Fleiri fréttir Viðbrögð oddvita flokkanna Í Reykjavík hafa verið talin 41.040 sem eru 47,9%. Næsta manneskja inn er Odný Sturludóttir með 2.286 atkvæði á bak við sig og vantar 655 atkvæði til að slá út Björn Inga Hrafnsson. Viðbrögð oddvita flokkanna eru: 27.5.2006 22:24 Samfylkingin með sjö fulltrúa og stutt í þann áttunda Samfylkingin er með öruggan meirihluta í Hafnarfirði, sjö fulltrúar inni og stutt í þann áttunda. Sjálfstæðismenn eru með þrjá fulltrúa og Vinstri grænir einn fulltrúa. Í Hafnarfirði hafa verið talin 7250 atkvæði af þeim 10191 sem í kjörkassana komu. 27.5.2006 22:05 D-listinn sigurvegari á Tálknafirði Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. 27.5.2006 21:09 Ásakaðir um hrottafengin morð Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. 27.5.2006 21:04 Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi. 27.5.2006 20:36 Kraftlistinn sigraði með 9 atkvæða mun K-listinn eða Kraftlistinn í Arnarneshreppi sigraði M-lista, Málefnalistann naumlega en talningu í Arnarneshreppi er lokið. Kraftlistinn hlaut 61 atkvæði og 3 fulltrúa í sveitarstjórn en Málefnalistinn hlaut 52 atkvæði og 2 fultlrúa. 27.5.2006 20:28 Íslensk stúlka var hætt komin í Indónesíu Óttast er að yfir þrjú þúsund manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Íslensk stúlka á skjálftasvæðinu prísar sig sæla fyrir að vera heil á húfi. 27.5.2006 20:14 Akureyrin EA-110 er á leið til Hafnarfjarðar Reiknað er með að skipið verði þar um klukkan 09:30 í fyrramálið, þann 28.5. Fjórir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á brunavakt um borð og sigmaður frá Landhelgisgæslunni. Togarinn Júlíus Geirmundsson fylgir skipinu eins og er, og varðskipið Óðinn tekur síðan við og fylgir skipinu til hafnar. 27.5.2006 19:50 Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21. 27.5.2006 19:11 TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni. TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 17:59 TF-LÍF komin að Akureyrinni TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 16:45 Minni kjörsókn í Reykjavík en árið 2002 38,22% kjósenda í Reykjavík höfðu greitt atkvæði klukkan 16 samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í kosningunum 2002 höfðu 42,71% sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði á sama tíma. 27.5.2006 16:16 Par handtekið á Húsavík Ungt par var handtekið í heimahúsi á Húsavík í gærkveldi eftir að mikið magn af fíkniefnum fannst í fórum þeirra. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talið að efnin hafi verið ætluð til sölu. 27.5.2006 16:11 Stakk 28 manns Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi. 27.5.2006 15:15 Forseti Íslands sendi forseta Indónesíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Indónesíu, Hr. Susilo Bambang Yudhoyono, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í morgun og leitt hafa til dauða þúsunda manna. 27.5.2006 15:14 Eldur logar um borð í Akureyri EA-110 Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum. 27.5.2006 15:07 Ennþá spenna á milli Fatah og Hamas Liðsmenn Hamas-samtakanna fylktu liði á Gaza-ströndinni í morgun og létu ófriðlega. 27.5.2006 15:00 Hart barist í Mogadishu Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. 27.5.2006 14:13 Frambjóðendur voru sjálfir við vinnu í kjördeild Frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi í morgun. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegisbil og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. Það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. 27.5.2006 14:12 17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. 27.5.2006 13:36 Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. 27.5.2006 13:30 Saklaust fólk drepið í hefndarskyni Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. 27.5.2006 13:30 Yfir 2.700 taldir látnir Nú er talið að í það minnsta 2.700 manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart. 27.5.2006 13:00 Aung San Suu Kyi áfram í stofufangelsi Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákveðið að framlengja stofufangelsi Aung San Suu Kyi um óákveðinn tíma. 27.5.2006 13:00 Kjörsókn dræmari en fyrir fjórum árum Nú klukkan tólf höfðu 11,92 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavík kosið. Á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu 14,06 prósent kjósenda greitt atkvæði. 