Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. september 2025 20:22 Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í gær þar sem fjárlög ríkisstjórnarinnar voru kynnt. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. „Þetta er fólksfjölgun sem hefur hvergi sést í hinum vestræna heimi. Við erum langt, langt umfram það sem nágrannalöndin okkar eru að sjá.“ „Stór partur af því er atvinnustefnan hérna, hvaða störf við erum að skapa og hvernig við erum að búa til hagvöxt. Þess vegna erum við búin að hrinda af stað verkefni til að móta atvinnustefnu, til þess að við fáum háframleiðnistörf með minni þrýstingi á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún, en hún svaraði spurningum hlustenda í beinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurð út í erfiðan húsnæðismarkað á Íslandi sagði hún að fólksfjölgun hefði haft mikil eftirspurnaráhrif, en einnig þyrfti að gera fleiri hluti eins og að taka á svokallaðri fjárfestingarvæðingu húsnæðismarkaðarins. Airbnb frumvarp í haust „Það á ekki að vera ofboðslega arðbært að eiga margar fasteignir. Þú átt frekar að vera fjárfesta í einhverju sem stækkar kökuna hérna, einhverjum fyrirtækjum, sem búa til eitthvað.“ „Það er ákveðin fjárfestingarvæðing sem hefur átt sér stað og við erum að taka á þessu,“ segir Kristrún. Frumvarp verði lagt fram strax í september sem snýr að hertri löggjöf varðandi skammtímaútleigu fasteigna, sem hún segir of umfangsmikla á fasteignamarkaði hérlendis. Myndi vilja sjá lægri vexti Kristrún segir að ríkisstjórnin þurfi að bera ábyrgð á því sem snýr að henni, og hún hafi ráðist í aðhalds- og tiltektarprógram sem eigi að skila yfir hundrað milljörðum á kjörtímabilinu. „Ef við þurfum að gera meira hraðar, þá gerum við meira hraðar, og ég ætla ekki að benda fingri á aðra.“ Hvers vegna lækka ekki vextir miðað við þessar aðgerðir hingað til? „Ég er ekki með öll svörin við því. Það er þannig, og mér finnst allt í lagi að halda því til haga að frá því boðað var til kosninga hafa vextir lækkað um eitt og hálft prósent ... Ég myndi auðvitað vilja sjá lægri vexti, við höfum alveg séð verðbólguna fara minnkandi, en hún er treg á síðustu metrunum.“ „Ef að þenslan er að koma frá ríkinu þurfum við að grípa til frekari aðgerða og við erum alveg tilbúin í það,“ segir Kristrún. Ráðstöfun séreignasparnaðar tímabundin ráðstöfun „Leggja af og ekki leggja af. Það þarf að taka sjálfstæða ákvörðun um að endurnýja það. Þetta var tímabundin ráðstöfun, sem var ákveðin á sínum tíma, til dæmis eftir stóru leiðréttinguna, sælla minninga,“ sagði Kristrún, spurð út í breytingar sem fyrirhugaðar eru á ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán. „Við erum almennt á þeirri skoðun að fyrir fyrstu kaupendur sé þetta gríðarlega mikilvægt, en við höfum velt því fyrir okkur þegar fólk er komið í seinni eignir, kannski komið á miðjan aldur, hvort þetta sé besta leiðin til að styðja við húsnæðismarkað,“ segir Kristrún. Varðandi viðmið Seðlabankans um greiðslumat segir Kristrún að ríkisstjórnin þurfi að sýna Seðlabankanum að hún ætli að grípa til aðgerða sem draga úr þenslu svo honum verði kleift að breyta reglum. „Það er ekki sanngjarnt að til að minnka umsvifin á markaðnum sé þrengt að þeim sem eiga minnst.“ Boða frekari gjöld á ferðaþjónustuna Kristrún segir að til standi að fara í aðgangsstýringu á ferðamannastöðum. Hún verði stýringartól en líka tekjulind til að eiga fyrir innviðum og styrkja þá. Spurð út í gjaldtöku á bílastæðum við vinsæla ferðamannastaði, sem mikið hefur verið fjallað um á síðustu vikum, segir hún að í því samhengi megi ræða fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í auðlindagjöldum og aðgangsstýringu. „Við viljum til dæmis á ferðamannastöðum að ferðamenn greiði við að heimsækja landið, vegna þess að það er kostnaður sem fylgir þeim þótt þeir komi með gjaldeyri til landsins.“ Varðandi gjaldtöku við bílastæði sé gríðarlega nauðsynlegt að slík neytendamál séu gagnsæ. