Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna elds við Kríuhóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tíu útköll á síðasta einum og hálfum sólarhring. Tveir menn brenndust á andliti og höndum í nótt þegar kviknaði í bíl sem þeir voru í. Þá kom eldur upp í íbúð við Kríuhóla í dag og við Seljaveg í gærkvöldi. 7.4.2007 18:56 Fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn Miljarðamæringurinn Charles Simonyi varð í dag fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn. Simonay var um borð í rússneskri soyuz geimflaug sem skotið var á loft í Kazakstan. 7.4.2007 18:53 Hugvit og tækniþekking helsta framlagið gegn loftsslagsvandanum Umhverfisráðherra segir íslenska stóriðju ekki stærsta umhverfisvandamálið í heiminum, heldur notkun jarðeldsneytis. Ráðherrann segir hugvit og tækniþekkingu stærsta framlag Íslendinga til að sporna gegn loftsslagsbreytingum og draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda. 7.4.2007 18:50 Vatnslaust í Stykkishólmi Vatnslaust hefur verið í Stykkishólmi, í dag. Stofnæðin til bæjarins fór í sundur laust eftir klukkan 11 í morgun rétt neðan við Hamraenda. Verktaki sem vann við nýja lögn hjó í gömlu lögnina með þeim afleiðingum að gat kom á hana. Nú er unnið að viðgerð en reikna má með að það geti tekið nokkurn tíma því mikið vatn flæðir úr lögninni og tefur það viðgerð 7.4.2007 18:16 Páskaeggjaleit á hafsbotni Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum geta í ár tekið þátt óvenjulegri páskaeggjaleit. Verslun nokkur ákvað að bregða á leik og faldi páskaegg, á tuttugu og fimm metra dýpi, á friðuðu hafsvæðin undan ströndum Flórída. 7.4.2007 17:55 Yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins ákærðir Skipstjóri og fimm yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins sem fórst á gríska Eyjahafinu í fyrradag hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu. Tveggja er enn saknað en um sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. 7.4.2007 17:50 Karlmenn umburðarlyndir gagnvart brjóstagjöf Yfirgnæfandi meirihluti Dana telur að það sé ekkert athugavert við að mæður gefi börnum sínum brjóst á opinberum stöðum. Enginn er hissa á því, en það sem kannski kemur á óvart er að danskir karlmenn eru nokkuð umburðarlyndari í þessum málum en konur. 7.4.2007 17:43 Cortes í 11. sæti með óútkomna plötu Plata Garðars Thórs Cortes er komin í 11. sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef HMV búðana sem er stærsta hljómplötuverslunarkeðja Bretlands, og er hún þó ekki komin út. Þarna er eingöngu um fyrirfram pantanir að ræða. Platan nefnist einfaldlega Cortes og á henni eru mörg stórverk tónbókmenntanna. 7.4.2007 17:11 Kommúnistar átu kanínurnar mínar Þýski kanínuræktandinn Karl Szmolinsky hefur áhyggjur af því að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreu hafi étið risakanínurnar sem hann seldi þeim til undaneldis, á síðasta ári. Karl hefur ræktað kanínur í 47 ár og unnið til fjölda verðlauna. Kanínurnar sem hann ræktar eru risastórar og mjög matarmiklar. 7.4.2007 16:29 Hatast við sænsku konungsfjölskylduna Sænska konungsfjölskyldan hefur leitað lögfræðiráðgjafar vegna hatursfullrar heimasíðu sem bandarískur bókstafstrúarsöfnuði hefur haldið úti í tvö ár. Ástæðan fyrir þessu hatri er sú að fyrir tveim árum var sænskur prestur sakfelldur fyrir að espa til haturs gegn samkynhneigðum. Á heimasíðunni er Karl Gústaf meðal annars kallaður konungur kynvilltra hóra. 7.4.2007 16:12 Eldur í Kríuhólum 7.4.2007 15:27 Bilun í sendum Stöðvar 2 á Suðurlandi 7.4.2007 15:06 Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengur aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. 