Innlent

Allt að tólf milljón króna tjón í bruna

Verulegt tjón varð þegar þjónustuhús GR brann í nótt.
Verulegt tjón varð þegar þjónustuhús GR brann í nótt. MYND/365

Talið er að það tjón sem varð þegar kviknaði í þjónustuhúsi Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti í nótt nemi allt að tólf milljónum króna. Að sögn framkvæmdastjóri klúbbsins var búið að leggja mikla fjármuni í húsið sem nú er talið nánast gjörónýtt.

„Húsið brann eins og það lagði sig," sagði Garðar Eyland, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, í samtali við Vísi. „Þetta er verulegt tjón fyrir okkur sem nemur tíu til tólf milljónum króna."

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að eldur kviknaði í þjónustuhúsi Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Húsið er staðsett við teig númer 10 á vellinum en þar var meðal annars boðið upp á snyrtiaðstöðu og afgreiðslu fyrir klúbbmeðlimi. Húsið var byggt fyrir fjórum árum.

Garðar segir klúbbinn hafa lagt mikinn pening í þetta hús og bruninn komi á afar óheppilegum tíma enda séu aðeins þrjár vikur þangað til völlurinn opnar á ný.

„Við verðum að hafa okkur alla við ef við ætlum að koma þessu í stand fyrir opnun," sagði Garðar. Hann segir húsið að fullu tryggt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík eru eldsupptök ókunn og málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×