Fleiri fréttir Minnisvarði veitir upplýsingar Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið minnisvarða höggvinn úr steindranga í norður hluta landsins. Hann gæti veitt nýjar upplýsingar um eina elstu þjóðmenningu álfunnar. 10.5.2006 22:45 Fasteignaverð hefur hækkað um 67% Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 67% frá því í ágúst 2004, eða þegar bankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka en þar kemur einnig fram að fasteignaverðið hækkaði um fjórðung á síðasta ári. Af tuttugu og tveimur höfuðborgum í Evrópu er fasteignaverð á Íslandi það áttunda hæsta. 10.5.2006 22:25 Sirkusfílar á vappi í Svíþjóð Það voru sirkusfílar sem mættu þeim sem áttu leið um nálægt vænum Väsby í Svíþjóð í gærkvöldi. Verið var að ferja fílana með flutningbíl þegar ökumaður missti bílinn útaf veginum þar sem hann valt síðan. 10.5.2006 22:15 Hefja kjaraviðræður á ný Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag. 10.5.2006 22:01 Ríkislögmaður Breta vill að Guantanamo fangelsinu verði lokað Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í dag. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. 10.5.2006 21:54 Meinuðu Dorrit að fara úr landi Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael. 10.5.2006 21:28 Í gæsluvarðhald fyrir íkveikjur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af. 10.5.2006 20:45 Þjóðminjasafnið tilnefnt til verðlauna Þjóðminjasafnið hefur verið valið í úrslit í samkeppni um safn Evrópu árið 2006. Ástæða þess að Þjóðminjasafnið hlýtur þessa tilnefningu er vel heppnuð endurskipulagning og endurhönnun sýninga og starfsemi safnsins. Þrenn verðlaun eru í samkeppninni, verðlaun sem safn ársins, verðlaun á vegum Evrópuráðsins og ítölsku Micheletti verðlaunin sem eru bjartsýnisverðlaun til safns á sviði tækni eða iðnaðar. 10.5.2006 19:39 Loksins fullkomið fangelsi Meðal þess sem gert verður til að taka á fíkniefnavanda í fangelsum, verður að koma upp meðferðardeild, þannig að spurn eftir fíkniefnum minnki. Fangelsismálastjóri vonast til að áratugalangri byggingasögu nýs og fullkomins fangelsis, ljúki fljótlega. 10.5.2006 19:16 Helmingsmunur á kexpakka Helmingsmunur getur verið á verði sams konar kexpakka í matvörubúðum sem eru hlið við hlið. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ segir fákeppni ríkja á matvörumarkaði, en með skynsömum innkaupum geti neytendur haldið verðinu í skefjum. 10.5.2006 18:55 Mikið um hraðakstur Mikið hefur verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhring. Alls hafa 54 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur og þar af reyndust 38 þeirra hafa ekið á yfir 100 kílómetra hraða á stofnbrautum. Fíkniefni fundust auk þess í bíl hjá einum ökumanni og þá fannst talsvert magn af fíkniefnum á heimili mannsins. Þá voru níu ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma og nota ekki handfrjálsan búnað. 10.5.2006 18:31 Fjórfalt fleiri teknir við hraðakstur Meira en fjórfalt fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri það sem af er ársins en á sama tímabili í fyrra. Í fyrra voru 159 ökumenn teknir fyrir hraðakstur fyrstu 130 daga ársins eða rúmlega einn á dag. Í ár hafa 668 verið ákærðir fyrir hraðakstur eða rúmlega fimm á dag. 10.5.2006 17:52 Gagnrýna kaupin á svæði Gusts harðlega Samfylkingarmenn í bæjarstjórn Kópavogs gagnrýna meirihlutann harðlega fyrir ákvörðun um að kaupa Gustssvæðið á rúma þrjá milljarða króna, þó svæðið sé þegar í eigu bæjarins en félagið með afnotarétt til rúmra 30 ára. Bæjarstjórinn í Kópavogi hringsnúast í málinu trekk í trekk. 10.5.2006 17:34 Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman Sífellt er erfiðara að selja stórar fasteignir að mati fasteignasala. Útlán Íbúðalánasjóðs dróust saman um þriðjung í apríl. Formaður félags fasteignasala telur hrun á fasteignamarkaði ekki yfirvofandi heldur sé markaðurinn einungis að ná jafnvægi. 