7.4.2007 15:03 Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ? Tuttugu og tvö prósent Dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófi sem innflytjendur þurfa að standast til þess að fá ríkisborgararétt. Leitað var til meira en 7000 Dana á þessum aldri og prófspurningarnar lagðar fyrir þá. Spurningarnar eru 40 talsins og menn þurfa að svara minnst 28 rétt til þess að standasst prófið. 7.4.2007 14:20 Færeyingar stoltir af Jógvan Færeyingar eru glaðir mjög yfir því að Jógvan þeirra skyldi vinna X-Faktorinn á Íslandi og er um það getið í öllum fjölmiðlum eyjanna. Faktorinn var sýndur í beinni útsendingu í færeyska sjónvarpinu, en Færeyingar gátu hinsvegar ekki tekið þátt í símaatkvæðagreiðslunni. Það er rækilega tekið fram í færeysku miðlunum, og eru þeir stoltir yfir því að Jógvan skyldi vinna með sjötíu prósentum atkvæða án aðkomu landa sinna. Vikublaðið færeyska segir um keppnina: 7.4.2007 13:51 Abbas skipar öryggissveitum að stöðva eldflaugaskot 7.4.2007 13:25 Sakar breska herinn um að leikstýra sjóliðunum Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakar breska herinn um að leikstýra bresku sjóliðunum sem teknir voru fyrir meint landhelgisbrot í íranskri lögsögu. Leiksýning hafi verið sett á svið á blaðamannafundi í gær en hún breiði ekki yfir þá staðreynd að hermennirnir hafi verið í óleyfi í íranskri lögsögu. 7.4.2007 12:33 Páfi bað fólk um að sýna samúð Krossfestingar Jesú Krists var minnst víða um heim í gær. Í táknrænni athöfn sem haldin var í Róm bað páfi um að þeim sem þjást yrði sýnd samúð. 7.4.2007 12:28 Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum síðastliðinn sólarhring. Rúmlega tvítug ólétt kona var skotin til bana og fjórtán ára piltur lét lífið eftir hnífsstungu. 7.4.2007 12:17 Skíðasvæðin í dag 7.4.2007 11:39 Banvæn forvitni Sextán manns fórust og fjölmargir slösuðust þegar jeppi sprakk í loft upp í Tamil Nadu héraði á Indlangi í dag. Þetta er ekki hryðjuverk heldur slys. Jeppinn var að flytja sprengiefni og var yfirhlaðinn. Vélin ofhitnaði svo að það kviknaði í henni. 7.4.2007 11:35 Tveir teknir fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl Lögreglan á Akureyri handtók tvo pilta fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl um miðjan dag í gær. 7.4.2007 10:04 Vill að Bretar séu jákvæðir Sendiherra Írana í Lundúnum segir Breta eiga að bregðast jákvætt við lausn sjóliðanna fimmtán. Sjóliðarnir voru í haldi Írana í tæpar tvær vikur. Þeir sögðu á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu verið beittir harðræði af Írönum. 7.4.2007 09:58 Stunginn til bana í fjöldaslagsmálum í Álaborg Rúmlega tvítugur maður lét lífið eftir að hafa verið stunginn í slagsmálum á skemmtistað í Álaborg í Danmörku í nótt. Flytja þurfti sex aðra á slysadeild eftir slagsmálin, tveir þeirra eru í lífshættu. Lögreglan hefur handtekið einn vegna málsins. 7.4.2007 09:56 Loftárásir gerðar á Gasasvæðinu Ísraelsmenn gerðu í morgun loftárásir á byggingar nærri Jabaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu. Tuttugu og tveggja ára karlmaður lét lífið. Maðurinn tilheyrði herskáum samtökum en Ísraelar telja að Palestínumenn hafi skotið flugskeytum á Ísrael frá svæðinu. 7.4.2007 09:50 Jógvan sigraði X-Factor Jógvan Hansen kom sá og sigraði í keppninni X-Factor á stöð 2 í gærkvöldi. Jógvan bar sigurðorð af HARA systrum frá Hveragerði sem veittu honum harða keppni. Jógvan er þar með fyrsti sigurvegarinn Íslands í X-Factor en hann sigraði eftir símakosningu með ríflega 70 prósent atkvæða. 