Innlent

Eldur kom upp við Seljaveg

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Seljaveg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í upphafi slökkvistarf var slökkvilið fáliðað þar sem þrír bílar þeirra voru uppteknir í útkalli vegna sinuelda í Hafnarfirði. Fljótlega komu þó fleiri bílar á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Alls voru níu brunaútköll hjá slökkviliðinu í gærkvöldi og flest þeirra vegna sinuelda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er það mildi að bruninn við Seljaveg í gærkvöldi var ekki stærri og áhyggjuefni að slökkviliðið sé æ oftar upptekið við að klappa þúfum. Hann segir fólk verða að gera sér grein fyrir hættunni sem verið að sé að bjóða heim með þessum alvarlega leik sem sinubruni er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×