10.5.2006 17:22 Segja ummæli heilbriðisráðherra ófagleg Frumtök, samtök framleiðanda frumlyfja hér á landi, telja sig hafa staðið fyllilega við samkomulag sem gert var við heilbrigðisráðherra og formann lyfjagreiðslunefndar árið 2004. Samkomulag þetta fól í sér að lækka lyfjaverð á Íslandi til samræmis við það sem þekkist á öðrum Norðurlöndum og telja samtökin að það hafi tekist. Í fréttatilkynningu samtakanna segir að um það bil 85% lyfja sem eru á markaði hér á landi séu frumlyf en framleiðendur samheitalyfja, svo sem Actavis, standi ekki að því samkomulaginu um verðlækkanir. Þeir telja því ummæli heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum um að staða lyfjaverðs “sé óþolandi” ófaglega þar sem gagnrýnin eigi ekki við aðildarfyrirtæki Frumtaka heldur aðeins hluta lyfjaframleiðanda. Ósanngjarnt sé að færa öll fyrirtæki undir sama hatt þá sérstaklega í ljósi þess að í febrúar hrósaði ráðherrann Frumtökum fyrir að hafa staðið við samkomulagið frá árinu 2004. 10.5.2006 17:17 Stúlka verður fyrir fólskulegri árás á leið í skóla Ráðist var á unga stúlku frá Keflavík á Barónsstíg í morgun þegar hún var á leið í Iðnskólann í Reykjavík. Stúlkan tognaði á hálsi, marðist og skrámaðist á baki og er með bitsár á hendi eftir átökin. Faðir stúlkunnar gagnrýnir leiðarkerfi SBK og segir vítavert gáleysi að áætlunarbílar fyrirtækisins hleypi ungmennum úr vögnunum á stoppistöðvum þar sem óreglufólk heldur sig. 10.5.2006 17:06 Náttúrufræðikennsla á bókstaflegri siglingu Rúmlega þúsund grunnskólabörn fá að sigla um Sundin í vor, veiða skelfisk og fræðast um lífríki hafsins, þökk sé samstarfssamningi sem undirritaður var á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í morgun. Samstarfsverkefnið "sjóferð um Sundin" er hluti af náttúrufræðikennslu ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi og í Borgarnesi. 10.5.2006 16:44 Segja nýsköpun undirstöðu norræna velferðarkerfisins Alþjóðlegir fjárfestar líta á Noðrulöndin sem svæði í samkeppni við stór lönd og svæði innan Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í grein sem þeir Kjell Storvik framkvæmdastjóra og Bjørn Tiller ráðgjafa hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðini í grein sem birtist hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv. 10.5.2006 16:30 Klekar hvetja Íraka til sameiningar Um það bil fimmtíu klerkar kúrda, súnnía og sjía hittust til fundar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag til að ræða hvernig binda megi enda á átök trúarbrota í landinu. Íraksforseti segir að þau hafi kostað rúmlega þúsund Íraka lífið í aprílmánuði einum. 10.5.2006 16:06 Eldur kviknaði í metanframleiðslu Orkuveitunnar Eldur kviknaði í skúr við metanframleiðslu Orkuveitu Reykjavíkur á sorphaugunum í Álfsnesi í gærkvöldi. Talvert logaði í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn varann á vegna hugsanlegrar sprengihættu, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Metan, sem þarna er unnið úr sorpinu, er meðal annars notað til að knýja marga af bílum Orkuveitunnar, í stað bensíns. 10.5.2006 15:38 Áttræður fyrrverandi kommúnisti í embætti forseta Ítalska þingið kaus í dag Giorgio Napolitano í embætti forseta landsins. Napolitano er frambjóðandi olívubandalags Romanos Prodis. Þetta var í fjórða sinn sem þingið kaus milli frambjóðenda síðan á mánudag en enginn hafði fengið tilskylinn meirihluta atkvæða sökum þess hve margir þingmenn sátu hjá í fyrstu atkvæðagreiðslunum. Napolitano er áttræður fyrirverandi kommúnisti. Nýr forseti mun veita Prodi umboð til stjórnarmyndunar, en bandalag mið- og vinstir flokka, sem hann fer fyrir vann nauman sigur í ítölsku þingkosningunum í síðasta mánuði. 10.5.2006 15:18 Börn misnotuð af háttsettum aðilum Brögð eru að því að börn í Líberíu séu kynferðislega misnotuð af hjálparsarfsmönnum, friðargæsluliðum, kennurum og ýmsum háttsettum innfæddum karlmönnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children eða Barnaheilla Bretlandi sem kynnt var nýverið. 10.5.2006 15:18 Hættir eldsneytisflutningum á Vesturbakka og Gaza-svæðið Ísraelska olíufyrirtækið Dor Energy hefur ákveðið að hætta eldsneytisflutningum á Vesturbakkan og Gaza-svæðið. Fulltrúar fyrirtækisins segja þetta gert vegna skulda Palestínumanna en palestínskir fulltrúar segja þetta auka en á vanda íbúa á þessum svæðum. 