27.5.2006 12:29 208 búnir að kjósa á Álftanesi Á Álftanesi eru 1509 á kjörskrá en um klukkan 12 voru 208 búnir að kjósa en það eru 13,8% þeirra sem eru á kjörskrá. 27.5.2006 12:20 Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. 27.5.2006 12:11 Dræm kjörsókn í Reykjavík í morgun Dræm kjörsókn hefur verið í Reykjavík í morgun og kosningarnar farið rólega af stað. Fyrir hádegið var kjörsókn tæp sjö prósent. Oddvitar flokkanna mættu á kjörstað fljótlega eftir að dyrnar voru opnaðar klukkan níu í morgun. 27.5.2006 12:08 Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. 27.5.2006 12:00 Segir réttlætanlegt að myrða Blair Breski þingmaðurinn George Galloway á á hættu að verða sviptur embætti sínu vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við breska tímaritið GQ. 27.5.2006 10:45 Kjörfundur er víðast hafinn Sveitarstjórnakosningar hófust stundvíslega klukkan níu í morgun. Í Reykjavík fór atkvæðagreiðsla rólega af stað en á Akureyri var biðröð við Oddeyrarskóla þegar kjörstaður þar var opnaður klukkan níu. 27.5.2006 10:07 Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu undir meðaltali Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var talsvert undir meðaltali síðustu tólf vikna. Alls seldust 147 eignir í vikunni en það er nær 30 færri eignir en sem nemur meðaltali síðustu þriggja mánaða. Kaupverð var þó tveimur og hálfri milljón króna yfir meðaltali. 27.5.2006 09:38 Mikil umferð austur á Kirkjubæjarklaustur Mikil umferð var austur á Kirkjubæjarklaustur seinnipartinn í gær og fram á nótt í tengslum við mótorkrossmót sem haldið er þar um helgina. Talið er að á annað þúsund manns séu nú samankomin á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni 27.5.2006 09:35 Erilsöm nótt hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins Nóttin var nokkuð erilsöm hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins. Dælubílarnir voru þrisvar kallaðir út. Það kviknaði í ruslageymslu í ASÍ húsinu við Grensásveg og lagði reyk um hæðirnar. 27.5.2006 09:29 Öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eynna Jövu Að minnsta kosti 1.700 manns eru taldir hafa týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eynna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart á svæðinu. 27.5.2006 09:17 Hnúfubakur í höfninni í Reykjavík Kennarar úr Klébergsskóla fengu óvæntan bónus í skemmtiferð á hvalaskoðunarbáti Eldingar um Faxaflóa í gærkvöldi. Þegar þeir sigldu inn hafnarmynnið í gömlu höfninni birtist stærðarinnar hnúfubakur rétt við endan á Ægisgarði. 27.5.2006 09:13 Porti Hafnarhússins breytt í óperusal Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum. 26.5.2006 22:56 Mótmælaganga vegna morða í Belgíu Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum. 26.5.2006 22:00 Þrír palestínskir unglingspiltar létust á Gaza Þrír palestínskir unglingspiltar létust þegar þeir voru að fikta við sprengiefni á Gaza í dag. Þá særðust þrjár erlendar konur í átökum á Vesturbakkanum. 26.5.2006 21:26 Bush og Blair viðurkenna mistök George Bush og Tony Blair viðurkenna að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið byggð á fölskum forsendum. Þeir segja að fjölmörg mistök hafi verið gerð við uppbyggingu landsins. 26.5.2006 20:45 Loftið er lævi blandið í Dili Á þriðja tug manna liggur í valnum á Austur-Tímor en þar hefur verið afar róstusamt undanfarna daga. 26.5.2006 20:00 Hraunið streymdi upp úr sjávarbotninum Japanskir vísindamenn birtu í dag einstæðar myndir af neðansjávareldgosi skammt norður af Kyrrahafseynni Gvam. 26.5.2006 19:15 Kulajeff fékk ævilangt fangelsi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun tsjetsjenskan hryðjuverkamann í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í september 2004. 330 létust í þeim hildarleik, röskur helmingur þeirra börn. 26.5.2006 18:45 Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. 26.5.2006 18:45 Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. 26.5.2006 18:06 Sjá næstu 50 fréttir
