Fleiri fréttir Erlendum ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26.5.2006 17:33 Villandi upplýsingar um mengun álvers í Helguvík Frambjóðendur Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjanesbæ segja að mengun af völdum álvers í Helguvík verði mun meiri en hingað til hefur verið haldið fram. 26.5.2006 17:30 Þrjár erlendar konur særðust í átökum á Vesturbakkanum Átök brutust út þegar mótmæli fóru fram í dag gegn múrnum sem Ísraelsmenn hafa verið að reisa undanfarin misseri á Vesturbakkanum. Fjórir eru sagðir hafa særst í átökunum, einn ísraelskur hermaður og 26.5.2006 17:21 Mótmæli gegn frístundabyggð Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn "Hópur sem lætur sér framtíð og náttúru Úlfljótsvatns varða" afhenti borgarstjóra í dag mótmæli gegn fyrirhuguðum framkvæmdum Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn. 26.5.2006 17:00 Geirþrúður Alfreðsdóttir flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur m.a. starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Geirþrúður er m.a. með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, C.S. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og atvinnuflugmannspróf. Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í flugöryggismálum og flugslysarannsóknum. Geirþrúður mun hefja störf á næstu vikum. 26.5.2006 16:53 HB Grandi tapar 1.337 m.kr. HB Grandi birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða síðastliðin miðvikudaginn og var niðurstaðan tap upp á 1.337 m.kr. samanborið við 763 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. 26.5.2006 16:31 Tekur við innanlandsfluginu 1. júní Samningar hafa náðst um kaup Flugfélags Vestmannaeyja á flugvélum og tilheyrandi búnaði sem Landsflug hefur notað í innanlandsfluginu. Um er að ræða tvær nítján sæta Dornier 228 vélar og eina sex sæta Chivtainflugvél sem Landsflug hefur notað í sjúkraflugi. 26.5.2006 16:11 Engar fregnir af mannfalli í Washington Engar fregnir hafa borist af mannfalli eftir að skothvellir heyrðust í bílageymslu hinnar svokölluðu Rayburn-byggingar, í næsta nágrenni við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum, á þriðja tímanum að íslenskum tíma. 26.5.2006 16:02 Sumarskóli fyrir nýja Íslendinga Sumarskóli sem rekinn er af nokkrum stofnunum Reykjavíkurborgar, verður starfræktur í sumar, en hann er ætlaður þeim sem búið hafa á Íslandi skemur en fjögur ár. Nýjum Íslendingum á öllum aldri býðst nú í sumar kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt samfélag. 26.5.2006 15:22 Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði um eitt leitið í dag. Svo virðist sem sólbráð hafi komið flóðinu af stað, en sólkskin er búið að vera á Siglufirði í dag. Talið er öruggt að varnagarðar sem eru í hlíðinni hafa varnað því að flóðið náði til byggða, en flóðið stækkaði ört eftir því sem neðar dró. 26.5.2006 15:11 Skothríð heyrðist í þinghúsinu í Washington Skothríð heyrðist í eða við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu. Byggingunni hefur verið lokað og enginn fær að fara inn í eða út. Ekki liggja fyrir nánari fregnir af þessu á þessari stundu en við munum að sjálfsögðu greina frá þeim um leið og þær berast. 26.5.2006 15:03 Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. 26.5.2006 13:55 Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. 26.5.2006 13:50 Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við. 26.5.2006 13:46 Löggæsla stórefld á Kirkjubæjarklaustri Löggæsla á Kirkjubæjarklaustri verður stórefld um komandi helgi en tilefnið er árlegt mótorkrossmót sem haldið verður í grennd við Kirkjubæjarklaustur þessa helgi og er eitt fjölmennasta akstursíþróttamót landsins, þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 26.5.2006 13:33 Úrslit í mjólkurfernusamkeppni Í morgun var tilkynnt um úrslit í samkeppni MS um texta á mjólkurfernur. 