Erlent

Íslensk stúlka var hætt komin í Indónesíu

Fórnarlamb jarðskjálftans bíður eftir að verða flutt á sjúkrahús.
Fórnarlamb jarðskjálftans bíður eftir að verða flutt á sjúkrahús. MYND/AP

Óttast er að yfir þrjú þúsund manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Íslensk stúlka á skjálftasvæðinu prísar sig sæla fyrir að vera heil á húfi.

Jarðskjálftinn sem var af stærðinni 6,2 reið yfir laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld að íslenskum tíma. Upptök hans voru 25 kílómetra suður af hinni fornu borg Yogyakarta, á vestanverðri Jövu.

Talið er víst að látnum eigi eftir að fjölga þar sem þúsundir manna eru slasaðar og margir ennþá fastir undir húsarústum. Erfitt er um aðdrætti á svæðinu og læknar eru sagðir allt of fáir til að ráða við ástandið.

Íslensk stúlka sem býr í Yogyakarta var rétt nýkomin á fætur þegar allt tók að skjálfa en hún komst heilu og höldnu út úr húsi sínu.

Þótt skjálftamiðjan sé skammt frá sjó virðist samt sem engin flóðbylgja hafi myndast í kjölfar hans. Indónesía er á jarðflekaskilum og þar eru jarðhræringar algengar. Skemmst er að minnast skjálftans mikla á öðrum degi jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem fylgdi á eftir en þá fórust meira en 200.000 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×