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Reykjavík síðdegis Bylgjan Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Þetta er fólksfjölgun sem hefur hvergi sést í hinum vestræna heimi. Við erum langt, langt umfram það sem nágrannalöndin okkar eru að sjá.“ „Stór partur af því er atvinnustefnan hérna, hvaða störf við erum að skapa og hvernig við erum að búa til hagvöxt. Þess vegna erum við búin að hrinda af stað verkefni til að móta atvinnustefnu, til þess að við fáum háframleiðnistörf með minni þrýstingi á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún, en hún svaraði spurningum hlustenda í beinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurð út í erfiðan húsnæðismarkað á Íslandi sagði hún að fólksfjölgun hefði haft mikil eftirspurnaráhrif, en einnig þyrfti að gera fleiri hluti eins og að taka á svokallaðri fjárfestingarvæðingu húsnæðismarkaðarins. Airbnb frumvarp í haust „Það á ekki að vera ofboðslega arðbært að eiga margar fasteignir. Þú átt frekar að vera fjárfesta í einhverju sem stækkar kökuna hérna, einhverjum fyrirtækjum, sem búa til eitthvað.“ „Það er ákveðin fjárfestingarvæðing sem hefur átt sér stað og við erum að taka á þessu,“ segir Kristrún. Frumvarp verði lagt fram strax í september sem snýr að hertri löggjöf varðandi skammtímaútleigu fasteigna, sem hún segir of umfangsmikla á fasteignamarkaði hérlendis. Myndi vilja sjá lægri vexti Kristrún segir að ríkisstjórnin þurfi að bera ábyrgð á því sem snýr að henni, og hún hafi ráðist í aðhalds- og tiltektarprógram sem eigi að skila yfir hundrað milljörðum á kjörtímabilinu. „Ef við þurfum að gera meira hraðar, þá gerum við meira hraðar, og ég ætla ekki að benda fingri á aðra.“ Hvers vegna lækka ekki vextir miðað við þessar aðgerðir hingað til? „Ég er ekki með öll svörin við því. Það er þannig, og mér finnst allt í lagi að halda því til haga að frá því boðað var til kosninga hafa vextir lækkað um eitt og hálft prósent ... Ég myndi auðvitað vilja sjá lægri vexti, við höfum alveg séð verðbólguna fara minnkandi, en hún er treg á síðustu metrunum.“ „Ef að þenslan er að koma frá ríkinu þurfum við að grípa til frekari aðgerða og við erum alveg tilbúin í það,“ segir Kristrún. Ráðstöfun séreignasparnaðar tímabundin ráðstöfun „Leggja af og ekki leggja af. Það þarf að taka sjálfstæða ákvörðun um að endurnýja það. Þetta var tímabundin ráðstöfun, sem var ákveðin á sínum tíma, til dæmis eftir stóru leiðréttinguna, sælla minninga,“ sagði Kristrún, spurð út í breytingar sem fyrirhugaðar eru á ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán. „Við erum almennt á þeirri skoðun að fyrir fyrstu kaupendur sé þetta gríðarlega mikilvægt, en við höfum velt því fyrir okkur þegar fólk er komið í seinni eignir, kannski komið á miðjan aldur, hvort þetta sé besta leiðin til að styðja við húsnæðismarkað,“ segir Kristrún. Varðandi viðmið Seðlabankans um greiðslumat segir Kristrún að ríkisstjórnin þurfi að sýna Seðlabankanum að hún ætli að grípa til aðgerða sem draga úr þenslu svo honum verði kleift að breyta reglum. „Það er ekki sanngjarnt að til að minnka umsvifin á markaðnum sé þrengt að þeim sem eiga minnst.“ Boða frekari gjöld á ferðaþjónustuna Kristrún segir að til standi að fara í aðgangsstýringu á ferðamannastöðum. Hún verði stýringartól en líka tekjulind til að eiga fyrir innviðum og styrkja þá. Spurð út í gjaldtöku á bílastæðum við vinsæla ferðamannastaði, sem mikið hefur verið fjallað um á síðustu vikum, segir hún að í því samhengi megi ræða fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í auðlindagjöldum og aðgangsstýringu. „Við viljum til dæmis á ferðamannastöðum að ferðamenn greiði við að heimsækja landið, vegna þess að það er kostnaður sem fylgir þeim þótt þeir komi með gjaldeyri til landsins.“ Varðandi gjaldtöku við bílastæði sé gríðarlega nauðsynlegt að slík neytendamál séu gagnsæ. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Reykjavík síðdegis Bylgjan Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira