdri starfsemi. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Urriðaholts en þar er gert ráð fyrir um 377 íbúðum. Fyrstu lóðirnar á svæðinu verða boðnar út í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×