Innlent

Margir vilja leika í Óvitunum

Hvorki fleiri né færri en 450 ungmenni freistuðu gæfunnar í dag í von um að fá barnahlutverk Í Óvitum hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikhússtjórinn er agndofa yfir áhuganum.

Mikill hamagangur og langar biðraðir einkenndu leikhúsið á Akureyri í dag þegar skráning hófst í áheyrnarprufur fyrir leiksýninguna Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Gríðarlegur fjöldi barna skráði sig í prufurnar, eða 450 stykki alls, og er leikhúsáhugi unga fólksins á Norðurlandi greinilega með ólíkindum um þessar mundir.

Bitist er um fimmtán rullur barna á aldrinum 7-14 ára sem munu leika við hlið atvinnuleikara undir leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×