64 textar hlutu verðlaun en höfundunum var sett fyrir að svara spurningunni "Hvað er að vera ég?" í 60-100 orðum. Hver af þessum 64 textum mun birtast á um 600 þúsund mjólkurfernum næstu tvö árin, þannig að höfundarnir ungu munu fá mun betri dreifingu en flest íslensk skáld. 26.5.2006 13:01 DV braut gegn siðareglum Blaðamannafélagsins Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir ritstjórn DV hafa brotið gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í janúar síðastliðnum. 26.5.2006 12:15 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir gíslatöku í Rússlandi Téténskur aðskilnaðarsinni, sem ásamt öðrum, hélt 1.000 börnum í gíslingu í skóla í Beslan í Rússlandi árið 2004, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. 330 manns létu lífið í gíslatökunni. 26.5.2006 11:51 Könnun á fylgi flokka á Álftanesi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%. 26.5.2006 11:31 Klippti af fingri manns með garðklippum Lögreglan á Akureyri handtók í gær þrjá menn sem réðust á aðra þrjá í húsi í miðbæ Akureyrar um hádegisbil í gær. Klippt var framan af fingri eins mannsins með garðklippum. 26.5.2006 10:54 Ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fram fara í Leifsstöð. Þannig voru erlendir ferðamenn rúmlega 73.400 talsins samanborið við 69.700 erlenda ferðamenn á sama tímabili í fyrra, þetta kemur fram á vef ferðamálastofu. 26.5.2006 10:34 Sprengt við markað í Bagdad Í það minnsta fjórir létust og 30 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk rétt eftir að forsætisráðherra Íraks sagði það eitt allra mikilvægasta verkefni nýrrar stjórnar að berjast gegn ofbeldi í höfuðborginni. 26.5.2006 10:27 Frumvarp um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda samþykkt Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær umdeilt frumvarp sem gefur milljónum ólöglegra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. 62 voru fylgjandi frumvarpinu en 36 greiddu atkvæði gegn því. Frumvarpið kveður einnig á um stóraukið landamæraeftirlit á landamærunum við Mexíkó til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. 26.5.2006 09:45 Friðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær. Aukafriðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær. Þessir 150 fyrstu munu tryggja öryggi flugvallarins í höfuðborginni Dili en alls hafa Ástralir sagst munu senda þrettán hundruð hermenn til þess að hjálpa til við að koma á friði í landinu unga. 26.5.2006 09:39 Eldur í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut Minnstu munaði að stórtjón yrði í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar eldur kviknaði þar í bíl. Mikið af eldfimum húsgögnum og pappakössum voru í húsinu og fór eldvarnakerfi í gang. 26.5.2006 09:37 Bush og Blair óánægðir með árangur í Írak George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja stríðið í Írak ekki hafa gengið eins vel og þeir hefðu vonast til. Bush sagði mörg mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina, þau alvarlegustu hafi verið pyntingarnar í Abu Graib fangelsinu. Blair er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. 26.5.2006 09:30 Tjón bænda vegna kuldakasts Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum. 26.5.2006 09:30 Ólíkar niðurstöður skoðanakannana Flökt er á milli hinna ýmsu skoðanakannana, sem verið er að gera þessa dagana, á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kannanirnar séu ekki mjög misvísandi gæti skipt sköpum hver reynist réttust. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS gefur Sjálfstæðisflokki átta fulltrúa, eða hreinan meirihluta, og Samfylkingunni fjóra. Könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið gefur Framsóknarflokknum einn fulltrúa, á kostnað meirihluta Sjálfstæðsiflokksins. Könnun Fréttablasins bætir fimmta manni við Samfylkinguna á meðan fulltrúi Framsóknar hverfur og sömuleiðis meirihluti Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir fá tvo fulltrúa. 