Innlent

Brotist út úr Menntaskólanum í Hamrahlíð

Brotist var inn í nýbyggingu Menntaskólans í Hamrahlíð í gærkvöldi og komst þjófurinn undan með tölvuskjá. Talið er að þjófurinn hafi komið sér fyrir í byggingunni áður en henni var læst í gærkvöldi.

Það var öryggisvörður sem uppgötvaði þjófnaðinn um klukkan hálf þrjú í nótt en þjófurinn var þá á bak og burt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík benda ummerki til þess að þjófurinn hafi brotist út úr byggingunni eftir að hann var búinn að koma höndum sínum yfir tölvuskjáinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×