7.4.2007 09:48 Eldur kom upp við Seljaveg Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Seljaveg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í upphafi slökkvistarf var slökkvilið fáliðað þar sem þrír bílar þeirra voru uppteknir í útkalli vegna sinuelda í Hafnarfirði. Fljótlega komu þó fleiri bílar á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Alls voru níu brunaútköll hjá slökkviliðinu í gærkvöldi og flest þeirra vegna sinuelda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er það mildi að bruninn við Seljaveg í gærkvöldi var ekki stærri og áhyggjuefni að slökkviliðið sé æ oftar upptekið við að klappa þúfum. Hann segir fólk verða að gera sér grein fyrir hættunni sem verið að sé að bjóða heim með þessum alvarlega leik sem sinubruni er. 7.4.2007 09:48 Mikill erill hjá lögreglu Tveir menn brenndust á höndum og andliti þegar eldur kom upp í bíl sem þeir voru í. Mennirnir sem eru ungir að árum höfðu lagt bílnum við flugvallarveg þar sem þeir tóku sig til við að sniffa kveikjaragas. Eitthvað hefur víman sú ekki dugað til því að því loknu kveiktu þeir sér í sígarettu. Við það blossaði mikill eldur í bílnum og mennirnir komust út við illan leik. Slökkvilið var kallað til og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Mennirnir voru fluttir á slysadeild og að sögn lögreglu voru þeir með fyrsta og annan stigs bruna á andliti og höndum. Bíllinn er að sögn lögreglu illa sviðinn að innan. 7.4.2007 09:47 Víða sinueldar í borginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag vegna sinubruna hér og þar í borginni og nágrenni hennar. Þrisvar hefur slökkvilið verið kallað til í Hafnarfjörðinn nú seinni partinn í dag og í kvöld vegna sinubruna, sem þó hafa allir verið minniháttar og viðráðanlegir. Slökkvilið segir benda til þess að þar séu brennuvargar að verki sem gangi um og kveiki elda. Það hefur verið þurrt og nokkuð kalt í borginni undanfarna daga og við slíkar aðstæður verður sina mjög þurr og eldfim. Búist er við vætu á morgun og þá þurfa brennuvargar eitthvað að bíða áður en þeir geta haldið áfram sinni hættulegu iðju, hafi lögregla ekki hendur í hári þeirra áður. 6.4.2007 20:58 Umferðaróhapp á Snæfellsnesvegi Umferðaróhapp varð á Snæfellsnesvegi við Bjarnarhöfn í dag. Óhappið varð þegar bíll var að taka fram úr öðrum við gatnamót þar sem það er bannað. Engan sakaði en voru ökumenn beggja bíla fluttir á sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem læknir gekk úr skugga um það. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir óhappið og þurfti kranabíla til að draga þá í burtu. 6.4.2007 20:50 Úrslitin í X-Factor í kvöld Úrslitakvöld X-Factors verður haldið í Vetrargarði í Smáralind í kvöld og keppa Hara systur og Færeyingurinn Jógvan um X-factorinn. Þau segja engu máli skipta hver beri sigur úr býtum því öll séu þau bestu vinir. Þótt Færeyingar geti ekki tekið þátt í símakosningunni verður keppnin send út beint í færeyska sjónvarpinu í fyrsta skipti í kvöld. 6.4.2007 19:32 Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. 6.4.2007 19:25 Óánægja með starfsemi Forma Mikil óánægja er meðal aðstandenda átröskunarsjúklinga með starfssemi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga og hefur verið leitað til Landlæknis með umkvartanir. Mörgum þykir Forma ganga full langt í baráttunni. 6.4.2007 19:00 Hátíðin Aldrei fór ég suður hafin Mikil eftirvænting ríkti á Ísafirði í dag en Aldrei fór ég suður hefst núna klukkan nítján. Í dag var þátttakendum hátíðarinnar boðið upp á plokkfisk í Tjöruhúsinu og var það mál manna að hann hefði bragðast betur en nokkru sinni fyrr. 6.4.2007 18:55 Spiluðu bingó á Austurvelli Eftir klukkan þrjú í dag mátti fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það mátti hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. Það eru þó ekki allir sem er tilbúnir til að fara að lögum. 6.4.2007 18:51 Feðgina saknað eftir að ferja strandaði Franskra feðgina er saknað eftir að stórt skemmtiferðaskip strandaði við grísku eyjuna Santorini í nótt. Sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. Farþegar og áhöfn voru þegar í stað flutt í annað skip, en fljótlega kom í ljós að tvo farþega vantaði, Fjörutíu og fimm ára franskan karlmann og dóttur hans. Eiginkonu mannsins og syni var hins vegar báðum bjargað. Ferðamálaráðherra Grikklands segir að þeim sem beri ábyrgðina á slysinu verði refsað harkalega fyrir atvikið. 