10.5.2006 15:14 Fráveitumál í Fjarðarbyggði í ólestri Gert er ráð fyrir að tæpur milljaður renni í að gera við fráveitur í Fjarðarbyggð. Á fréttavefnum austurlandid.is kemur fram að á síðasta fundi bæjarráðs hafi verið kynnt skýrsla og segir í bókun af fundinum að ljóst sé að fráveitumál í Fjarðarbyggð séu í hörmulegu ástandi. 10.5.2006 15:06 Breytingar á velferðarkerfinu í bígerð Þverpólitísk samstaða hefur nú myndast við um að vinna að breytingum, útfærslu og þróun hugmynda um breytingar á íslensku velferðarkerfi í samstarfi við Landsamband eldri borgara, Landsamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands. Í vetur störfuðu 56 manns í hópum auk sex sérfræðinga að hugmyndum sem eiga að fela í sér leiðir til bættra kjara öryrkja og eldri borgara, einföldunar á almannatryggingum, eflingu endurhæfingar, einstaklingsmiðaðrar stuðningsþjónustu utan stofnana, notendavænni heilbrigðisþjónustu og aukinnar atvinnuþátttöku. Vænst er til þess að flokkarnir tilnefni einn fulltúa hver á næstunni og segir í fréttatilkynningu að markmiðið sé að innan eins árs líti dagsins ljós heilsteypt aðgerðaráætlun um virkara velferðarríki. 10.5.2006 14:53 Starfsmenn Heilsuverndar óánægðir með flutninginn Starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar við Barónsstíg eru mjög óánægðir með fyrirhugaðan flutning stöðvarinnar í ágúst og segja vinnubrögð ráðamanna ýta undir tortryggni í þeirra garð. Starfsmenn stöðvarinnar funduðu um málið í morgun 10.5.2006 14:43 Golfvöllur í Viðey Gofvöllur í Viðey myndi skila hagnaði að mati nemenda við háskólann á Bifröst. Nemendurnir könnuðu í síðasta misserisverkefni sínu hvort rekstralegur grundvöllur væri fyrir því að koma upp golfvelli á eyjunni. Segjast þeir hafa komist að því að frá árinu 2000 til 2005 hafi golfiðkendum á Íslandi fjölgað um 64% og nú sé svo komið að fæstir golfklúbbar anni eftirspurn. Þeir telja ónýtt útivistarsvæðið í Viðey því kjörið sem vallarsvæðil og segja í skýrslu sinni að vegna sérstöðu vallarsvæðisins megi taka 20% hærra gjald fyrir hringinn en annar staðar. 10.5.2006 13:27 Besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna Valgarður Sigurðsson doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna sem haldið var föstudaginn 5 maí 2006. Verkefnið var unnið á blóðmeinafræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss og hjá Krabbameinsfélagi Íslands. 10.5.2006 11:57 Álftanes ljósleiðaravætt Í dag undirrituðu Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri og Guðmundur G. Gunnarsson, sveitarstjóri, viljayfirlýsingu um að Sveitarfélagið Álftanes verði inni í áætlunum Orkuveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðingu alls veitusvæðisins. 10.5.2006 11:54 Slæm þekking fyrirtækja á rétti neytanda Þekkingu fyrirtækja á rétti neytanda virðist vera ábótavant. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Neytendasamtökin gerðu á því hversu vel seljendur þekkja reglur og umkvörtunarfrest. Hringt var í tuttugu fyrirtæki úr hópi bílaumboða og raftækjaverslana. Í ljós kom að öll fyrirtækin gáfu upp rangar upplýsingar um frest til umkvartanna á vörum sem eiga að hafa langan endingartíma. 10.5.2006 11:37 Á að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs Háskólinn í Reykjavík og Seltjarnarnesbær hafa gert samstarfssamning um rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd. Markmið rannsóknarmiðstöðvarinnar er ætlað að efla rannsóknir sem geta stutt við samvinnu opinberra stofnanna og einkaaðila með einkaframkvæmd. Með þessu er ætlunin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Seltjarnarnes verður með þessum samning aðili að ráðgjafanefnd sem á að verða stefnumarkandi fyrir rannsóknarmiðstöðina. 