26.5.2006 09:15 Dæmt í Enron-málinu Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Enron, Ken Lay og Jeffrey Skilling, voru í gær fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða, í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Skilling getur átt von á allt að 185 ára fangelsi en Lay getur búist við allt að 65 ára fangelsi. 26.5.2006 09:00 Bruni á Vesturgötu Það þykir ganga kraftaverki næst að tvær rosknar konur björguðust úr eldsvoða Í fjögurra hæða íbúðahúsi við Vesturgötu í Reykjavík snemma í morgun. Eldur hafði kraumað lengi í íbúð þeirra og gríðarlegur hiti myndast þegar þær vöknuðu og komust út. 26.5.2006 08:45 Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. 25.5.2006 18:29 Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. 25.5.2006 19:30 Slasaðist á krossarahjóli Lögreglan í Reykjavík og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna unglingsdrengs sem hafði slasast við sandgryfjurnar við Þingvallaveg. Talið er að drengurinn hafi slasast þegar hann var að leik á krossarahjóli sínu í sandgryfjunum en hann reyndist vera handleggsbrotinn. 25.5.2006 19:12 Ekki skylt að vera í björgunarvestum Farþegar um borð í skipum eða bátum þurfa ekki að vera í björgunarvestum á meðan á sjóferð stendur. Í lögum er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar viti hvar björgunarbúnað er að finna og hvernig hann skuli notaður. 25.5.2006 19:00 Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. 25.5.2006 19:00 Drengur fluttur með TF-Líf Unglingspiltur slasaðist í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag þegar hópur skólakrakka var á leið niður Esjuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveitunum Kyndli og Kili voru kallaðar út. 25.5.2006 18:57 Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 18:52 Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. 25.5.2006 18:48 TF-Líf sækir tvo göngumenn á Esjuna Tveir göngumenn slösuðust í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kyndli og Kili voru kallaðar út. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og er hún á leiðinni. 25.5.2006 16:38 Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 15:32 Nálægt því að ná samkomulagi um aðstoð til Írans Fulltrúar sex stórvelda eru nálægt því að ná samkomulagi um endanlegt tilboð um aðstoð til Íransstjórnar, gegn því að auðgun úrans verði hætt. Ef tilboðinu verður ekki tekið á að grípa til refsiaðgerða. Þjóðirnar sex sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hafa hingað til ekki náð að koma sér saman um hvernig eigi að tækla kjarnorkudeiluna við Írana. 25.5.2006 13:31 Rafmagnslaust í Sunda- og Teigahverfi Rafmagnslaust varð í Sunda- og Teigahverfi rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar háspennustrengur fór í sundur við Sæbraut móts við Dalsveg. Í fyrstu duttu fimm dreifistöðvar Orkuveitunnar út en þegar reynt var að setja inn rafmagn eftir öðrum leiðum kom upp bilun í kerfinu sem varð til þess að fimm dreifistöðvar til viðbótar duttu út. Rafmagnsleysið náði frá Sæbraut innundir Njörvasund, í Teigahverfi og við Vatnagarða og Sundagarða. Rafmagn er nú komið á í öllum hverfum og vonast Orkuveitan til þess að kerfið haldi þar til lokið verður við viðgerðir á strengnum. 25.5.2006 12:45 Hefur sótt um ríkisborgarrétt Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur lagt inn umsókn um íslenskan ríkisborgararétt til dómsmálaráðuneytisins. Hins vegar er ekki búist við að hún verði afgreidd fyrr en eftir átta til tólf mánuði. 25.5.2006 12:30 Tvö og hálft ár fyrir árás með felgulykli Karlmaður var í gær dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni. 25.5.2006 11:00 Harmar viðbrögð stjórnenda spítalans Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar viðbrögð stjórnenda Landspítala - háskólasjúkrahúss við upplýsingum um ráðningarkjör dönsku hjúkrunarfræðinganna sem hefja störf við spítalann í sumar. Í yfirlýsingu frá stjórn hjúkrunarfræðinga segir að hún standi fast við útreikninga sína. 25.5.2006 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
