Innlent

Eldur kviknaði í metanframleiðslu Orkuveitunnar

Eldur kviknaði í skúr við metanframleiðslu Orkuveitu Reykjavíkur á sorphaugunum í Álfsnesi í gærkvöldi. Talvert logaði í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn varann á vegna hugsanlegrar sprengihættu, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Metan, sem þarna er unnið úr sorpinu, er meðal annars notað til að knýja marga af bílum Orkuveitunnar, í stað bensíns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×