10.5.2006 10:02 Segja vegina ekki þola aukna umferð Héraðsnefnd Austur-Húnavetninga skorar á samgönguráðherra að beita sér fyrir því að þjóðvegur eitt um hún Húnvatnssýslu verði breikkaður. Nefndin bendir á aukin umferð stórra flutningabíla og öðrum umferðarþunga hafi stóraukið þörf fyrir breiðari og betri vegi. Í ályktun nefndarinnar segir segir að í mörgum tilfellum þoli vegirnir engan veginn þá umferð sem ætlað er að aki um þá og telur nauðsynlegt að stórauka fjárframlög til þessara verkefna við gerð samgönguáætlunar 2007- 2010. 10.5.2006 08:50 Lauk 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Bandarískur karlmaður lauk í gær 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Gangan hófst 10 apríl árið 2005 og sagði maðurinn, Steve Vaught, ástæðuna fyrir þessum óvenju langa göngutúr vera óánægja með eigin líkama og líðan en hann hafði lengi verið þunglyndur. 10.5.2006 08:15 Fólk hvatt til að skrá neyðarnúmer í farsíma sína Hvernig er hægt að sjá til þess að þeir fyrstu á vettvang slyss viti í hvaða aðstandendur þeir eiga að hringja. Ein leið til þess er að skrá ICE-neyðarnúmer í farsímann. Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem fólki er bent á að skrá ICE í farsímann sinn fyrir framan númer þess aðstandenda sem það vill að hringt verði í ef það lendir í slysi. 10.5.2006 08:15 Dæmdur í lífstíðarfangelsi Þjóðverjinn Arwin Meiwes var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið mann sem hann kynntist stuttu áður á netinu og lagt hann sér síðan til munns. Meiwes var reyndar dæmdur fyrir verknaðinn fyrir tveimur árum og þá í átta og hálfs árs fangelsi. 10.5.2006 08:14 Eldur í skúr Eldur kviknaði í skúr við metan framleiðsluver Orkuveitunnar í Reykjavík á sorphaugunum í Álfsnesi í gærkvöldi. Talvert logaði í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn varann á vegna hugsanlegrar sprengihættu, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Metan, sem þarna er unnið úr sorpinu, en meðal annars notað til að knýja marga bíla Orkuveitunnar, í stað bensíns. 10.5.2006 07:57 semja um frið Samkomulag hefur náðst á milli Hamas og Fatah fylkinganna. Leiðtogi Palestínumanna, Ismail Haniyeh, bað leiðtoga Hamas og Fatah að mæta á sinn fund í Gaza í gær og varði fundurinn í rúma fjóra klukkutíma. 10.5.2006 07:56 Palestínumenn fá hjálp Samkomulag hefur náðst um tímabundnar aðgerðir til að tryggja það að neyðaraðstoð berist til palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna 10.5.2006 07:54 Ellefu-Ellefu dýrust Hægt er að fá rösklega tvær einingar af tiltekinni pakkavöru í Krónunni fyrir aðeins eina í Ellefu-Ellefu, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ á morgunkorni og ýmsum pakkavörum í matvöruverslunum. Í flestum tilvikum var yfir 50 prósenta munur en mesti verðmunur nam 137 prósentum á sömu vöru. Verð var oftast lægst í Bónus, en Krónan fylgir þar fast á eftir. Hæsta verð var hinsvegar í Ellefu - Ellefu. 10.5.2006 07:49 Sjálfstæðisflokkurinn í sókn Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ er í stórsókn, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS og lætur nærri að tveir af hverjum þremur ætli að kjósa hann. 10.5.2006 07:46 Eftirförin endaði úti í runna Æsilegri eftirför lögreglu eftir innbrotsþjófi lauk undir morgun með því að þjófurinn ók bíl sínum farman á lögreglubíl og var hann og lögreglumaður úr bílnum fluttir á Slysadeild til aðhlynningar. 10.5.2006 07:44 Tilbúnir að koma til móts við Írana Fulltrúar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna náðu samkomulagi í gærkvöldi um að gera Írönum tilboð um að þeir hljóti ákveðnar hagsbætur fallist þeir á kröfur Sameinuðu þjóðanna í kjarnorkudeilunni. 10.5.2006 07:42 Brosi allan hringinn "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. 9.5.2006 21:14 Ósætti vegna hugmynda um breyttan miðbæ Garðabæjar Hugmyndir um breyttan miðbæ Garðabæjar eru slæmar að mati bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í bænum. Hann vill að samningi við fyrirtækið sem unnið hefur að þeim verði sagt upp. Oddviti meirihlutans segir rétt að gefa þeim vinnufrið. 9.5.2006 22:59 Mikið um ofnæmisvaldandi frjókorn í lofti Mikið er um frjókorn í lofti þessar vikurnar sem veldur ofnæmi hjá ófáum. Mistur sem borist hefur hingað til lands frá Austur-Evrópu eykur á ofnæmið. 9.5.2006 22:53 Sjá næstu 50 fréttir
Minnisvarði veitir upplýsingar Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið minnisvarða höggvinn úr steindranga í norður hluta landsins. Hann gæti veitt nýjar upplýsingar um eina elstu þjóðmenningu álfunnar. 10.5.2006 22:45
Fasteignaverð hefur hækkað um 67% Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 67% frá því í ágúst 2004, eða þegar bankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka en þar kemur einnig fram að fasteignaverðið hækkaði um fjórðung á síðasta ári. Af tuttugu og tveimur höfuðborgum í Evrópu er fasteignaverð á Íslandi það áttunda hæsta. 10.5.2006 22:25
Sirkusfílar á vappi í Svíþjóð Það voru sirkusfílar sem mættu þeim sem áttu leið um nálægt vænum Väsby í Svíþjóð í gærkvöldi. Verið var að ferja fílana með flutningbíl þegar ökumaður missti bílinn útaf veginum þar sem hann valt síðan. 10.5.2006 22:15
Hefja kjaraviðræður á ný Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag. 10.5.2006 22:01
Ríkislögmaður Breta vill að Guantanamo fangelsinu verði lokað Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í dag. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. 10.5.2006 21:54
Meinuðu Dorrit að fara úr landi Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael. 10.5.2006 21:28
Í gæsluvarðhald fyrir íkveikjur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af. 10.5.2006 20:45
Þjóðminjasafnið tilnefnt til verðlauna Þjóðminjasafnið hefur verið valið í úrslit í samkeppni um safn Evrópu árið 2006. Ástæða þess að Þjóðminjasafnið hlýtur þessa tilnefningu er vel heppnuð endurskipulagning og endurhönnun sýninga og starfsemi safnsins. Þrenn verðlaun eru í samkeppninni, verðlaun sem safn ársins, verðlaun á vegum Evrópuráðsins og ítölsku Micheletti verðlaunin sem eru bjartsýnisverðlaun til safns á sviði tækni eða iðnaðar. 10.5.2006 19:39
Loksins fullkomið fangelsi Meðal þess sem gert verður til að taka á fíkniefnavanda í fangelsum, verður að koma upp meðferðardeild, þannig að spurn eftir fíkniefnum minnki. Fangelsismálastjóri vonast til að áratugalangri byggingasögu nýs og fullkomins fangelsis, ljúki fljótlega. 10.5.2006 19:16
Helmingsmunur á kexpakka Helmingsmunur getur verið á verði sams konar kexpakka í matvörubúðum sem eru hlið við hlið. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ segir fákeppni ríkja á matvörumarkaði, en með skynsömum innkaupum geti neytendur haldið verðinu í skefjum. 10.5.2006 18:55
Mikið um hraðakstur Mikið hefur verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhring. Alls hafa 54 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur og þar af reyndust 38 þeirra hafa ekið á yfir 100 kílómetra hraða á stofnbrautum. Fíkniefni fundust auk þess í bíl hjá einum ökumanni og þá fannst talsvert magn af fíkniefnum á heimili mannsins. Þá voru níu ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma og nota ekki handfrjálsan búnað. 10.5.2006 18:31
Fjórfalt fleiri teknir við hraðakstur Meira en fjórfalt fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri það sem af er ársins en á sama tímabili í fyrra. Í fyrra voru 159 ökumenn teknir fyrir hraðakstur fyrstu 130 daga ársins eða rúmlega einn á dag. Í ár hafa 668 verið ákærðir fyrir hraðakstur eða rúmlega fimm á dag. 10.5.2006 17:52
Gagnrýna kaupin á svæði Gusts harðlega Samfylkingarmenn í bæjarstjórn Kópavogs gagnrýna meirihlutann harðlega fyrir ákvörðun um að kaupa Gustssvæðið á rúma þrjá milljarða króna, þó svæðið sé þegar í eigu bæjarins en félagið með afnotarétt til rúmra 30 ára. Bæjarstjórinn í Kópavogi hringsnúast í málinu trekk í trekk. 10.5.2006 17:34
Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman Sífellt er erfiðara að selja stórar fasteignir að mati fasteignasala. Útlán Íbúðalánasjóðs dróust saman um þriðjung í apríl. Formaður félags fasteignasala telur hrun á fasteignamarkaði ekki yfirvofandi heldur sé markaðurinn einungis að ná jafnvægi. 10.5.2006 17:22
