Innlent

Víða sinueldar í borginni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag vegna sinubruna hér og þar í borginni og nágrenni hennar. Þrisvar hefur slökkvilið verið kallað til í Hafnarfjörðinn nú seinni partinn í dag og í kvöld vegna sinubruna, sem þó hafa allir verið minniháttar og viðráðanlegir. Slökkvilið segir benda til þess að þar séu brennuvargar að verki sem gangi um og kveiki elda. Það hefur verið þurrt og nokkuð kalt í borginni undanfarna daga og við slíkar aðstæður verður sina mjög þurr og eldfim. Búist er við vætu á morgun og þá þurfa brennuvargar eitthvað að bíða áður en þeir geta haldið áfram sinni hættulegu iðju, hafi lögregla ekki hendur í hári þeirra áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×