6.4.2007 18:17 Athuga hvort sala á Glitnisbréfum sé tilkynningaskyld Samkeppniseftirlitið mun skoða það eftir helgi hvort sala á hlutabréfum í Glitni sé tilkynningaskyld til samkeppnisyfirvalda. Þá mun fjármálaeftirlitið óska eftir gögnum og fara yfir málið strax i næstu viku. 6.4.2007 18:12 Íranar segja yfirlýsingu sjóliða hreinan tilbúning Íranar gagnrýna yfirlýsingu bresku sjóliðanna 15 frá því fyrr í dag harðlega og segja hana hreinan tilbúning. Þeir segja yfirlýsinguna vera gerða til að hylma yfir mistök hersins og að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Þetta segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans sem Reuters-fréttastofan fékk með símbréfi. Sjóliðarnir héldu því fram að Íranar hefðu beitt þá harðræði í varðhaldi, bundið fyrir augu þeirra, haldið fyrir þeim vöku, geymt þá í einangrun og neytt þá til að játa að þeir hefðu verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. 6.4.2007 17:26 Ferðalangar nýta blíðuna Blíðviðri er víða um land og hafa ferðalangar margir hverjir ákveðið að nýta frídaginn til útivistar. Fjölmargir héldu saman á jeppum upp á Langjökul að íshellinum og nutu þar veðurblíðunnar. Búist er við því að það þykkni upp með kvöldinu og að ekki verði alveg jafn vænlegt til ferðalaga næstu daga páskafrísins. 6.4.2007 15:18 Norður-Kóreumenn geta loks fengið peningana sína Bandaríkjamenn segjast hafa fundið leið til þess að koma fjármunum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga á bankareikningi í Macau í hendur eigendanna. Peningarnir hafa legið frystir á bankareikningum vegna efnahagsþvingana en það var eitt skilyrði Norður-Kóreumanna fyrir kjarnorkuafvopnun að peningarnir fengjust lausir. 6.4.2007 15:15 Sjóliðar voru beittir harðræði í Íran Bresku sjóliðarnir 15 segjast hafa verið beittir harðræði í varðhaldi í Íran. Þeir segja að bundið hafi verið fyrir augu þeirra, þau sett í einangrun og þeim hótað allt að sjö ára fangelsisvist. Sjóliðarnir hafa verið látnir lausir og héldu blaðamannafund heima í Bretlandi í dag. 6.4.2007 15:10 Hjólaði lögreglumann um koll og handleggsbraut hann Lögregla þurfti að hafa afskipti af karlmanni í Austurborginni fyrir hádegi í dag. Hann var kominn að húsi konu sem ítrekað hefur kvartað undan ónæði mannsins. Lögregla ætlaði að handtaka manninn og rannsaka málið frekar þegar maðurinn stökk á bak reiðhjóli sínu og ætlaði að stinga lögreglu af. 6.4.2007 14:31 Flestir hálendisvegir eru lokaðir Vegagerðin vill brýna fyrir ferðalöngum að akstur utan vega er alltaf bannaður nema á snævi þakinni og frosinni jörð. Í tilkynningu segir að á meðan frost er að fara úr jörð er land sérstaklega viðkvæmt og sama er að segja um þá vegaslóða sem hálendisleiðirnar eru. 6.4.2007 14:07 Karzai vill ræða við talibana Hamid Karzai, forseti Afganistan hefur átt í beinum viðræðum við uppreisnarmenn talibana um að koma á varanlegum friði í landinu. Þetta viðurkenndi Karzai fyrst í dag. Talibanar hafa gefið yfirlýsingar þar sem þeir segjast nú búa sig undir mikla og blóðuga sókn með vorinu, en ofbeldið hefur magnast í landinu undanfarna mánuði. 6.4.2007 14:01 Lögregluyfirvöld í Róm verja hegðun lögreglumanna Yfirmenn lögreglunnar í Róm verja hegðun lögreglumanna borgarinnar eftir að slóst í brýnu með þeim og stuðningsmönnum Manchester United eftir leik þeirra við Rómverja í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þeir segja viðbrögð lögreglumannanna hafa verið eðlileg og að stuðningsmennirnir hafi stofnað til vandræðanna. Stuðningsmennirnir kvörtuðu undan tilhæfulausum árásum lögreglumanna eftir leikinn, sem Manchester tapaði 2-1. UEFA, knattspyrnubandalag Evrópu rannsakar nú málið og gætu bæði félögin átt yfir höfði sér refsingar. 6.4.2007 13:48 Sjá næstu 50 fréttir
