Fleiri fréttir Sjúkraþjálfun Dorritar miðar vel Dorrit Moussaieff forsetafrú er á góðum batavegi eftir að hafa lærbrotnað á skíðum í Aspen í lok síðasta mánaðar. Hún er í reglubundinni sjúkraþjálfun og miðar þjálfuninni vel. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. 20.4.2007 14:01 Fagnar yfirlýsingu ráðherra varðandi Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína fagnar þeirri yfirlýsingu Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra að taka eigi upp eðlileg samskipti við þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formanninum. 20.4.2007 13:59 Neyddi börn sín til að berjast 20.4.2007 13:30 Nýtt kort af hjóla- og göngustígum Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur sett upp kynningarsíðu með nýjum kortum og upplýsingum um hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu. Nýr áningarstaður verður settur upp við Breiðholtsbraut milli Fákssvæðis og Elliðavatns í sumar. 20.4.2007 13:26 Tímamótasamningur um grænt hverfi í Garðabæ Í dag var skrifað undir samsstarfssamning Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um uppbyggingu á Urriðaholti, nýjum bæjarhluta í Garðabæ. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 1.600 íbúðum og að íbúatalan verði um 4.400. Íbúðabyggð verður í suðurhlíð holtsins, ofan við Urriðavatn. Svæðið er austan við reitinn þar sem ný verslun IKEA reis nýlega. 20.4.2007 13:12 Framtíð húsanna við Lækjartorg rædd í Ráðhúsinu 20.4.2007 13:04 Átök blossa upp á ný Bardagar hafa blossað upp á ný í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, en þrjátíu manns hafa látið þar lífið í ofbeldisverkum undanfarins sólarhrings. Sameinuðu þjóðirnar segja algert neyðarástand ríkja meðal borgarbúa. 20.4.2007 13:00 Nokkrir aðilar hafa áhuga á Wilson Muuga Nokkrir aðilar hafa þegar sýnt því áhuga að kaupa Wilson Muuga af núverandi eigendum. Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa, eigenda skipsins, sagði í fréttum okkar á miðvikudaginn að ekki væri til aðstaða hér á landi til að gera við skipið. 20.4.2007 12:45 Stúdentar opna loforðasíðu Stúdentaráð Háskóla Íslands opnar í dag heimasíðuna loford.is þar sem stefnuskrá ráðsins er borin saman við stefnuskrá stjórnmálaflokkanna í menntamálum. Stúdentar vilja með þessu vekja athygli á mikilvægi menntamála í komandi kosningum. 20.4.2007 12:42 Handfarangur minnkaður Evrópusambandið hefur frestað því til maí á næsta ári að setja reglur um stærð handfarangurs sem fólk má hafa með sér í flugvélar. Það er gert að beiðni flugfélaga, sem vilja fá rýmri tíma til þess að upplýsa farþega sína um nýju reglurnar. 20.4.2007 12:37 Mál Jónasar fyrir Hæstarétti í morgun Mál Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, var tekið fyrir í Hæstarétti í morgun. Jónas var í byrjun júní á síðasta ári dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 20.4.2007 12:30 Segir engan markað fyrir fríblöð í Danmörku Eftir átta mánuði hefur verið hætt útgáfu danska fríblaðsins Datos. Eitt af stóru dönsku útgáfufélögunum segir engan markað fyrir slík blöð í Danmörku. 20.4.2007 12:15 Framtíð húsanna við Lækjartorg rædd í Ráðhúsinu Niðurrifsstarf í brunarústunum við Lækjartorg hefur verið stöðvað á meðan næstu skref verða ákveðin um framtíð lóðarinnar. Nú stendur yfir fundur í Ráðhúsinu þar sem þessi mál eru rædd en öll vinnan miðast við þá pólitísku yfirlýsingu borgarstjóra að götumyndin verði endurreist í sem upprunalegustu mynd. 20.4.2007 12:01 Höfuðlaust lík finnst í London Lík af konu sem á vantar höfuð og hendur fannst í gærmorgun í ánni Thames í London. Líkinu hafði verið komið fyrir í plastpoka áður en því var fleygt út í ánna. Einn maður hefur hefur verið handtekinn vegna málsins. 