Innlent

Verksmiðjan ekki tilbúin að fullu fyrr en um áramótin

Þótt framleiðsla sé hafin í Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði, er enn verið að byggja verksmiðjuna, sem verður ekki fulllokið fyrr en um áramótin. Mikill meirihluti af landsvæði Fjarðaáls verður gróið land.

Starfsfólk Alcoa Fjarðaáls er þegar byrjað að framleiða ál en til að byrja með verður hráefni smátt og smátt dælt í 40 ker. Þrátt fyrir þetta má sjá fjölmarga starfsmenn Bechtel, sem sér um að byggja álverið, að störfum á verksmiðjulóðinni.

Starfsmenn Bechtel eru af um tuttugu þjóðernum en Pólverjar eru langfjölmennastir eða um 70 prósent. Björn segir 15 prósent starfsmanna koma frá Íslandi en 15 prósent eru af öðrum þjóðernum. Hér er auðvitað eingöngu verið að ræða um starfsfólk Bechtel, en starfsfólk álversins sjálft verður meira og minna allt Íslendingar. Austurgaflar verksmiðjunnar standa enn opnir og þá á eftir að loka álmu sem liggur þvert í gegnum kerskálana tvo, sem og ýmsum frágangi við annað húsnæði og lóð.

Fjarðaálslóðin er eitthundrað hektarar. Þegar öllum frágangi er lokið verða 70 prósent lóðarinnar gróið land, en 30 prósent fara undir hús og vegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×