Innlent

Þjóðminjasafnið tilnefnt til verðlauna

Mynd/Vísir

Þjóðminjasafnið hefur verið valið í úrslit í samkeppni um safn Evrópu árið 2006. Ástæða þess að Þjóðminjasafnið hlýtur þessa tilnefningu er vel heppnuð endurskipulagning og endurhönnun sýninga og starfsemi safnsins. Þrenn verðlaun eru í samkeppninni, verðlaun sem safn ársins, verðlaun á vegum Evrópuráðsins og ítölsku Micheletti verðlaunin sem eru bjartsýnisverðlaun til safns á sviði tækni eða iðnaðar. Úrslit verða kynnt á aðalfundi European Museum Forum í Lissabon í Portúgal 10. - 13. maí n.k. Síldarminjasafnið á Siglufirði var fyrst íslenskra safna tilnefnt til samkeppninnar árið 2004 og hlaut safnið Micheletti verðlaunin það ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×