Erlendum ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26.5.2006 17:33
Villandi upplýsingar um mengun álvers í Helguvík Frambjóðendur Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjanesbæ segja að mengun af völdum álvers í Helguvík verði mun meiri en hingað til hefur verið haldið fram. 26.5.2006 17:30
Þrjár erlendar konur særðust í átökum á Vesturbakkanum Átök brutust út þegar mótmæli fóru fram í dag gegn múrnum sem Ísraelsmenn hafa verið að reisa undanfarin misseri á Vesturbakkanum. Fjórir eru sagðir hafa særst í átökunum, einn ísraelskur hermaður og 26.5.2006 17:21
Mótmæli gegn frístundabyggð Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn "Hópur sem lætur sér framtíð og náttúru Úlfljótsvatns varða" afhenti borgarstjóra í dag mótmæli gegn fyrirhuguðum framkvæmdum Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn. 26.5.2006 17:00
Geirþrúður Alfreðsdóttir flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur m.a. starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Geirþrúður er m.a. með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, C.S. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og atvinnuflugmannspróf. Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í flugöryggismálum og flugslysarannsóknum. Geirþrúður mun hefja störf á næstu vikum. 26.5.2006 16:53
HB Grandi tapar 1.337 m.kr. HB Grandi birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða síðastliðin miðvikudaginn og var niðurstaðan tap upp á 1.337 m.kr. samanborið við 763 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. 26.5.2006 16:31
Tekur við innanlandsfluginu 1. júní Samningar hafa náðst um kaup Flugfélags Vestmannaeyja á flugvélum og tilheyrandi búnaði sem Landsflug hefur notað í innanlandsfluginu. Um er að ræða tvær nítján sæta Dornier 228 vélar og eina sex sæta Chivtainflugvél sem Landsflug hefur notað í sjúkraflugi. 26.5.2006 16:11
Engar fregnir af mannfalli í Washington Engar fregnir hafa borist af mannfalli eftir að skothvellir heyrðust í bílageymslu hinnar svokölluðu Rayburn-byggingar, í næsta nágrenni við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum, á þriðja tímanum að íslenskum tíma. 26.5.2006 16:02
Sumarskóli fyrir nýja Íslendinga Sumarskóli sem rekinn er af nokkrum stofnunum Reykjavíkurborgar, verður starfræktur í sumar, en hann er ætlaður þeim sem búið hafa á Íslandi skemur en fjögur ár. Nýjum Íslendingum á öllum aldri býðst nú í sumar kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt samfélag. 26.5.2006 15:22
Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði um eitt leitið í dag. Svo virðist sem sólbráð hafi komið flóðinu af stað, en sólkskin er búið að vera á Siglufirði í dag. Talið er öruggt að varnagarðar sem eru í hlíðinni hafa varnað því að flóðið náði til byggða, en flóðið stækkaði ört eftir því sem neðar dró. 26.5.2006 15:11
Skothríð heyrðist í þinghúsinu í Washington Skothríð heyrðist í eða við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu. Byggingunni hefur verið lokað og enginn fær að fara inn í eða út. Ekki liggja fyrir nánari fregnir af þessu á þessari stundu en við munum að sjálfsögðu greina frá þeim um leið og þær berast. 26.5.2006 15:03
Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. 26.5.2006 13:55
Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. 26.5.2006 13:50
Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við. 26.5.2006 13:46
Löggæsla stórefld á Kirkjubæjarklaustri Löggæsla á Kirkjubæjarklaustri verður stórefld um komandi helgi en tilefnið er árlegt mótorkrossmót sem haldið verður í grennd við Kirkjubæjarklaustur þessa helgi og er eitt fjölmennasta akstursíþróttamót landsins, þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 26.5.2006 13:33
Úrslit í mjólkurfernusamkeppni Í morgun var tilkynnt um úrslit í samkeppni MS um texta á mjólkurfernur. 64 textar hlutu verðlaun en höfundunum var sett fyrir að svara spurningunni "Hvað er að vera ég?" í 60-100 orðum. Hver af þessum 64 textum mun birtast á um 600 þúsund mjólkurfernum næstu tvö árin, þannig að höfundarnir ungu munu fá mun betri dreifingu en flest íslensk skáld. 26.5.2006 13:01
DV braut gegn siðareglum Blaðamannafélagsins Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir ritstjórn DV hafa brotið gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í janúar síðastliðnum. 26.5.2006 12:15
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir gíslatöku í Rússlandi Téténskur aðskilnaðarsinni, sem ásamt öðrum, hélt 1.000 börnum í gíslingu í skóla í Beslan í Rússlandi árið 2004, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. 330 manns létu lífið í gíslatökunni. 26.5.2006 11:51
Könnun á fylgi flokka á Álftanesi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%. 26.5.2006 11:31
Klippti af fingri manns með garðklippum Lögreglan á Akureyri handtók í gær þrjá menn sem réðust á aðra þrjá í húsi í miðbæ Akureyrar um hádegisbil í gær. Klippt var framan af fingri eins mannsins með garðklippum. 26.5.2006 10:54
Ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fram fara í Leifsstöð. Þannig voru erlendir ferðamenn rúmlega 73.400 talsins samanborið við 69.700 erlenda ferðamenn á sama tímabili í fyrra, þetta kemur fram á vef ferðamálastofu. 26.5.2006 10:34
Sprengt við markað í Bagdad Í það minnsta fjórir létust og 30 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk rétt eftir að forsætisráðherra Íraks sagði það eitt allra mikilvægasta verkefni nýrrar stjórnar að berjast gegn ofbeldi í höfuðborginni. 26.5.2006 10:27
Frumvarp um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda samþykkt Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær umdeilt frumvarp sem gefur milljónum ólöglegra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. 62 voru fylgjandi frumvarpinu en 36 greiddu atkvæði gegn því. Frumvarpið kveður einnig á um stóraukið landamæraeftirlit á landamærunum við Mexíkó til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. 26.5.2006 09:45
Friðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær. Aukafriðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær. Þessir 150 fyrstu munu tryggja öryggi flugvallarins í höfuðborginni Dili en alls hafa Ástralir sagst munu senda þrettán hundruð hermenn til þess að hjálpa til við að koma á friði í landinu unga. 26.5.2006 09:39
Eldur í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut Minnstu munaði að stórtjón yrði í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar eldur kviknaði þar í bíl. Mikið af eldfimum húsgögnum og pappakössum voru í húsinu og fór eldvarnakerfi í gang. 26.5.2006 09:37
Bush og Blair óánægðir með árangur í Írak George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja stríðið í Írak ekki hafa gengið eins vel og þeir hefðu vonast til. Bush sagði mörg mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina, þau alvarlegustu hafi verið pyntingarnar í Abu Graib fangelsinu. Blair er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. 26.5.2006 09:30
Tjón bænda vegna kuldakasts Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum. 26.5.2006 09:30
Ólíkar niðurstöður skoðanakannana Flökt er á milli hinna ýmsu skoðanakannana, sem verið er að gera þessa dagana, á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kannanirnar séu ekki mjög misvísandi gæti skipt sköpum hver reynist réttust. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS gefur Sjálfstæðisflokki átta fulltrúa, eða hreinan meirihluta, og Samfylkingunni fjóra. Könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið gefur Framsóknarflokknum einn fulltrúa, á kostnað meirihluta Sjálfstæðsiflokksins. Könnun Fréttablasins bætir fimmta manni við Samfylkinguna á meðan fulltrúi Framsóknar hverfur og sömuleiðis meirihluti Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir fá tvo fulltrúa. 26.5.2006 09:15