20.4.2007 11:45 Gráðugi samverjinn Þrjátíu og tveggja ára gamall maður fannst látinn í járnbrautarlest á leið til Hamborgar. Hann var einn í vagninum og tuttugu og sex ára gamall maður sem fann hann var ekkert að láta af því vita. Þess í stað stal hann veski hins látna. Og sneri svo aftur og aftur að líkinu til þess að plokka af því armbandsúrið og aðra verðmæta hluti. 20.4.2007 11:38 Enga blauta kossa Ísraelsk kona beit óvart stykki úr tungu kærasta síns, í heitum ástarleik. Sem betur fer gleypti hún ekki bitann, og ók kærastanum á ofsahraða á næsta sjúkrahús, þar sem hann komst undir læknishendur. Heilbrigðisþjónusta er á háu stigi í Ísrael, og læknum tókst að sauma hinn brottnumda bita aftur á tunguna. 20.4.2007 11:26 Foreldrar virði útivistarreglur ungmenna í sameiningu Lögreglan hvetur foreldra til að standa saman að því að útivistarreglur séu virtar nú þegar sól hækkar á lofti og skólunum fer að ljúka. Í tilkynningu frá lögreglunni er foreldrum bent á að þau beri ábyrgð á börnum sínum til a.m.k. 18 ára aldurs en að sumarið sé sá tími þegar mest lausung sé á krökkunum. 20.4.2007 11:16 VÍS bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna vatnslekatjóns Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið yfir skýrslur um tjónið sem hlaust af heitavatnslekanum á Vitastíg á miðvikudagskvöldið. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið sé bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna tjónsins sem hlaust af. Ekki er ljóst hversu tjónið er mikið en ljóst að það hleypur á milljónum króna. 20.4.2007 11:08 Óvissuferðir Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association. 20.4.2007 10:39 Skíthræddir Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis. 20.4.2007 10:32 Kasparov yfirheyrður hjá FSB vegna meints ofstækis Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, gekk í dag á fund rússnesku leyniþjónustunnar vegna ásakana um að hann hefði haft uppi orð sem túlka mætti sem ofstæki. 20.4.2007 10:28 Lemstraður og drukkinn undir stýri Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 130 þúsund krónur í sekt fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Fullyrðingum mannsins um að hann hefði drukkið áfengi eftir að akstri lauk þótti ekki trúverðug. 20.4.2007 10:12 Iðnaðarráðuneytið kynnir áætlun um olíuvinnslu við Jan Mayen Skýrsla með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við Jan Mayen verður kynnt í iðnaðarráðuneytinu eftir helgi. Rannsóknir jarðeðlisfræðinga benda til þess að olíu og gasi í vinnanlegu magni geti verið að finna á svæðinu. 20.4.2007 09:44 Larijani og Solana funda um kjarnorkumál á miðvikudag Ákveðið hefur verið að Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi með utanríkismálastjóra ESB, Javier Solana, á miðvikudaginn kemur. 20.4.2007 09:29 Dýrara að byggja Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,35 prósent frá því síðasta mánuði samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 12,4 prósent. 20.4.2007 09:27 Laun hækkuðu um 0,3 prósent Laun hækkuðu að meðaltali um 0,3 prósent í síðasta mánuði samkvæmt launavísitölunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað að meðaltali um 9,7 prósent. 20.4.2007 09:05 Slapp ómeiddur þegar herþota hrapaði í Svíþjóð Flugmaður sænskrar orrustuþotu slapp ómeiddur þegar vélin brotlenti um miðjan dag í dag. Maðurinn var á æfingu nálægt herstöð í Vidsel í Norður-Svíþjóð og hugðist koma inn til lendingar þegar eitthvað gerðist. 19.4.2007 21:15 Leita manns sem hótar að myrða líkt og Cho Lögregla og sérsveitir hafa verið kallaðar út og skólum hefur verið lokað í borginni Yuba City nærri Sacramento í Kaliforníu vegna hótana manns um að myrða fjölda fólks líkt og Cho Seung-hui gerði í Virgina Tech háskólanum á mánudag. 19.4.2007 20:57 Dráttarvagni ekið á vél Icelandair í Kaupmannahöfn Flugvél á vegum Icelandair sem halda átti frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn til Íslands um hádegisbil með um 200 farþega komst ekki í loftið vegna óhapps. 