Innlent

Hjólaði lögreglumann um koll og handleggsbraut hann

Lögregla þurfti að hafa afskipti af karlmanni í Austurborginni fyrir hádegi í dag. Hann var kominn að húsi konu sem ítrekað hefur kvartað undan ónæði mannsins. Lögregla ætlaði að handtaka manninn og rannsaka málið frekar þegar maðurinn stökk á bak reiðhjóli sínu og ætlaði að stinga lögreglu af.

Lögreglumaður steig fyrir hann til að stöðva hann en maðurinn hélt ótrauður áfram og hjólaði lögreglumanninn um koll. Lögreglumaðurinn handleggsbrotnaði þegar hann féll í götuna. Maðurinn var svo handtekinn og á nú yfir höfði sér kæru fyrir að ráðast á lögreglumann, auk þess sem ásakanir konunnar um ofsóknir og ónæði verða rannsakaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×