Segja ummæli heilbriðisráðherra ófagleg Frumtök, samtök framleiðanda frumlyfja hér á landi, telja sig hafa staðið fyllilega við samkomulag sem gert var við heilbrigðisráðherra og formann lyfjagreiðslunefndar árið 2004. Samkomulag þetta fól í sér að lækka lyfjaverð á Íslandi til samræmis við það sem þekkist á öðrum Norðurlöndum og telja samtökin að það hafi tekist. Í fréttatilkynningu samtakanna segir að um það bil 85% lyfja sem eru á markaði hér á landi séu frumlyf en framleiðendur samheitalyfja, svo sem Actavis, standi ekki að því samkomulaginu um verðlækkanir. Þeir telja því ummæli heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum um að staða lyfjaverðs “sé óþolandi” ófaglega þar sem gagnrýnin eigi ekki við aðildarfyrirtæki Frumtaka heldur aðeins hluta lyfjaframleiðanda. Ósanngjarnt sé að færa öll fyrirtæki undir sama hatt þá sérstaklega í ljósi þess að í febrúar hrósaði ráðherrann Frumtökum fyrir að hafa staðið við samkomulagið frá árinu 2004. 10.5.2006 17:17
Stúlka verður fyrir fólskulegri árás á leið í skóla Ráðist var á unga stúlku frá Keflavík á Barónsstíg í morgun þegar hún var á leið í Iðnskólann í Reykjavík. Stúlkan tognaði á hálsi, marðist og skrámaðist á baki og er með bitsár á hendi eftir átökin. Faðir stúlkunnar gagnrýnir leiðarkerfi SBK og segir vítavert gáleysi að áætlunarbílar fyrirtækisins hleypi ungmennum úr vögnunum á stoppistöðvum þar sem óreglufólk heldur sig. 10.5.2006 17:06
Náttúrufræðikennsla á bókstaflegri siglingu Rúmlega þúsund grunnskólabörn fá að sigla um Sundin í vor, veiða skelfisk og fræðast um lífríki hafsins, þökk sé samstarfssamningi sem undirritaður var á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í morgun. Samstarfsverkefnið "sjóferð um Sundin" er hluti af náttúrufræðikennslu ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi og í Borgarnesi. 10.5.2006 16:44
Segja nýsköpun undirstöðu norræna velferðarkerfisins Alþjóðlegir fjárfestar líta á Noðrulöndin sem svæði í samkeppni við stór lönd og svæði innan Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í grein sem þeir Kjell Storvik framkvæmdastjóra og Bjørn Tiller ráðgjafa hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðini í grein sem birtist hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv. 10.5.2006 16:30
Klekar hvetja Íraka til sameiningar Um það bil fimmtíu klerkar kúrda, súnnía og sjía hittust til fundar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag til að ræða hvernig binda megi enda á átök trúarbrota í landinu. Íraksforseti segir að þau hafi kostað rúmlega þúsund Íraka lífið í aprílmánuði einum. 10.5.2006 16:06
Eldur kviknaði í metanframleiðslu Orkuveitunnar Eldur kviknaði í skúr við metanframleiðslu Orkuveitu Reykjavíkur á sorphaugunum í Álfsnesi í gærkvöldi. Talvert logaði í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn varann á vegna hugsanlegrar sprengihættu, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Metan, sem þarna er unnið úr sorpinu, er meðal annars notað til að knýja marga af bílum Orkuveitunnar, í stað bensíns. 10.5.2006 15:38
Áttræður fyrrverandi kommúnisti í embætti forseta Ítalska þingið kaus í dag Giorgio Napolitano í embætti forseta landsins. Napolitano er frambjóðandi olívubandalags Romanos Prodis. Þetta var í fjórða sinn sem þingið kaus milli frambjóðenda síðan á mánudag en enginn hafði fengið tilskylinn meirihluta atkvæða sökum þess hve margir þingmenn sátu hjá í fyrstu atkvæðagreiðslunum. Napolitano er áttræður fyrirverandi kommúnisti. Nýr forseti mun veita Prodi umboð til stjórnarmyndunar, en bandalag mið- og vinstir flokka, sem hann fer fyrir vann nauman sigur í ítölsku þingkosningunum í síðasta mánuði. 10.5.2006 15:18
Börn misnotuð af háttsettum aðilum Brögð eru að því að börn í Líberíu séu kynferðislega misnotuð af hjálparsarfsmönnum, friðargæsluliðum, kennurum og ýmsum háttsettum innfæddum karlmönnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children eða Barnaheilla Bretlandi sem kynnt var nýverið. 10.5.2006 15:18
Hættir eldsneytisflutningum á Vesturbakka og Gaza-svæðið Ísraelska olíufyrirtækið Dor Energy hefur ákveðið að hætta eldsneytisflutningum á Vesturbakkan og Gaza-svæðið. Fulltrúar fyrirtækisins segja þetta gert vegna skulda Palestínumanna en palestínskir fulltrúar segja þetta auka en á vanda íbúa á þessum svæðum. 10.5.2006 15:14
