Innlent

Flestir hálendisvegir eru lokaðir

Vegagerðin vill brýna fyrir ferðalöngum að akstur utan vega er alltaf bannaður nema á snævi þakinni og frosinni jörð. Í tilkynningu segir að á meðan frost er að fara úr jörð er land sérstaklega viðkvæmt og sama er að segja um þá vegaslóða sem hálendisleiðirnar eru.

Þá segir að nú séu aðstæður þannig að mikil aurbleyta sé og hætta á vegaskemmdum og því sé allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum. Nánari upplýsingar eru á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×