Erlent

Áttræður fyrrverandi kommúnisti í embætti forseta

var kosin í embætti forseta Ítalíu í dag
var kosin í embætti forseta Ítalíu í dag

Ítalska þingið kaus í dag Giorgio Napolitano í embætti forseta landsins. Napolitano er frambjóðandi olívubandalags Romanos Prodis. Þetta var í fjórða sinn sem þingið kaus milli frambjóðenda síðan á mánudag en enginn hafði fengið tilskylinn meirihluta atkvæða sökum þess hve margir þingmenn sátu hjá í fyrstu atkvæðagreiðslunum. Napolitano er áttræður fyrirverandi kommúnisti. Nýr forseti mun veita Prodi umboð til stjórnarmyndunar, en bandalag mið- og vinstir flokka, sem hann fer fyrir vann nauman sigur í ítölsku þingkosningunum í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×