Viðbrögð oddvita flokkanna Í Reykjavík hafa verið talin 41.040 sem eru 47,9%. Næsta manneskja inn er Odný Sturludóttir með 2.286 atkvæði á bak við sig og vantar 655 atkvæði til að slá út Björn Inga Hrafnsson. Viðbrögð oddvita flokkanna eru: 27.5.2006 22:24
Samfylkingin með sjö fulltrúa og stutt í þann áttunda Samfylkingin er með öruggan meirihluta í Hafnarfirði, sjö fulltrúar inni og stutt í þann áttunda. Sjálfstæðismenn eru með þrjá fulltrúa og Vinstri grænir einn fulltrúa. Í Hafnarfirði hafa verið talin 7250 atkvæði af þeim 10191 sem í kjörkassana komu. 27.5.2006 22:05
D-listinn sigurvegari á Tálknafirði Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. 27.5.2006 21:09
Ásakaðir um hrottafengin morð Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. 27.5.2006 21:04
Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi. 27.5.2006 20:36
Kraftlistinn sigraði með 9 atkvæða mun K-listinn eða Kraftlistinn í Arnarneshreppi sigraði M-lista, Málefnalistann naumlega en talningu í Arnarneshreppi er lokið. Kraftlistinn hlaut 61 atkvæði og 3 fulltrúa í sveitarstjórn en Málefnalistinn hlaut 52 atkvæði og 2 fultlrúa. 27.5.2006 20:28
Íslensk stúlka var hætt komin í Indónesíu Óttast er að yfir þrjú þúsund manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Íslensk stúlka á skjálftasvæðinu prísar sig sæla fyrir að vera heil á húfi. 27.5.2006 20:14
Akureyrin EA-110 er á leið til Hafnarfjarðar Reiknað er með að skipið verði þar um klukkan 09:30 í fyrramálið, þann 28.5. Fjórir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á brunavakt um borð og sigmaður frá Landhelgisgæslunni. Togarinn Júlíus Geirmundsson fylgir skipinu eins og er, og varðskipið Óðinn tekur síðan við og fylgir skipinu til hafnar. 27.5.2006 19:50
Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21. 27.5.2006 19:11
TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni. TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 17:59
TF-LÍF komin að Akureyrinni TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. 27.5.2006 16:45
Minni kjörsókn í Reykjavík en árið 2002 38,22% kjósenda í Reykjavík höfðu greitt atkvæði klukkan 16 samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í kosningunum 2002 höfðu 42,71% sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði á sama tíma. 27.5.2006 16:16
Par handtekið á Húsavík Ungt par var handtekið í heimahúsi á Húsavík í gærkveldi eftir að mikið magn af fíkniefnum fannst í fórum þeirra. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talið að efnin hafi verið ætluð til sölu. 27.5.2006 16:11
Stakk 28 manns Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi. 27.5.2006 15:15
Forseti Íslands sendi forseta Indónesíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Indónesíu, Hr. Susilo Bambang Yudhoyono, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í morgun og leitt hafa til dauða þúsunda manna. 27.5.2006 15:14
Eldur logar um borð í Akureyri EA-110 Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum. 27.5.2006 15:07
Ennþá spenna á milli Fatah og Hamas Liðsmenn Hamas-samtakanna fylktu liði á Gaza-ströndinni í morgun og létu ófriðlega. 27.5.2006 15:00
Hart barist í Mogadishu Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. 27.5.2006 14:13
Frambjóðendur voru sjálfir við vinnu í kjördeild Frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi í morgun. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegisbil og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. Það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. 27.5.2006 14:12
17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. 27.5.2006 13:36
Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. 27.5.2006 13:30
Saklaust fólk drepið í hefndarskyni Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. 27.5.2006 13:30
Yfir 2.700 taldir látnir Nú er talið að í það minnsta 2.700 manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart. 27.5.2006 13:00
Aung San Suu Kyi áfram í stofufangelsi Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákveðið að framlengja stofufangelsi Aung San Suu Kyi um óákveðinn tíma. 27.5.2006 13:00