19.4.2007 20:17 Óprúttinn leikur að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga Mikil umferð risaolíuskipa yrði til og frá landinu ef olíuhreinsistöð yrði reist á Vestfjörðum. Loftmengun frá slíkri stöð myndi ganga á skjön við mengunarskuldbindingar Íslendinga samkvæmt Kyoto-sáttmálanum, segja Náttúruverndarsamtök. Þau kalla það óprúttin leik að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga. 19.4.2007 20:00 Sólin skein á sumardaginn fyrsta Sólin skein á flesta landsmenn í dag á sumardaginn fyrsta. Reykvíkingar fjölmenntu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 19.4.2007 19:45 Þyrla Gæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd norður í land nú seinni partinn vegna manns sem meiddist í vélsleðaslysi norðan við Kaldbak í Hraunsfjalli á Látraströnd. 19.4.2007 19:39 Húninum Knút hótað lífláti Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og dáður. Því hefur heimsfrægi húnninn Knútur sem býr í dýragarðinum í Berlín fengið að kynnast. Lífverðir fylgjast nú með hverri hreyfingu hans eftir að honum bárust líflátshótanir. 19.4.2007 19:29 Reid:Íraksstríðið er tapað Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað. 19.4.2007 19:23 Skrautleg saga húsanna sem brunnu Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. 19.4.2007 19:15 Stóðu vaktina í sautján klukkustundir Slökkviliðsmenn stóðu vaktina í sautján klukkustundir í miðbæ Reykjavíkur í gær og í nótt vegna brunans þar. Hundrað og tíu starfsmenn slökkviliðsins voru að störfum þegar mest var. 19.4.2007 18:51 Eins og tifandi tímasprengja Rafvirki sem vann í húsunum sem brunnu í gær líkir ástandi rafmagnsmála í þeim við tifandi tímasprengju. Kristján Kristjánsson rafvirkjameistari vann að rafmagninu í húsinu á horni Lækjargötu og Austurstræti fyrir skemmstu. 19.4.2007 18:42 Framleiðsla hafin í stærsta álveri landsins Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins. 19.4.2007 18:35 Ekki sannfærð um að eldur hafi kviknað í rafmagnsljósi Lögreglan virðist ekki lengur sannfærð um að stórbrunann í miðborg Reykjavíkur í gær megi rekja til rafmagnsljóss í söluturninum Fröken Reykjavík. 19.4.2007 18:30 Lögregla harmar myndbirtingu NBC Lögregla í Virginíu, sem rannsakar skotárásina í Virginia Tech háskólanum á mánudag, harmaði í dag þá ákvörðun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að sýna myndband sem morðinginn, Cho Seung-hui, sendi stöðinni. Þar líkir hann meðal annars dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. 19.4.2007 18:25 Lýsi hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands Lýsi hlaut í dag útflutningsverðlaun forseta Ísland sem afhent voru við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Það var Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. 19.4.2007 17:38 Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu sætin í NV-kjördæmi Íslandshreyfingin - lifandi land kynnti í dag fimm fyrstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík, Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur frá Akranesi, í öðru sæti og Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari úr Skagafirði, í því þriðja. 19.4.2007 17:28 Sextán handteknir í partíi í Garðabæ í morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun 16 manns í partíi í Garðabæ eftir að fólkið hafði verið með uppsteyt við lögreglu sem hugðist leysa partíið upp. 19.4.2007 17:22 Umferðarslys á Þorlákshafnarvegi Umferðarslys varð á mótum Þorlákshafnarvegar og Suðurstrandarvegar um klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var um að ræða tvo bíla en ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru. 19.4.2007 17:03 Jón Viktor nær fyrsta áfanga að stórmeistaratitli Jón Viktor Gunnarsson náði í dag fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í skák þegar hann samdi jafntefli við alþjóðlega meistarann Innu Gaponenku frá Úkraínu. 19.4.2007 16:53 Sjá næstu 50 fréttir
