Innlent

Hátíðin Aldrei fór ég suður hafin

Mikil eftirvænting ríkti á Ísafirði í dag en Aldrei fór ég suður hefst núna klukkan nítján. Í dag var þátttakendum hátíðarinnar boðið upp á plokkfisk í Tjöruhúsinu og var það mál manna að hann hefði bragðast betur en nokkru sinni fyrr.

Starfsmenn hátíðarinnar voru í óða önn að leggja lokahönd á undirbúning hátíðarinnar í dag sem að þessu sinni stendur í tvö daga. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt mikla vinnu að baki svo halda mætti hátíðina, og eru þar sjálfboðaliðar í flestum stöðum, enda hátíðin ókeypis fyrir gesti og tónlistarmenn taka ekkert fyrir að koma fram. Herlegheitin byrja svo núna klukkan sjö.

Að sögn Guðmundar Kristjánssonar skipuleggjanda er afar mikilvægt að tónlistarmennirnir séu vel nærðir þegar þeir stíga á stokk. Því var þeim boðið upp á vestfirskan plokkfisk sem að þessu sinni bragðaðist betur en nokkru sinni. Guðmundur segir hróður plokkfisksins fara víða og þeir erlendu gestir sem spilað hafi á hátíðinni hafi óskað eftir uppskriftinni að ,,the haddock stew".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×