Fráveitumál í Fjarðarbyggði í ólestri Gert er ráð fyrir að tæpur milljaður renni í að gera við fráveitur í Fjarðarbyggð. Á fréttavefnum austurlandid.is kemur fram að á síðasta fundi bæjarráðs hafi verið kynnt skýrsla og segir í bókun af fundinum að ljóst sé að fráveitumál í Fjarðarbyggð séu í hörmulegu ástandi. 10.5.2006 15:06
Breytingar á velferðarkerfinu í bígerð Þverpólitísk samstaða hefur nú myndast við um að vinna að breytingum, útfærslu og þróun hugmynda um breytingar á íslensku velferðarkerfi í samstarfi við Landsamband eldri borgara, Landsamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands. Í vetur störfuðu 56 manns í hópum auk sex sérfræðinga að hugmyndum sem eiga að fela í sér leiðir til bættra kjara öryrkja og eldri borgara, einföldunar á almannatryggingum, eflingu endurhæfingar, einstaklingsmiðaðrar stuðningsþjónustu utan stofnana, notendavænni heilbrigðisþjónustu og aukinnar atvinnuþátttöku. Vænst er til þess að flokkarnir tilnefni einn fulltúa hver á næstunni og segir í fréttatilkynningu að markmiðið sé að innan eins árs líti dagsins ljós heilsteypt aðgerðaráætlun um virkara velferðarríki. 10.5.2006 14:53
Starfsmenn Heilsuverndar óánægðir með flutninginn Starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar við Barónsstíg eru mjög óánægðir með fyrirhugaðan flutning stöðvarinnar í ágúst og segja vinnubrögð ráðamanna ýta undir tortryggni í þeirra garð. Starfsmenn stöðvarinnar funduðu um málið í morgun 10.5.2006 14:43
Golfvöllur í Viðey Gofvöllur í Viðey myndi skila hagnaði að mati nemenda við háskólann á Bifröst. Nemendurnir könnuðu í síðasta misserisverkefni sínu hvort rekstralegur grundvöllur væri fyrir því að koma upp golfvelli á eyjunni. Segjast þeir hafa komist að því að frá árinu 2000 til 2005 hafi golfiðkendum á Íslandi fjölgað um 64% og nú sé svo komið að fæstir golfklúbbar anni eftirspurn. Þeir telja ónýtt útivistarsvæðið í Viðey því kjörið sem vallarsvæðil og segja í skýrslu sinni að vegna sérstöðu vallarsvæðisins megi taka 20% hærra gjald fyrir hringinn en annar staðar. 10.5.2006 13:27
Besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna Valgarður Sigurðsson doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna sem haldið var föstudaginn 5 maí 2006. Verkefnið var unnið á blóðmeinafræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss og hjá Krabbameinsfélagi Íslands. 10.5.2006 11:57
Álftanes ljósleiðaravætt Í dag undirrituðu Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri og Guðmundur G. Gunnarsson, sveitarstjóri, viljayfirlýsingu um að Sveitarfélagið Álftanes verði inni í áætlunum Orkuveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðingu alls veitusvæðisins. 10.5.2006 11:54
Slæm þekking fyrirtækja á rétti neytanda Þekkingu fyrirtækja á rétti neytanda virðist vera ábótavant. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Neytendasamtökin gerðu á því hversu vel seljendur þekkja reglur og umkvörtunarfrest. Hringt var í tuttugu fyrirtæki úr hópi bílaumboða og raftækjaverslana. Í ljós kom að öll fyrirtækin gáfu upp rangar upplýsingar um frest til umkvartanna á vörum sem eiga að hafa langan endingartíma. 10.5.2006 11:37
Á að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs Háskólinn í Reykjavík og Seltjarnarnesbær hafa gert samstarfssamning um rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd. Markmið rannsóknarmiðstöðvarinnar er ætlað að efla rannsóknir sem geta stutt við samvinnu opinberra stofnanna og einkaaðila með einkaframkvæmd. Með þessu er ætlunin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Seltjarnarnes verður með þessum samning aðili að ráðgjafanefnd sem á að verða stefnumarkandi fyrir rannsóknarmiðstöðina. 10.5.2006 10:02