Sjúkraþjálfun Dorritar miðar vel Dorrit Moussaieff forsetafrú er á góðum batavegi eftir að hafa lærbrotnað á skíðum í Aspen í lok síðasta mánaðar. Hún er í reglubundinni sjúkraþjálfun og miðar þjálfuninni vel. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. 20.4.2007 14:01
Fagnar yfirlýsingu ráðherra varðandi Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína fagnar þeirri yfirlýsingu Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra að taka eigi upp eðlileg samskipti við þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formanninum. 20.4.2007 13:59
Nýtt kort af hjóla- og göngustígum Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur sett upp kynningarsíðu með nýjum kortum og upplýsingum um hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu. Nýr áningarstaður verður settur upp við Breiðholtsbraut milli Fákssvæðis og Elliðavatns í sumar. 20.4.2007 13:26
Tímamótasamningur um grænt hverfi í Garðabæ Í dag var skrifað undir samsstarfssamning Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um uppbyggingu á Urriðaholti, nýjum bæjarhluta í Garðabæ. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 1.600 íbúðum og að íbúatalan verði um 4.400. Íbúðabyggð verður í suðurhlíð holtsins, ofan við Urriðavatn. Svæðið er austan við reitinn þar sem ný verslun IKEA reis nýlega. 20.4.2007 13:12
Átök blossa upp á ný Bardagar hafa blossað upp á ný í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, en þrjátíu manns hafa látið þar lífið í ofbeldisverkum undanfarins sólarhrings. Sameinuðu þjóðirnar segja algert neyðarástand ríkja meðal borgarbúa. 20.4.2007 13:00
Nokkrir aðilar hafa áhuga á Wilson Muuga Nokkrir aðilar hafa þegar sýnt því áhuga að kaupa Wilson Muuga af núverandi eigendum. Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa, eigenda skipsins, sagði í fréttum okkar á miðvikudaginn að ekki væri til aðstaða hér á landi til að gera við skipið. 20.4.2007 12:45
Stúdentar opna loforðasíðu Stúdentaráð Háskóla Íslands opnar í dag heimasíðuna loford.is þar sem stefnuskrá ráðsins er borin saman við stefnuskrá stjórnmálaflokkanna í menntamálum. Stúdentar vilja með þessu vekja athygli á mikilvægi menntamála í komandi kosningum. 20.4.2007 12:42
Handfarangur minnkaður Evrópusambandið hefur frestað því til maí á næsta ári að setja reglur um stærð handfarangurs sem fólk má hafa með sér í flugvélar. Það er gert að beiðni flugfélaga, sem vilja fá rýmri tíma til þess að upplýsa farþega sína um nýju reglurnar. 20.4.2007 12:37
Mál Jónasar fyrir Hæstarétti í morgun Mál Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, var tekið fyrir í Hæstarétti í morgun. Jónas var í byrjun júní á síðasta ári dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 20.4.2007 12:30
Segir engan markað fyrir fríblöð í Danmörku Eftir átta mánuði hefur verið hætt útgáfu danska fríblaðsins Datos. Eitt af stóru dönsku útgáfufélögunum segir engan markað fyrir slík blöð í Danmörku. 20.4.2007 12:15
Framtíð húsanna við Lækjartorg rædd í Ráðhúsinu Niðurrifsstarf í brunarústunum við Lækjartorg hefur verið stöðvað á meðan næstu skref verða ákveðin um framtíð lóðarinnar. Nú stendur yfir fundur í Ráðhúsinu þar sem þessi mál eru rædd en öll vinnan miðast við þá pólitísku yfirlýsingu borgarstjóra að götumyndin verði endurreist í sem upprunalegustu mynd. 20.4.2007 12:01
Höfuðlaust lík finnst í London Lík af konu sem á vantar höfuð og hendur fannst í gærmorgun í ánni Thames í London. Líkinu hafði verið komið fyrir í plastpoka áður en því var fleygt út í ánna. Einn maður hefur hefur verið handtekinn vegna málsins. 20.4.2007 11:45
