Erlent

Hart barist í Mogadishu

Ríkisstjórn Sómalíu er ekki við stjórnvölinn í landinu heldur flokkar stríðsherra.
Ríkisstjórn Sómalíu er ekki við stjórnvölinn í landinu heldur flokkar stríðsherra. MYND/AP

Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Barist hefur verið í höfuðborginni síðan á miðvikudag og liggur á fjórða hundrað manns í valnum, flestir óbreyttir borgarar. Flokkar stríðsherra sem í raun fara með öll völd í landinu takast þar á en á meðan reynir herlið ríkisstjórnarinnar að koma á lögum og reglu af veikum mætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×