Óánægja með starfsemi Forma 6. apríl 2007 19:00 Mikil óánægja er meðal aðstandenda átröskunarsjúklinga með starfssemi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga og hefur verið leitað til Landlæknis með umkvartanir. Mörgum þykir Forma ganga full langt í baráttunni. Óánægjan hefur kraumað í nokkurn tíma en aðstandur hafa meðal annars gert athugasemdir við ráðgjafaþjónustu Forma. Heimildarmenn fréttastofu innan Spegilsins, félags aðstandenda átröskunarsjúklinga segja að forsvarsmenn Forma hafi á sínum tíma hafnað samstarfi við Spegilinn en séu nú að stökkva til og eigna sér heiður sem áralöng barátta Spegilsins hefur skilað. Er þar verið að vísa til þess að fyrir skemmstu var sett á laggirnar dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga en fulltrúar Spegilsins sátu í nefnd Landlæknis sem vann að því að koma deildinni á koppinn. Mörgum hafi því þótt súrt í broti þegar Forma lýsti því yfir að illa væri staðið að málum átröskunarsjúklinga á Íslandi. Á mánudag mótmælti Landlæknir þessum ummælum Forma og sagði enga biðlista vera lengur á geðdeildum. Í kjölfarið sendi Forma frá sér yfrilýsingu þar sem samtökin segja að þau líti á það sem gríðarlegan sigur í baráttu sinni undanfarin tvö ár að búið sé að útrýma biðlistunum. Þetta þykir mörgum félagsmönnum Spegilsins sárt enda sé heiðurinn frekar þeirra en Forma. Þá segja þeir félagsmenn Spegilsins sem fréttastofa ræddi við að þeir hafi áhyggjur af því að starfssemi Forma sé ekki fagleg enda starfi samtökin ekki með heilbrigðisyfirvöldum. Matthías Halldórsson, landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu að kvartanir hafi borist embættinu. Hann sagði að hann hefði þegar farið yfir málið með stjórn Forma og vonast til að í framtíðinni muni allir geta unnið saman að málaflokknum enda málið viðkvæmt. Alma Geirdal segist hafa heyrt af óánægju Spegilsins. Hún segir ekki rétt að Forma hafi eignað sér heiður af vinnu Spegilsins heldur hafi Forma með yfirlýsingu sinni viljað benda á að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Hún segir aðalatriðið að hjálpa sjúklingum og að rangt sé með farið að engir biðlistar séu á geðdeildum. Hið rétta sé að staða átröskunarsjúklinga á Íslandi sé slæm eins og Forma hefur ítrekað bent á. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Mikil óánægja er meðal aðstandenda átröskunarsjúklinga með starfssemi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga og hefur verið leitað til Landlæknis með umkvartanir. Mörgum þykir Forma ganga full langt í baráttunni. Óánægjan hefur kraumað í nokkurn tíma en aðstandur hafa meðal annars gert athugasemdir við ráðgjafaþjónustu Forma. Heimildarmenn fréttastofu innan Spegilsins, félags aðstandenda átröskunarsjúklinga segja að forsvarsmenn Forma hafi á sínum tíma hafnað samstarfi við Spegilinn en séu nú að stökkva til og eigna sér heiður sem áralöng barátta Spegilsins hefur skilað. Er þar verið að vísa til þess að fyrir skemmstu var sett á laggirnar dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga en fulltrúar Spegilsins sátu í nefnd Landlæknis sem vann að því að koma deildinni á koppinn. Mörgum hafi því þótt súrt í broti þegar Forma lýsti því yfir að illa væri staðið að málum átröskunarsjúklinga á Íslandi. Á mánudag mótmælti Landlæknir þessum ummælum Forma og sagði enga biðlista vera lengur á geðdeildum. Í kjölfarið sendi Forma frá sér yfrilýsingu þar sem samtökin segja að þau líti á það sem gríðarlegan sigur í baráttu sinni undanfarin tvö ár að búið sé að útrýma biðlistunum. Þetta þykir mörgum félagsmönnum Spegilsins sárt enda sé heiðurinn frekar þeirra en Forma. Þá segja þeir félagsmenn Spegilsins sem fréttastofa ræddi við að þeir hafi áhyggjur af því að starfssemi Forma sé ekki fagleg enda starfi samtökin ekki með heilbrigðisyfirvöldum. Matthías Halldórsson, landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu að kvartanir hafi borist embættinu. Hann sagði að hann hefði þegar farið yfir málið með stjórn Forma og vonast til að í framtíðinni muni allir geta unnið saman að málaflokknum enda málið viðkvæmt. Alma Geirdal segist hafa heyrt af óánægju Spegilsins. Hún segir ekki rétt að Forma hafi eignað sér heiður af vinnu Spegilsins heldur hafi Forma með yfirlýsingu sinni viljað benda á að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Hún segir aðalatriðið að hjálpa sjúklingum og að rangt sé með farið að engir biðlistar séu á geðdeildum. Hið rétta sé að staða átröskunarsjúklinga á Íslandi sé slæm eins og Forma hefur ítrekað bent á.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira