Erlent

Aung San Suu Kyi áfram í stofufangelsi

Aung San Suu Kyi með stuðningsmönnum sínum á meðan hún hafði ennþá frelsi.
Aung San Suu Kyi með stuðningsmönnum sínum á meðan hún hafði ennþá frelsi. MYND/AP

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákveðið að framlengja stofufangelsi Aung San Suu Kyi um óákveðinn tíma. Suu Kyi hefur eytt tíu af síðastliðnum sautján árum í stofufangelsi en hún fékk á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels fyrir friðsamlega baráttu sína fyrir lýðræði í landinu. Flokkur hennar vann yfirburðasigur í þingkosningum í landinu árið 1990 en herforingjarnir neituðu að viðurkenna úrslitin. Erindrekar Sameinuðu þjóðanna fengu að hitta Suu Kyi í síðustu viku og því stóðu vonir til að hún fengi frelsi sitt á ný þegar stofufangelsinu lyki í dag. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að framlengja það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×