Karlmaður í haldi vegna elds við Kríuhóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tíu útköll á síðasta einum og hálfum sólarhring. Tveir menn brenndust á andliti og höndum í nótt þegar kviknaði í bíl sem þeir voru í. Þá kom eldur upp í íbúð við Kríuhóla í dag og við Seljaveg í gærkvöldi. 7.4.2007 18:56
Fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn Miljarðamæringurinn Charles Simonyi varð í dag fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn. Simonay var um borð í rússneskri soyuz geimflaug sem skotið var á loft í Kazakstan. 7.4.2007 18:53
Hugvit og tækniþekking helsta framlagið gegn loftsslagsvandanum Umhverfisráðherra segir íslenska stóriðju ekki stærsta umhverfisvandamálið í heiminum, heldur notkun jarðeldsneytis. Ráðherrann segir hugvit og tækniþekkingu stærsta framlag Íslendinga til að sporna gegn loftsslagsbreytingum og draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda. 7.4.2007 18:50
Vatnslaust í Stykkishólmi Vatnslaust hefur verið í Stykkishólmi, í dag. Stofnæðin til bæjarins fór í sundur laust eftir klukkan 11 í morgun rétt neðan við Hamraenda. Verktaki sem vann við nýja lögn hjó í gömlu lögnina með þeim afleiðingum að gat kom á hana. Nú er unnið að viðgerð en reikna má með að það geti tekið nokkurn tíma því mikið vatn flæðir úr lögninni og tefur það viðgerð 7.4.2007 18:16
Páskaeggjaleit á hafsbotni Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum geta í ár tekið þátt óvenjulegri páskaeggjaleit. Verslun nokkur ákvað að bregða á leik og faldi páskaegg, á tuttugu og fimm metra dýpi, á friðuðu hafsvæðin undan ströndum Flórída. 7.4.2007 17:55
Yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins ákærðir Skipstjóri og fimm yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins sem fórst á gríska Eyjahafinu í fyrradag hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu. Tveggja er enn saknað en um sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. 7.4.2007 17:50
Karlmenn umburðarlyndir gagnvart brjóstagjöf Yfirgnæfandi meirihluti Dana telur að það sé ekkert athugavert við að mæður gefi börnum sínum brjóst á opinberum stöðum. Enginn er hissa á því, en það sem kannski kemur á óvart er að danskir karlmenn eru nokkuð umburðarlyndari í þessum málum en konur. 7.4.2007 17:43
Cortes í 11. sæti með óútkomna plötu Plata Garðars Thórs Cortes er komin í 11. sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef HMV búðana sem er stærsta hljómplötuverslunarkeðja Bretlands, og er hún þó ekki komin út. Þarna er eingöngu um fyrirfram pantanir að ræða. Platan nefnist einfaldlega Cortes og á henni eru mörg stórverk tónbókmenntanna. 7.4.2007 17:11
Kommúnistar átu kanínurnar mínar Þýski kanínuræktandinn Karl Szmolinsky hefur áhyggjur af því að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreu hafi étið risakanínurnar sem hann seldi þeim til undaneldis, á síðasta ári. Karl hefur ræktað kanínur í 47 ár og unnið til fjölda verðlauna. Kanínurnar sem hann ræktar eru risastórar og mjög matarmiklar. 7.4.2007 16:29
Hatast við sænsku konungsfjölskylduna Sænska konungsfjölskyldan hefur leitað lögfræðiráðgjafar vegna hatursfullrar heimasíðu sem bandarískur bókstafstrúarsöfnuði hefur haldið úti í tvö ár. Ástæðan fyrir þessu hatri er sú að fyrir tveim árum var sænskur prestur sakfelldur fyrir að espa til haturs gegn samkynhneigðum. Á heimasíðunni er Karl Gústaf meðal annars kallaður konungur kynvilltra hóra. 7.4.2007 16:12
Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengur aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. 7.4.2007 15:03
Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ? Tuttugu og tvö prósent Dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófi sem innflytjendur þurfa að standast til þess að fá ríkisborgararétt. Leitað var til meira en 7000 Dana á þessum aldri og prófspurningarnar lagðar fyrir þá. Spurningarnar eru 40 talsins og menn þurfa að svara minnst 28 rétt til þess að standasst prófið. 7.4.2007 14:20
Færeyingar stoltir af Jógvan Færeyingar eru glaðir mjög yfir því að Jógvan þeirra skyldi vinna X-Faktorinn á Íslandi og er um það getið í öllum fjölmiðlum eyjanna. Faktorinn var sýndur í beinni útsendingu í færeyska sjónvarpinu, en Færeyingar gátu hinsvegar ekki tekið þátt í símaatkvæðagreiðslunni. Það er rækilega tekið fram í færeysku miðlunum, og eru þeir stoltir yfir því að Jógvan skyldi vinna með sjötíu prósentum atkvæða án aðkomu landa sinna. Vikublaðið færeyska segir um keppnina: 7.4.2007 13:51
Sakar breska herinn um að leikstýra sjóliðunum Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakar breska herinn um að leikstýra bresku sjóliðunum sem teknir voru fyrir meint landhelgisbrot í íranskri lögsögu. Leiksýning hafi verið sett á svið á blaðamannafundi í gær en hún breiði ekki yfir þá staðreynd að hermennirnir hafi verið í óleyfi í íranskri lögsögu. 7.4.2007 12:33
Páfi bað fólk um að sýna samúð Krossfestingar Jesú Krists var minnst víða um heim í gær. Í táknrænni athöfn sem haldin var í Róm bað páfi um að þeim sem þjást yrði sýnd samúð. 7.4.2007 12:28
Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum síðastliðinn sólarhring. Rúmlega tvítug ólétt kona var skotin til bana og fjórtán ára piltur lét lífið eftir hnífsstungu. 7.4.2007 12:17
Banvæn forvitni Sextán manns fórust og fjölmargir slösuðust þegar jeppi sprakk í loft upp í Tamil Nadu héraði á Indlangi í dag. Þetta er ekki hryðjuverk heldur slys. Jeppinn var að flytja sprengiefni og var yfirhlaðinn. Vélin ofhitnaði svo að það kviknaði í henni. 7.4.2007 11:35
Tveir teknir fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl Lögreglan á Akureyri handtók tvo pilta fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl um miðjan dag í gær. 7.4.2007 10:04
Vill að Bretar séu jákvæðir Sendiherra Írana í Lundúnum segir Breta eiga að bregðast jákvætt við lausn sjóliðanna fimmtán. Sjóliðarnir voru í haldi Írana í tæpar tvær vikur. Þeir sögðu á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu verið beittir harðræði af Írönum. 7.4.2007 09:58
Stunginn til bana í fjöldaslagsmálum í Álaborg Rúmlega tvítugur maður lét lífið eftir að hafa verið stunginn í slagsmálum á skemmtistað í Álaborg í Danmörku í nótt. Flytja þurfti sex aðra á slysadeild eftir slagsmálin, tveir þeirra eru í lífshættu. Lögreglan hefur handtekið einn vegna málsins. 7.4.2007 09:56
Loftárásir gerðar á Gasasvæðinu Ísraelsmenn gerðu í morgun loftárásir á byggingar nærri Jabaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu. Tuttugu og tveggja ára karlmaður lét lífið. Maðurinn tilheyrði herskáum samtökum en Ísraelar telja að Palestínumenn hafi skotið flugskeytum á Ísrael frá svæðinu. 7.4.2007 09:50
Jógvan sigraði X-Factor Jógvan Hansen kom sá og sigraði í keppninni X-Factor á stöð 2 í gærkvöldi. Jógvan bar sigurðorð af HARA systrum frá Hveragerði sem veittu honum harða keppni. Jógvan er þar með fyrsti sigurvegarinn Íslands í X-Factor en hann sigraði eftir símakosningu með ríflega 70 prósent atkvæða. 7.4.2007 09:48
Eldur kom upp við Seljaveg Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Seljaveg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í upphafi slökkvistarf var slökkvilið fáliðað þar sem þrír bílar þeirra voru uppteknir í útkalli vegna sinuelda í Hafnarfirði. Fljótlega komu þó fleiri bílar á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Alls voru níu brunaútköll hjá slökkviliðinu í gærkvöldi og flest þeirra vegna sinuelda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er það mildi að bruninn við Seljaveg í gærkvöldi var ekki stærri og áhyggjuefni að slökkviliðið sé æ oftar upptekið við að klappa þúfum. Hann segir fólk verða að gera sér grein fyrir hættunni sem verið að sé að bjóða heim með þessum alvarlega leik sem sinubruni er. 7.4.2007 09:48
