Erlent

Ennþá spenna á milli Fatah og Hamas

Hamas-menn eru ekki alltaf árennilegir.
Hamas-menn eru ekki alltaf árennilegir. MYND/AP

Liðsmenn Hamas-samtakanna fylktu liði á Gaza-ströndinni í morgun og létu ófriðlega. Þrátt fyrir sáttaumleitanir oddvita Hamas og Fatah-hreyfingarinnar virðist því ekki hafa tekist að draga úr spennunni á milli þessara fylkinga. Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, lýsti því yfir í vikunni að tækist þeim ekki að koma sér saman um markmið og áherslur í stjórnmálum Palestínumanna myndi hann boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvernig landamæri herteknu svæðanna ættu að liggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×