Innlent

Tveir teknir fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl

Lögreglan á Akureyri handtók tvo pilta fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl um miðjan dag í gær. Piltarnir tveir höfðu lent í höndum lögreglunnar á Blönduósi nóttina áður og voru númerin af bílnum þeirra klippt af þar sem hann hafði ekki verið færður til skoðunar á tilsettum tíma. Ökumaður bílsins var ölvaður og var færður á lögreglustöðina á Akureyri til skýrslutöku. Þá kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum frá 2002. Nú í apríl mánuði hafði hann þrisvar sinnum verið tekinn við akstur og verið ölvaður í tvö skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×