Mikill erill hjá lögreglu Tveir menn brenndust á höndum og andliti þegar eldur kom upp í bíl sem þeir voru í. Mennirnir sem eru ungir að árum höfðu lagt bílnum við flugvallarveg þar sem þeir tóku sig til við að sniffa kveikjaragas. Eitthvað hefur víman sú ekki dugað til því að því loknu kveiktu þeir sér í sígarettu. Við það blossaði mikill eldur í bílnum og mennirnir komust út við illan leik. Slökkvilið var kallað til og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Mennirnir voru fluttir á slysadeild og að sögn lögreglu voru þeir með fyrsta og annan stigs bruna á andliti og höndum. Bíllinn er að sögn lögreglu illa sviðinn að innan. 7.4.2007 09:47
Víða sinueldar í borginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag vegna sinubruna hér og þar í borginni og nágrenni hennar. Þrisvar hefur slökkvilið verið kallað til í Hafnarfjörðinn nú seinni partinn í dag og í kvöld vegna sinubruna, sem þó hafa allir verið minniháttar og viðráðanlegir. Slökkvilið segir benda til þess að þar séu brennuvargar að verki sem gangi um og kveiki elda. Það hefur verið þurrt og nokkuð kalt í borginni undanfarna daga og við slíkar aðstæður verður sina mjög þurr og eldfim. Búist er við vætu á morgun og þá þurfa brennuvargar eitthvað að bíða áður en þeir geta haldið áfram sinni hættulegu iðju, hafi lögregla ekki hendur í hári þeirra áður. 6.4.2007 20:58
Umferðaróhapp á Snæfellsnesvegi Umferðaróhapp varð á Snæfellsnesvegi við Bjarnarhöfn í dag. Óhappið varð þegar bíll var að taka fram úr öðrum við gatnamót þar sem það er bannað. Engan sakaði en voru ökumenn beggja bíla fluttir á sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem læknir gekk úr skugga um það. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir óhappið og þurfti kranabíla til að draga þá í burtu. 6.4.2007 20:50
Úrslitin í X-Factor í kvöld Úrslitakvöld X-Factors verður haldið í Vetrargarði í Smáralind í kvöld og keppa Hara systur og Færeyingurinn Jógvan um X-factorinn. Þau segja engu máli skipta hver beri sigur úr býtum því öll séu þau bestu vinir. Þótt Færeyingar geti ekki tekið þátt í símakosningunni verður keppnin send út beint í færeyska sjónvarpinu í fyrsta skipti í kvöld. 6.4.2007 19:32
Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. 6.4.2007 19:25
Óánægja með starfsemi Forma Mikil óánægja er meðal aðstandenda átröskunarsjúklinga með starfssemi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga og hefur verið leitað til Landlæknis með umkvartanir. Mörgum þykir Forma ganga full langt í baráttunni. 6.4.2007 19:00
Hátíðin Aldrei fór ég suður hafin Mikil eftirvænting ríkti á Ísafirði í dag en Aldrei fór ég suður hefst núna klukkan nítján. Í dag var þátttakendum hátíðarinnar boðið upp á plokkfisk í Tjöruhúsinu og var það mál manna að hann hefði bragðast betur en nokkru sinni fyrr. 6.4.2007 18:55
Spiluðu bingó á Austurvelli Eftir klukkan þrjú í dag mátti fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það mátti hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. Það eru þó ekki allir sem er tilbúnir til að fara að lögum. 6.4.2007 18:51
Feðgina saknað eftir að ferja strandaði Franskra feðgina er saknað eftir að stórt skemmtiferðaskip strandaði við grísku eyjuna Santorini í nótt. Sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. Farþegar og áhöfn voru þegar í stað flutt í annað skip, en fljótlega kom í ljós að tvo farþega vantaði, Fjörutíu og fimm ára franskan karlmann og dóttur hans. Eiginkonu mannsins og syni var hins vegar báðum bjargað. Ferðamálaráðherra Grikklands segir að þeim sem beri ábyrgðina á slysinu verði refsað harkalega fyrir atvikið. 6.4.2007 18:17
