Innlent

Mikill erill hjá lögreglu

Tveir menn brenndust á höndum og andliti þegar eldur kom upp í bíl sem þeir voru í. Mennirnir sem eru ungir að árum höfðu lagt bílnum við flugvallarveg þar sem þeir tóku sig til við að sniffa kveikjaragas. Eitthvað hefur víman sú ekki dugað til því að því loknu kveiktu þeir sér í sígarettu. Við það blossaði mikill eldur í bílnum og mennirnir komust út við illan leik. Slökkvilið var kallað til og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Mennirnir voru fluttir á slysadeild og að sögn lögreglu voru þeir með fyrsta og annan stigs bruna á andliti og höndum. Bíllinn er að sögn lögreglu illa sviðinn að innan.

Annars var mikill erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 12 gistu fangageymslur vegna ölvunaraksturs og minniháttar áfloga. Tvívegis þurfti að lögregla að elta uppi menn sem reyndu að stinga hana af. Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt´ þá veitti lögegla því athygli bifreið sem var á leið eftir Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði og mældist hún á 100 kílómetra hraða. Lögregla veitti bílnum eftirför og þegar komið var að gatnamótum mættu þeir tveimur bílum. Ökuníðingurinn brá þá á það ráð að aka á milli þeirra og rakst við það utan í þá og sprengdi við það dekk. Skömmu síðar ók hann inn í íbúðarhverfi, lagði bílnum og hélt áfram á tveimur jafnfljótum. Lögegla veitti manninum eftirför og handsamaði hann í húsagarði. Hannn gistir nú fnagageymslur.

Um svipað leiti veitti lögregla athygli bíl sem ók eftir Lækjargötu í Reykjavík sem ekið var ankananlega og veitti honum eftirför. Bifreiðinni var ekið inn í íbúðarhverfi hvar 5 menn hlupu út úr honum. Lögregla handsamaði þá og þar sem enginn þeirra viðurkenndi að hafa ekið bílnum gista þeir allir fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×