Gráðugi samverjinn Þrjátíu og tveggja ára gamall maður fannst látinn í járnbrautarlest á leið til Hamborgar. Hann var einn í vagninum og tuttugu og sex ára gamall maður sem fann hann var ekkert að láta af því vita. Þess í stað stal hann veski hins látna. Og sneri svo aftur og aftur að líkinu til þess að plokka af því armbandsúrið og aðra verðmæta hluti. 20.4.2007 11:38
Enga blauta kossa Ísraelsk kona beit óvart stykki úr tungu kærasta síns, í heitum ástarleik. Sem betur fer gleypti hún ekki bitann, og ók kærastanum á ofsahraða á næsta sjúkrahús, þar sem hann komst undir læknishendur. Heilbrigðisþjónusta er á háu stigi í Ísrael, og læknum tókst að sauma hinn brottnumda bita aftur á tunguna. 20.4.2007 11:26
Foreldrar virði útivistarreglur ungmenna í sameiningu Lögreglan hvetur foreldra til að standa saman að því að útivistarreglur séu virtar nú þegar sól hækkar á lofti og skólunum fer að ljúka. Í tilkynningu frá lögreglunni er foreldrum bent á að þau beri ábyrgð á börnum sínum til a.m.k. 18 ára aldurs en að sumarið sé sá tími þegar mest lausung sé á krökkunum. 20.4.2007 11:16
VÍS bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna vatnslekatjóns Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið yfir skýrslur um tjónið sem hlaust af heitavatnslekanum á Vitastíg á miðvikudagskvöldið. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið sé bótaskylt fyrir hönd Orkuveitunnar vegna tjónsins sem hlaust af. Ekki er ljóst hversu tjónið er mikið en ljóst að það hleypur á milljónum króna. 20.4.2007 11:08
Óvissuferðir Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association. 20.4.2007 10:39
Skíthræddir Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis. 20.4.2007 10:32
Kasparov yfirheyrður hjá FSB vegna meints ofstækis Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, gekk í dag á fund rússnesku leyniþjónustunnar vegna ásakana um að hann hefði haft uppi orð sem túlka mætti sem ofstæki. 20.4.2007 10:28
Lemstraður og drukkinn undir stýri Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 130 þúsund krónur í sekt fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Fullyrðingum mannsins um að hann hefði drukkið áfengi eftir að akstri lauk þótti ekki trúverðug. 20.4.2007 10:12
Iðnaðarráðuneytið kynnir áætlun um olíuvinnslu við Jan Mayen Skýrsla með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við Jan Mayen verður kynnt í iðnaðarráðuneytinu eftir helgi. Rannsóknir jarðeðlisfræðinga benda til þess að olíu og gasi í vinnanlegu magni geti verið að finna á svæðinu. 20.4.2007 09:44
Larijani og Solana funda um kjarnorkumál á miðvikudag Ákveðið hefur verið að Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi með utanríkismálastjóra ESB, Javier Solana, á miðvikudaginn kemur. 20.4.2007 09:29
Dýrara að byggja Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,35 prósent frá því síðasta mánuði samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 12,4 prósent. 20.4.2007 09:27
Laun hækkuðu um 0,3 prósent Laun hækkuðu að meðaltali um 0,3 prósent í síðasta mánuði samkvæmt launavísitölunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað að meðaltali um 9,7 prósent. 20.4.2007 09:05
Slapp ómeiddur þegar herþota hrapaði í Svíþjóð Flugmaður sænskrar orrustuþotu slapp ómeiddur þegar vélin brotlenti um miðjan dag í dag. Maðurinn var á æfingu nálægt herstöð í Vidsel í Norður-Svíþjóð og hugðist koma inn til lendingar þegar eitthvað gerðist. 19.4.2007 21:15
Leita manns sem hótar að myrða líkt og Cho Lögregla og sérsveitir hafa verið kallaðar út og skólum hefur verið lokað í borginni Yuba City nærri Sacramento í Kaliforníu vegna hótana manns um að myrða fjölda fólks líkt og Cho Seung-hui gerði í Virgina Tech háskólanum á mánudag. 19.4.2007 20:57
Dráttarvagni ekið á vél Icelandair í Kaupmannahöfn Flugvél á vegum Icelandair sem halda átti frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn til Íslands um hádegisbil með um 200 farþega komst ekki í loftið vegna óhapps. 19.4.2007 20:17
Óprúttinn leikur að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga Mikil umferð risaolíuskipa yrði til og frá landinu ef olíuhreinsistöð yrði reist á Vestfjörðum. Loftmengun frá slíkri stöð myndi ganga á skjön við mengunarskuldbindingar Íslendinga samkvæmt Kyoto-sáttmálanum, segja Náttúruverndarsamtök. Þau kalla það óprúttin leik að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga. 19.4.2007 20:00
Sólin skein á sumardaginn fyrsta Sólin skein á flesta landsmenn í dag á sumardaginn fyrsta. Reykvíkingar fjölmenntu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 19.4.2007 19:45
Þyrla Gæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd norður í land nú seinni partinn vegna manns sem meiddist í vélsleðaslysi norðan við Kaldbak í Hraunsfjalli á Látraströnd. 19.4.2007 19:39
Húninum Knút hótað lífláti Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og dáður. Því hefur heimsfrægi húnninn Knútur sem býr í dýragarðinum í Berlín fengið að kynnast. Lífverðir fylgjast nú með hverri hreyfingu hans eftir að honum bárust líflátshótanir. 19.4.2007 19:29
Reid:Íraksstríðið er tapað Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað. 19.4.2007 19:23
Skrautleg saga húsanna sem brunnu Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. 19.4.2007 19:15
Stóðu vaktina í sautján klukkustundir Slökkviliðsmenn stóðu vaktina í sautján klukkustundir í miðbæ Reykjavíkur í gær og í nótt vegna brunans þar. Hundrað og tíu starfsmenn slökkviliðsins voru að störfum þegar mest var. 19.4.2007 18:51
Eins og tifandi tímasprengja Rafvirki sem vann í húsunum sem brunnu í gær líkir ástandi rafmagnsmála í þeim við tifandi tímasprengju. Kristján Kristjánsson rafvirkjameistari vann að rafmagninu í húsinu á horni Lækjargötu og Austurstræti fyrir skemmstu. 19.4.2007 18:42
Framleiðsla hafin í stærsta álveri landsins Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins. 19.4.2007 18:35
Ekki sannfærð um að eldur hafi kviknað í rafmagnsljósi Lögreglan virðist ekki lengur sannfærð um að stórbrunann í miðborg Reykjavíkur í gær megi rekja til rafmagnsljóss í söluturninum Fröken Reykjavík. 19.4.2007 18:30
Lögregla harmar myndbirtingu NBC Lögregla í Virginíu, sem rannsakar skotárásina í Virginia Tech háskólanum á mánudag, harmaði í dag þá ákvörðun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að sýna myndband sem morðinginn, Cho Seung-hui, sendi stöðinni. Þar líkir hann meðal annars dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. 19.4.2007 18:25
Lýsi hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands Lýsi hlaut í dag útflutningsverðlaun forseta Ísland sem afhent voru við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Það var Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. 19.4.2007 17:38
Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu sætin í NV-kjördæmi Íslandshreyfingin - lifandi land kynnti í dag fimm fyrstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík, Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur frá Akranesi, í öðru sæti og Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari úr Skagafirði, í því þriðja. 19.4.2007 17:28
Sextán handteknir í partíi í Garðabæ í morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun 16 manns í partíi í Garðabæ eftir að fólkið hafði verið með uppsteyt við lögreglu sem hugðist leysa partíið upp. 19.4.2007 17:22
Umferðarslys á Þorlákshafnarvegi Umferðarslys varð á mótum Þorlákshafnarvegar og Suðurstrandarvegar um klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var um að ræða tvo bíla en ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru. 19.4.2007 17:03
Jón Viktor nær fyrsta áfanga að stórmeistaratitli Jón Viktor Gunnarsson náði í dag fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í skák þegar hann samdi jafntefli við alþjóðlega meistarann Innu Gaponenku frá Úkraínu. 19.4.2007 16:53