Erlent

Hættir eldsneytisflutningum á Vesturbakka og Gaza-svæðið

Ísraelska olíufyrirtækið Dor Energy hefur ákveðið að hætta eldsneytisflutningum á Vesturbakkan og Gaza-svæðið. Fulltrúar fyrirtækisins segja þetta gert vegna skulda Palestínumanna en palestínskir fulltrúar segja þetta auka en á vanda íbúa á þessum svæðum. Það mátti sjá langar raðir bíla við bensínstöðvar á Vesturbakkanum og Gaza í dag þar sem ökumenn reyndu að ná því litla sem eftir var af eldsneyti áður en það yrði upp urið. Yfirvöld eiga von á að eldsneytisbyrgðir endist fram á morgun. Ísraelsmenn hafa hingað til tekið hluta af þeim skatttekjum sem þeir hafa innheimt fyrir palestínsk yfirvöld til að greiða fyrir eldsneytið. Ísraelsmenn hafa fryst greiðslurnar vegna andstöðu við heimastjórn Hamas-samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×