Kjörsókn dræmari en fyrir fjórum árum Nú klukkan tólf höfðu 11,92 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavík kosið. Á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu 14,06 prósent kjósenda greitt atkvæði. 27.5.2006 12:29
208 búnir að kjósa á Álftanesi Á Álftanesi eru 1509 á kjörskrá en um klukkan 12 voru 208 búnir að kjósa en það eru 13,8% þeirra sem eru á kjörskrá. 27.5.2006 12:20
Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. 27.5.2006 12:11
Dræm kjörsókn í Reykjavík í morgun Dræm kjörsókn hefur verið í Reykjavík í morgun og kosningarnar farið rólega af stað. Fyrir hádegið var kjörsókn tæp sjö prósent. Oddvitar flokkanna mættu á kjörstað fljótlega eftir að dyrnar voru opnaðar klukkan níu í morgun. 27.5.2006 12:08
Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. 27.5.2006 12:00
Segir réttlætanlegt að myrða Blair Breski þingmaðurinn George Galloway á á hættu að verða sviptur embætti sínu vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við breska tímaritið GQ. 27.5.2006 10:45
Kjörfundur er víðast hafinn Sveitarstjórnakosningar hófust stundvíslega klukkan níu í morgun. Í Reykjavík fór atkvæðagreiðsla rólega af stað en á Akureyri var biðröð við Oddeyrarskóla þegar kjörstaður þar var opnaður klukkan níu. 27.5.2006 10:07
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu undir meðaltali Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var talsvert undir meðaltali síðustu tólf vikna. Alls seldust 147 eignir í vikunni en það er nær 30 færri eignir en sem nemur meðaltali síðustu þriggja mánaða. Kaupverð var þó tveimur og hálfri milljón króna yfir meðaltali. 27.5.2006 09:38
Mikil umferð austur á Kirkjubæjarklaustur Mikil umferð var austur á Kirkjubæjarklaustur seinnipartinn í gær og fram á nótt í tengslum við mótorkrossmót sem haldið er þar um helgina. Talið er að á annað þúsund manns séu nú samankomin á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni 27.5.2006 09:35
Erilsöm nótt hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins Nóttin var nokkuð erilsöm hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins. Dælubílarnir voru þrisvar kallaðir út. Það kviknaði í ruslageymslu í ASÍ húsinu við Grensásveg og lagði reyk um hæðirnar. 27.5.2006 09:29
Öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eynna Jövu Að minnsta kosti 1.700 manns eru taldir hafa týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eynna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart á svæðinu. 27.5.2006 09:17
Hnúfubakur í höfninni í Reykjavík Kennarar úr Klébergsskóla fengu óvæntan bónus í skemmtiferð á hvalaskoðunarbáti Eldingar um Faxaflóa í gærkvöldi. Þegar þeir sigldu inn hafnarmynnið í gömlu höfninni birtist stærðarinnar hnúfubakur rétt við endan á Ægisgarði. 27.5.2006 09:13
Porti Hafnarhússins breytt í óperusal Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum. 26.5.2006 22:56
Mótmælaganga vegna morða í Belgíu Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum. 26.5.2006 22:00
Þrír palestínskir unglingspiltar létust á Gaza Þrír palestínskir unglingspiltar létust þegar þeir voru að fikta við sprengiefni á Gaza í dag. Þá særðust þrjár erlendar konur í átökum á Vesturbakkanum. 26.5.2006 21:26
Bush og Blair viðurkenna mistök George Bush og Tony Blair viðurkenna að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið byggð á fölskum forsendum. Þeir segja að fjölmörg mistök hafi verið gerð við uppbyggingu landsins. 26.5.2006 20:45
Loftið er lævi blandið í Dili Á þriðja tug manna liggur í valnum á Austur-Tímor en þar hefur verið afar róstusamt undanfarna daga. 26.5.2006 20:00
Hraunið streymdi upp úr sjávarbotninum Japanskir vísindamenn birtu í dag einstæðar myndir af neðansjávareldgosi skammt norður af Kyrrahafseynni Gvam. 26.5.2006 19:15
Kulajeff fékk ævilangt fangelsi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun tsjetsjenskan hryðjuverkamann í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í september 2004. 330 létust í þeim hildarleik, röskur helmingur þeirra börn. 26.5.2006 18:45
Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. 26.5.2006 18:45
Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. 26.5.2006 18:06