Innlent

Athuga hvort sala á Glitnisbréfum sé tilkynningaskyld

Samkeppniseftirlitið mun skoða það eftir helgi hvort sala á hlutabréfum í Glitni sé tilkynningaskyld til samkeppnisyfirvalda. Þá mun fjármálaeftirlitið óska eftir gögnum og fara yfir málið strax i næstu viku.

Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins segir ekki ljóst á þessu stigi hvort samrunaákvæði samkeppnislaga eigi við í þessu tilfelli en í því segir að telji samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni þá geti stofnunin ógilt samruna sem þegar hefur átt sér stað.

Eins og við sögðum frá í fréttum í gær þá lögðu stærstu hluthafar Glitnis lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum til Kaupþings banka. Við samningana skipta 110 milljarðar um hendur sem líklega er Íslandsmet. Kaupþing banki hyggst svo miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Allt bendir til að það verði Baugur og FL group og félög og fjarfestar sem þeim tengjast.

 

Jónas Fr. Jónsson forstjóri fjármálaeftirlitsins segir að fjámálaeftirlitið komi einnig til með að skoða kaupin enda stærðargráða viðskiptanna það stór. Skoðað verði hvort lagaákvæði um virka eignarhluti eigi við en ef svo er þá þarf leyfi Fjármálaeftirlitsins til kaupanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×