Dæmt í Enron-málinu Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Enron, Ken Lay og Jeffrey Skilling, voru í gær fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða, í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Skilling getur átt von á allt að 185 ára fangelsi en Lay getur búist við allt að 65 ára fangelsi. 26.5.2006 09:00
Bruni á Vesturgötu Það þykir ganga kraftaverki næst að tvær rosknar konur björguðust úr eldsvoða Í fjögurra hæða íbúðahúsi við Vesturgötu í Reykjavík snemma í morgun. Eldur hafði kraumað lengi í íbúð þeirra og gríðarlegur hiti myndast þegar þær vöknuðu og komust út. 26.5.2006 08:45
Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. 25.5.2006 18:29
Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. 25.5.2006 19:30
Slasaðist á krossarahjóli Lögreglan í Reykjavík og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna unglingsdrengs sem hafði slasast við sandgryfjurnar við Þingvallaveg. Talið er að drengurinn hafi slasast þegar hann var að leik á krossarahjóli sínu í sandgryfjunum en hann reyndist vera handleggsbrotinn. 25.5.2006 19:12
Ekki skylt að vera í björgunarvestum Farþegar um borð í skipum eða bátum þurfa ekki að vera í björgunarvestum á meðan á sjóferð stendur. Í lögum er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar viti hvar björgunarbúnað er að finna og hvernig hann skuli notaður. 25.5.2006 19:00
Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. 25.5.2006 19:00
Drengur fluttur með TF-Líf Unglingspiltur slasaðist í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag þegar hópur skólakrakka var á leið niður Esjuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveitunum Kyndli og Kili voru kallaðar út. 25.5.2006 18:57
Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 18:52
Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. 25.5.2006 18:48
TF-Líf sækir tvo göngumenn á Esjuna Tveir göngumenn slösuðust í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kyndli og Kili voru kallaðar út. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og er hún á leiðinni. 25.5.2006 16:38
Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 15:32
Nálægt því að ná samkomulagi um aðstoð til Írans Fulltrúar sex stórvelda eru nálægt því að ná samkomulagi um endanlegt tilboð um aðstoð til Íransstjórnar, gegn því að auðgun úrans verði hætt. Ef tilboðinu verður ekki tekið á að grípa til refsiaðgerða. Þjóðirnar sex sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hafa hingað til ekki náð að koma sér saman um hvernig eigi að tækla kjarnorkudeiluna við Írana. 25.5.2006 13:31
Rafmagnslaust í Sunda- og Teigahverfi Rafmagnslaust varð í Sunda- og Teigahverfi rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar háspennustrengur fór í sundur við Sæbraut móts við Dalsveg. Í fyrstu duttu fimm dreifistöðvar Orkuveitunnar út en þegar reynt var að setja inn rafmagn eftir öðrum leiðum kom upp bilun í kerfinu sem varð til þess að fimm dreifistöðvar til viðbótar duttu út. Rafmagnsleysið náði frá Sæbraut innundir Njörvasund, í Teigahverfi og við Vatnagarða og Sundagarða. Rafmagn er nú komið á í öllum hverfum og vonast Orkuveitan til þess að kerfið haldi þar til lokið verður við viðgerðir á strengnum. 25.5.2006 12:45
Hefur sótt um ríkisborgarrétt Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur lagt inn umsókn um íslenskan ríkisborgararétt til dómsmálaráðuneytisins. Hins vegar er ekki búist við að hún verði afgreidd fyrr en eftir átta til tólf mánuði. 25.5.2006 12:30
Tvö og hálft ár fyrir árás með felgulykli Karlmaður var í gær dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni. 25.5.2006 11:00
Harmar viðbrögð stjórnenda spítalans Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar viðbrögð stjórnenda Landspítala - háskólasjúkrahúss við upplýsingum um ráðningarkjör dönsku hjúkrunarfræðinganna sem hefja störf við spítalann í sumar. Í yfirlýsingu frá stjórn hjúkrunarfræðinga segir að hún standi fast við útreikninga sína. 25.5.2006 10:45