Segja vegina ekki þola aukna umferð Héraðsnefnd Austur-Húnavetninga skorar á samgönguráðherra að beita sér fyrir því að þjóðvegur eitt um hún Húnvatnssýslu verði breikkaður. Nefndin bendir á aukin umferð stórra flutningabíla og öðrum umferðarþunga hafi stóraukið þörf fyrir breiðari og betri vegi. Í ályktun nefndarinnar segir segir að í mörgum tilfellum þoli vegirnir engan veginn þá umferð sem ætlað er að aki um þá og telur nauðsynlegt að stórauka fjárframlög til þessara verkefna við gerð samgönguáætlunar 2007- 2010. 10.5.2006 08:50
Lauk 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Bandarískur karlmaður lauk í gær 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Gangan hófst 10 apríl árið 2005 og sagði maðurinn, Steve Vaught, ástæðuna fyrir þessum óvenju langa göngutúr vera óánægja með eigin líkama og líðan en hann hafði lengi verið þunglyndur. 10.5.2006 08:15
Fólk hvatt til að skrá neyðarnúmer í farsíma sína Hvernig er hægt að sjá til þess að þeir fyrstu á vettvang slyss viti í hvaða aðstandendur þeir eiga að hringja. Ein leið til þess er að skrá ICE-neyðarnúmer í farsímann. Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem fólki er bent á að skrá ICE í farsímann sinn fyrir framan númer þess aðstandenda sem það vill að hringt verði í ef það lendir í slysi. 10.5.2006 08:15
Dæmdur í lífstíðarfangelsi Þjóðverjinn Arwin Meiwes var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið mann sem hann kynntist stuttu áður á netinu og lagt hann sér síðan til munns. Meiwes var reyndar dæmdur fyrir verknaðinn fyrir tveimur árum og þá í átta og hálfs árs fangelsi. 10.5.2006 08:14
Eldur í skúr Eldur kviknaði í skúr við metan framleiðsluver Orkuveitunnar í Reykjavík á sorphaugunum í Álfsnesi í gærkvöldi. Talvert logaði í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn varann á vegna hugsanlegrar sprengihættu, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Metan, sem þarna er unnið úr sorpinu, en meðal annars notað til að knýja marga bíla Orkuveitunnar, í stað bensíns. 10.5.2006 07:57
semja um frið Samkomulag hefur náðst á milli Hamas og Fatah fylkinganna. Leiðtogi Palestínumanna, Ismail Haniyeh, bað leiðtoga Hamas og Fatah að mæta á sinn fund í Gaza í gær og varði fundurinn í rúma fjóra klukkutíma. 10.5.2006 07:56
Palestínumenn fá hjálp Samkomulag hefur náðst um tímabundnar aðgerðir til að tryggja það að neyðaraðstoð berist til palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna 10.5.2006 07:54
Ellefu-Ellefu dýrust Hægt er að fá rösklega tvær einingar af tiltekinni pakkavöru í Krónunni fyrir aðeins eina í Ellefu-Ellefu, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ á morgunkorni og ýmsum pakkavörum í matvöruverslunum. Í flestum tilvikum var yfir 50 prósenta munur en mesti verðmunur nam 137 prósentum á sömu vöru. Verð var oftast lægst í Bónus, en Krónan fylgir þar fast á eftir. Hæsta verð var hinsvegar í Ellefu - Ellefu. 10.5.2006 07:49
Sjálfstæðisflokkurinn í sókn Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ er í stórsókn, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS og lætur nærri að tveir af hverjum þremur ætli að kjósa hann. 10.5.2006 07:46
Eftirförin endaði úti í runna Æsilegri eftirför lögreglu eftir innbrotsþjófi lauk undir morgun með því að þjófurinn ók bíl sínum farman á lögreglubíl og var hann og lögreglumaður úr bílnum fluttir á Slysadeild til aðhlynningar. 10.5.2006 07:44
Tilbúnir að koma til móts við Írana Fulltrúar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna náðu samkomulagi í gærkvöldi um að gera Írönum tilboð um að þeir hljóti ákveðnar hagsbætur fallist þeir á kröfur Sameinuðu þjóðanna í kjarnorkudeilunni. 10.5.2006 07:42
Brosi allan hringinn "Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. 9.5.2006 21:14
Ósætti vegna hugmynda um breyttan miðbæ Garðabæjar Hugmyndir um breyttan miðbæ Garðabæjar eru slæmar að mati bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í bænum. Hann vill að samningi við fyrirtækið sem unnið hefur að þeim verði sagt upp. Oddviti meirihlutans segir rétt að gefa þeim vinnufrið. 9.5.2006 22:59
Mikið um ofnæmisvaldandi frjókorn í lofti Mikið er um frjókorn í lofti þessar vikurnar sem veldur ofnæmi hjá ófáum. Mistur sem borist hefur hingað til lands frá Austur-Evrópu eykur á ofnæmið. 9.5.2006 22:53