Athuga hvort sala á Glitnisbréfum sé tilkynningaskyld Samkeppniseftirlitið mun skoða það eftir helgi hvort sala á hlutabréfum í Glitni sé tilkynningaskyld til samkeppnisyfirvalda. Þá mun fjármálaeftirlitið óska eftir gögnum og fara yfir málið strax i næstu viku. 6.4.2007 18:12
Íranar segja yfirlýsingu sjóliða hreinan tilbúning Íranar gagnrýna yfirlýsingu bresku sjóliðanna 15 frá því fyrr í dag harðlega og segja hana hreinan tilbúning. Þeir segja yfirlýsinguna vera gerða til að hylma yfir mistök hersins og að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Þetta segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans sem Reuters-fréttastofan fékk með símbréfi. Sjóliðarnir héldu því fram að Íranar hefðu beitt þá harðræði í varðhaldi, bundið fyrir augu þeirra, haldið fyrir þeim vöku, geymt þá í einangrun og neytt þá til að játa að þeir hefðu verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. 6.4.2007 17:26
Ferðalangar nýta blíðuna Blíðviðri er víða um land og hafa ferðalangar margir hverjir ákveðið að nýta frídaginn til útivistar. Fjölmargir héldu saman á jeppum upp á Langjökul að íshellinum og nutu þar veðurblíðunnar. Búist er við því að það þykkni upp með kvöldinu og að ekki verði alveg jafn vænlegt til ferðalaga næstu daga páskafrísins. 6.4.2007 15:18
Norður-Kóreumenn geta loks fengið peningana sína Bandaríkjamenn segjast hafa fundið leið til þess að koma fjármunum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga á bankareikningi í Macau í hendur eigendanna. Peningarnir hafa legið frystir á bankareikningum vegna efnahagsþvingana en það var eitt skilyrði Norður-Kóreumanna fyrir kjarnorkuafvopnun að peningarnir fengjust lausir. 6.4.2007 15:15
Sjóliðar voru beittir harðræði í Íran Bresku sjóliðarnir 15 segjast hafa verið beittir harðræði í varðhaldi í Íran. Þeir segja að bundið hafi verið fyrir augu þeirra, þau sett í einangrun og þeim hótað allt að sjö ára fangelsisvist. Sjóliðarnir hafa verið látnir lausir og héldu blaðamannafund heima í Bretlandi í dag. 6.4.2007 15:10
Hjólaði lögreglumann um koll og handleggsbraut hann Lögregla þurfti að hafa afskipti af karlmanni í Austurborginni fyrir hádegi í dag. Hann var kominn að húsi konu sem ítrekað hefur kvartað undan ónæði mannsins. Lögregla ætlaði að handtaka manninn og rannsaka málið frekar þegar maðurinn stökk á bak reiðhjóli sínu og ætlaði að stinga lögreglu af. 6.4.2007 14:31
Flestir hálendisvegir eru lokaðir Vegagerðin vill brýna fyrir ferðalöngum að akstur utan vega er alltaf bannaður nema á snævi þakinni og frosinni jörð. Í tilkynningu segir að á meðan frost er að fara úr jörð er land sérstaklega viðkvæmt og sama er að segja um þá vegaslóða sem hálendisleiðirnar eru. 6.4.2007 14:07
Karzai vill ræða við talibana Hamid Karzai, forseti Afganistan hefur átt í beinum viðræðum við uppreisnarmenn talibana um að koma á varanlegum friði í landinu. Þetta viðurkenndi Karzai fyrst í dag. Talibanar hafa gefið yfirlýsingar þar sem þeir segjast nú búa sig undir mikla og blóðuga sókn með vorinu, en ofbeldið hefur magnast í landinu undanfarna mánuði. 6.4.2007 14:01
Lögregluyfirvöld í Róm verja hegðun lögreglumanna Yfirmenn lögreglunnar í Róm verja hegðun lögreglumanna borgarinnar eftir að slóst í brýnu með þeim og stuðningsmönnum Manchester United eftir leik þeirra við Rómverja í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þeir segja viðbrögð lögreglumannanna hafa verið eðlileg og að stuðningsmennirnir hafi stofnað til vandræðanna. Stuðningsmennirnir kvörtuðu undan tilhæfulausum árásum lögreglumanna eftir leikinn, sem Manchester tapaði 2-1. UEFA, knattspyrnubandalag Evrópu rannsakar nú málið og gætu bæði félögin átt yfir höfði sér refsingar. 6.4.2007 13:48